Velta vefverslunar Advania tvöfaldaðist Helgi Vífill Júlíusson skrifar 19. desember 2018 08:30 Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi Velta vefverslunar Advania á Íslandi hefur aukist um 82 prósent frá því að verslun fyrirtækisins í Guðrúnartúni var lokað fyrir rúmi ári. Að sama skapi hefur framlegð af sölu tvöfaldast. Þetta segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi, í samtali við Markaðinn. Hann segir að hann líti ekki svo á að versluninni hafi verið lokað heldur að hún hafi verið færð inn í stafræna heima. Ægir Már segir að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi þess að Advania staðsetji sig á markaði með þeim hætti að fyrirtækið sinni fyrst og fremst öðrum fyrirtækjum og stofnunum. Margir viðskiptavinir heimsæki fyrirtækið og því hafi verið auðvelt að stilla upp vörum til sýnis í þeirri von að af kaupum yrði. „Verslunin fékk því ekki þá athygli sem þarf til að skara fram úr.“ Við upphaf árs hafi margir haft efasemdir, segir hann, um rekstur vefverslana hérlendis. Vegalengdir séu stuttar. Íslendingar fari því frekar út í verslanir.Töldu netverslun eiga mikið inni Hann segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi talið að netverslun ætti mikið inni. Landsmenn nýti vefverslun í minni mæli en margar aðrar þjóðir. „Þangað er margt að sækja. Íslendingar eru ekki frábrugðnir öðrum í heiminum. Við kjósum þægindi og öryggi umfram annað,“ segir hann. Fram kom í Markaðnum fyrir viku að á undanförnum tólf mánuðum hafi 55 prósent Íslendinga verslað á netinu, samkvæmt könnun Zenter rannsókna. Til samanburðar versluðu þrír af hverjum fjórum Norðmönnum á netinu á síðasta ári. Spurður hvort þetta hafi verið erfið ákvörðun innanhúss segir hann svo ekki vera. „Í rauninni var þetta ekki erfið ákvörðun. Rökin hnigu öll í sömu átt.“ „Hugmyndin var að reka vefverslun sem við myndum sinna af krafti,“ segir Ægir Már. „Mistökin sem stundum eru gerð, er að vefversluninni er ekki sinnt eftir að hún er komin í loftið. Þótt verslunin sé veflæg þarf að hafa verslunarstjóra og sinna öllum hefðbundnum verslunarstörfum öðrum en að afgreiða yfir búðarborð,“ segir Ægir Már. Advania lagði í mikla undirbúningsvinnu áður en vefversluninni var hleypt af stokkunum. „Við nutum góðs að því að veita sjálf ráðgjöf og þjónustu á þessu sviði og vorum því vel í stakk búin til að innleiða bestu lausnirnar,“ segir hann.Keppa við Amazon Hann bendir á að nú keppi fyrirtækið við Amazon og önnur erlend fyrirtæki. Í þeirri samkeppni skipti neytendavernd máli. „Fólk vill hafa ábyrgðarskilmála á hreinu gagnvart einhverjum sem auðvelt er að ná í. Annað sem skiptir máli er hve fljótt varan kemur til landsins. Við erum frekar óþolinmóð þjóð og viljum helst fá vöruna samstundis. Íslensk vefverslun keppir á þeim grunni. Auk þess er sendingarkostnaður hingað tiltölulega hár. Þótt varan sé ódýrari á erlendri vefsíðu þarf að gera ráð fyrir sendingarkostnaði en það er ókeypis hjá okkur. En til þess að keppa við Amazon þarf vefverslunin að vera góð og standast samanburð. Það er nefnilega himinn og haf á milli góðrar og lélegrar vefverslunar. Góð vefverslun leiðir viðskiptavini í gegnum ferlið og gefur kost á að bera saman vörur. Þetta verður að vera einfalt.“Gerbreyttu vinnulagi Til að Advania á Íslandi gæti náð téðum árangri í vefversluninni varð að gerbreyta vinnulagi. „Við þurftum að hugsa þjónustu í kringum vefverslunina upp á nýtt, hafa sendingartíma varanna mjög skamman, ekkert sendingargjald og sjá til þess að allir viðskiptavinir gætu fengið þjónustu í vefspjalli um leið og þeir óskuðu eftir henni. Það þurfti að sjá til þess að vörulýsingar væru í lagi og að viðskiptavinurinn gæti borið saman eiginleika og verð á vörum með einföldum hætti. Allt sölu- og markaðsstarf varð starfrænt, mælanlegt og rekjanlegt. Á móti kom að við jukum ráðgjöf til fyrirtækja og settum hluta af söluteyminu í að kynna vefverslunina fyrir viðskiptavinum okkar. Fyrirtækin sem versla við Advania geta nú skráð sig inn á sínar síður í vefversluninni, skoðað gamlar pantanir og viðskiptasögu, og gert ný kaup sem byggja á henni. Með þessari ákvörðun gátum við margfaldað vöruúrval okkar. Nú eru um tvö þúsund vörutegundir í vefverslun okkar sem aldrei hefðu rúmast í verslunarrýminu okkar,“ segir Ægir Már. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Velta vefverslunar Advania á Íslandi hefur aukist um 82 prósent frá því að verslun fyrirtækisins í Guðrúnartúni var lokað fyrir rúmi ári. Að sama skapi hefur framlegð af sölu tvöfaldast. Þetta segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi, í samtali við Markaðinn. Hann segir að hann líti ekki svo á að versluninni hafi verið lokað heldur að hún hafi verið færð inn í stafræna heima. Ægir Már segir að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi þess að Advania staðsetji sig á markaði með þeim hætti að fyrirtækið sinni fyrst og fremst öðrum fyrirtækjum og stofnunum. Margir viðskiptavinir heimsæki fyrirtækið og því hafi verið auðvelt að stilla upp vörum til sýnis í þeirri von að af kaupum yrði. „Verslunin fékk því ekki þá athygli sem þarf til að skara fram úr.“ Við upphaf árs hafi margir haft efasemdir, segir hann, um rekstur vefverslana hérlendis. Vegalengdir séu stuttar. Íslendingar fari því frekar út í verslanir.Töldu netverslun eiga mikið inni Hann segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi talið að netverslun ætti mikið inni. Landsmenn nýti vefverslun í minni mæli en margar aðrar þjóðir. „Þangað er margt að sækja. Íslendingar eru ekki frábrugðnir öðrum í heiminum. Við kjósum þægindi og öryggi umfram annað,“ segir hann. Fram kom í Markaðnum fyrir viku að á undanförnum tólf mánuðum hafi 55 prósent Íslendinga verslað á netinu, samkvæmt könnun Zenter rannsókna. Til samanburðar versluðu þrír af hverjum fjórum Norðmönnum á netinu á síðasta ári. Spurður hvort þetta hafi verið erfið ákvörðun innanhúss segir hann svo ekki vera. „Í rauninni var þetta ekki erfið ákvörðun. Rökin hnigu öll í sömu átt.“ „Hugmyndin var að reka vefverslun sem við myndum sinna af krafti,“ segir Ægir Már. „Mistökin sem stundum eru gerð, er að vefversluninni er ekki sinnt eftir að hún er komin í loftið. Þótt verslunin sé veflæg þarf að hafa verslunarstjóra og sinna öllum hefðbundnum verslunarstörfum öðrum en að afgreiða yfir búðarborð,“ segir Ægir Már. Advania lagði í mikla undirbúningsvinnu áður en vefversluninni var hleypt af stokkunum. „Við nutum góðs að því að veita sjálf ráðgjöf og þjónustu á þessu sviði og vorum því vel í stakk búin til að innleiða bestu lausnirnar,“ segir hann.Keppa við Amazon Hann bendir á að nú keppi fyrirtækið við Amazon og önnur erlend fyrirtæki. Í þeirri samkeppni skipti neytendavernd máli. „Fólk vill hafa ábyrgðarskilmála á hreinu gagnvart einhverjum sem auðvelt er að ná í. Annað sem skiptir máli er hve fljótt varan kemur til landsins. Við erum frekar óþolinmóð þjóð og viljum helst fá vöruna samstundis. Íslensk vefverslun keppir á þeim grunni. Auk þess er sendingarkostnaður hingað tiltölulega hár. Þótt varan sé ódýrari á erlendri vefsíðu þarf að gera ráð fyrir sendingarkostnaði en það er ókeypis hjá okkur. En til þess að keppa við Amazon þarf vefverslunin að vera góð og standast samanburð. Það er nefnilega himinn og haf á milli góðrar og lélegrar vefverslunar. Góð vefverslun leiðir viðskiptavini í gegnum ferlið og gefur kost á að bera saman vörur. Þetta verður að vera einfalt.“Gerbreyttu vinnulagi Til að Advania á Íslandi gæti náð téðum árangri í vefversluninni varð að gerbreyta vinnulagi. „Við þurftum að hugsa þjónustu í kringum vefverslunina upp á nýtt, hafa sendingartíma varanna mjög skamman, ekkert sendingargjald og sjá til þess að allir viðskiptavinir gætu fengið þjónustu í vefspjalli um leið og þeir óskuðu eftir henni. Það þurfti að sjá til þess að vörulýsingar væru í lagi og að viðskiptavinurinn gæti borið saman eiginleika og verð á vörum með einföldum hætti. Allt sölu- og markaðsstarf varð starfrænt, mælanlegt og rekjanlegt. Á móti kom að við jukum ráðgjöf til fyrirtækja og settum hluta af söluteyminu í að kynna vefverslunina fyrir viðskiptavinum okkar. Fyrirtækin sem versla við Advania geta nú skráð sig inn á sínar síður í vefversluninni, skoðað gamlar pantanir og viðskiptasögu, og gert ný kaup sem byggja á henni. Með þessari ákvörðun gátum við margfaldað vöruúrval okkar. Nú eru um tvö þúsund vörutegundir í vefverslun okkar sem aldrei hefðu rúmast í verslunarrýminu okkar,“ segir Ægir Már.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira