Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Sveinn Arnarsson skrifar 1. desember 2018 08:15 Ákveðið var að vísa Ólafi og Karli Gauta úr Flokki fólksins. Fréttablaðið/Stefán Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. Bergþór Ólason fer sömu leið. Tveir þingmenn Flokks fólksins reknir úr flokknum.Alþingi Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, eru farnir í leyfi um óákveðinn tíma og Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafa verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar þess að hljóðupptaka af samtali þeirra við drykkju á barnum Klaustri rataði til fjölmiðla. Tveir þingmenn eru því eftir í þingflokki Flokks fólksins eftir vendingar gærdagsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tjáði flokksfólki sínu þá niðurstöðu í gær að Gunnar Bragi og Bergþór ætluðu sér að stíga til hliðar. Ekki er í bréfi Sigmundar tiltekið hversu lengi þeir félagar ætla að sitja í launalausu leyfi. Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir Gunnar Braga og Bergþór geta líkast til átt afturkvæmt. „Ég myndi alveg halda að þeir gætu átt afturkvæmt í stjórnmál. Það skiptir hins vegar máli hvaða vinna á að fara fram á meðan þeir eru í leyfi. Ef það er bara þannig að þeir eru sendir í leyfi og ekkert gerist þá gætu þeir átt erfitt,“ segir Eva Heiða. „Mögulega mun forsætisnefnd taka málið fyrir og vega og meta hvort siðareglur hafi verið brotnar. Svo þarf að vinna með þá niðurstöðu. Ef það ferli fer af stað gætu þingmennirnir sagt að búið sé að gera upp málin og þeir ættu því afturkvæmt.“ Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason eru ekki lengur í Flokki fólksins og óskað verður eftir því að þeir hætti í þingflokknum sömuleiðis. Þó eftir standi aðeins tveir einstaklingar í Flokki fólksins getur sá þingflokkur starfað sem slíkur. Hins vegar geta Ólafur og Karl Gauti ekki stofnað nýjan þingflokk og þurfa þá að sitja utan þingflokks eða fara inn í annan. Eva Heiða segir að á einhvern hátt séu Ólafur og Karl Gauti dæmdir til áhrifaleysis í þeirri stöðu sem þeir eru í núna. „Þeir náttúrulega verða ekki í neinni stöðu til að koma málum í gegn og eru búnir að missa þennan samtakamátt. Í þeirra dæmi snýst þetta fyrst og fremst um traust milli þingmanna. Ólafs og Karls Gauta annars vegar og svo hinna þingmannanna.“ Þeir kumpánar Ólafur og Karl Gauti eiga rétt á setu í þingnefnd en ekki er vitað í hvaða nefndum það verður. Líklegt þykir að nokkur kapall fari af stað í næstu viku við að raða niður í fastanefndir þingsins. Hvorki náðist í Karl Gauta Hjaltason né Ólaf Ísleifsson við vinnslu fréttarinnar. Ekki náðist heldur í Gunnar Braga Sveinsson eða Bergþór Ólason. Af þeim þingmönnum Miðflokksins sem voru á upptökunum sem fjallað hefur verið um síðustu daga hefur aðeins Anna Kolbrún Árnadóttir sagst velta sinni stöðu fyrir sér. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarnis Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. Bergþór Ólason fer sömu leið. Tveir þingmenn Flokks fólksins reknir úr flokknum.Alþingi Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, eru farnir í leyfi um óákveðinn tíma og Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafa verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar þess að hljóðupptaka af samtali þeirra við drykkju á barnum Klaustri rataði til fjölmiðla. Tveir þingmenn eru því eftir í þingflokki Flokks fólksins eftir vendingar gærdagsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tjáði flokksfólki sínu þá niðurstöðu í gær að Gunnar Bragi og Bergþór ætluðu sér að stíga til hliðar. Ekki er í bréfi Sigmundar tiltekið hversu lengi þeir félagar ætla að sitja í launalausu leyfi. Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir Gunnar Braga og Bergþór geta líkast til átt afturkvæmt. „Ég myndi alveg halda að þeir gætu átt afturkvæmt í stjórnmál. Það skiptir hins vegar máli hvaða vinna á að fara fram á meðan þeir eru í leyfi. Ef það er bara þannig að þeir eru sendir í leyfi og ekkert gerist þá gætu þeir átt erfitt,“ segir Eva Heiða. „Mögulega mun forsætisnefnd taka málið fyrir og vega og meta hvort siðareglur hafi verið brotnar. Svo þarf að vinna með þá niðurstöðu. Ef það ferli fer af stað gætu þingmennirnir sagt að búið sé að gera upp málin og þeir ættu því afturkvæmt.“ Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason eru ekki lengur í Flokki fólksins og óskað verður eftir því að þeir hætti í þingflokknum sömuleiðis. Þó eftir standi aðeins tveir einstaklingar í Flokki fólksins getur sá þingflokkur starfað sem slíkur. Hins vegar geta Ólafur og Karl Gauti ekki stofnað nýjan þingflokk og þurfa þá að sitja utan þingflokks eða fara inn í annan. Eva Heiða segir að á einhvern hátt séu Ólafur og Karl Gauti dæmdir til áhrifaleysis í þeirri stöðu sem þeir eru í núna. „Þeir náttúrulega verða ekki í neinni stöðu til að koma málum í gegn og eru búnir að missa þennan samtakamátt. Í þeirra dæmi snýst þetta fyrst og fremst um traust milli þingmanna. Ólafs og Karls Gauta annars vegar og svo hinna þingmannanna.“ Þeir kumpánar Ólafur og Karl Gauti eiga rétt á setu í þingnefnd en ekki er vitað í hvaða nefndum það verður. Líklegt þykir að nokkur kapall fari af stað í næstu viku við að raða niður í fastanefndir þingsins. Hvorki náðist í Karl Gauta Hjaltason né Ólaf Ísleifsson við vinnslu fréttarinnar. Ekki náðist heldur í Gunnar Braga Sveinsson eða Bergþór Ólason. Af þeim þingmönnum Miðflokksins sem voru á upptökunum sem fjallað hefur verið um síðustu daga hefur aðeins Anna Kolbrún Árnadóttir sagst velta sinni stöðu fyrir sér.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarnis Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira