Ljúfar sigurstundir í krefjandi rekstri 19. desember 2018 09:00 Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen. Björn Einarsson, formaður knattspyrnufélagsins Víkings, var ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri TVG-Zimsen árið 2006 og innleiddi nýja stefnu sem fól í sér meiri áherslu á að byggja upp fyrirtækið að alþjóðlegri fyrirmynd. Umsvifin jukust jafnt og þétt á næstu árum.Hver eru þín helstu áhugamál? Fjölskyldan og fjölskyldulífið á hug minn allan og tíma. Þrír af fimm drengjunum eru fjögurra ára og yngri og þeir stýra tímanum oft eins og herforingjar. Þá er ég formaður Knattspyrnufélagsins Víkings en þar hef ég starfað í þágu félagsins sleitulaust í um 12 ár og fer mikið af mínum tíma í vinnu fyrir félagið. Víkingur stendur hjarta mínu mjög nærri og velferð félagsins skiptir mig öllu máli. Rekstur og fjármögnun íþróttafélaga á Íslandi í dag er sérstaklega krefjandi þar sem mikið reynir á en svo koma ljúfar sigurstundir og framfarir í alls kyns myndum fyrir félagið sem gefur auka orku. Þegar um hægist í fjölskyldulífinu og meiri tími verður til staðar langar mig að efla golfkunnáttuna mína og golfgrunninn, sem þó er til staðar, með konunni minni.Hvernig er morgunrútínan þín? Ég vakna um 6.00 með yngsta syni mínum. Við slökum síðan á feðgarnir yfir Bessa og félögum í Hvolpasveit, auk þess sem ég næ oft mikilvægum tíma til að svara tölvupóstum þar til tvíburasynir mínir fjögurra ára og fjölskyldan kemst á ról. Þá hefst mikið skipulag, að klæða herinn og skutla í leikskólann. Ávallt banani á leið til vinnu.Hver er bókin sem þú ert að lesa eða last síðast? Tumi fer til tannlæknis er síðasta bókin sem ég las. Hef lesið hana ansi oft á árinu. Annars er frekar lítill tími sem fer í yndislestur en fyrir mig sjálfan þá er það núna bókin 300 stærstu sem var að koma út.Hvað er það skemmtilegasta við starfið? Fjölbreytileikinn, kappið, tækifærin og áskoranirnar. Að virkja hin miklu tækifæri sem TVG-Zimsen hefur.Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu? Tryggja og passa upp á liðsheild TVG-Zimsen hvern dag – liðsheildin er svo grunnurinn sem virkjar tækifærin og býr til alla sigra og styrk TVG-Zimsen.Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu í dag? Rekstrarumhverfið okkar er mjög gott og mjög spennandi en engu að síður er gríðarlega mikilvægt að hafa sterka yfirsýn yfir sífellt meira krefjandi kostnaðarumhverfi og ákveðna kostnaðarliði sem eru vaxandi.Hvaða breytingar sérðu fyrir þér í rekstrarumhverfinu á komandi árum? Stóraukin netverslun sem við sjáum að er að vaxa mjög hratt á stuttum tíma hér á landi og mun ekki einungis hafa áhrif á okkar rekstrarumhverfi heldur allt samfélagið. Við hjá TVG-Zimsen höfum tekið mikilvægt frumkvæði til að búa til flutningslausnir sem eru sérsniðnar að þessari hröðu og mikilvægu þróun á okkar markaði. Það eru mjög spennandi tímar fram undan og stór tækifæri á flutningamiðlunarmarkaðinum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Sjá meira
Björn Einarsson, formaður knattspyrnufélagsins Víkings, var ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri TVG-Zimsen árið 2006 og innleiddi nýja stefnu sem fól í sér meiri áherslu á að byggja upp fyrirtækið að alþjóðlegri fyrirmynd. Umsvifin jukust jafnt og þétt á næstu árum.Hver eru þín helstu áhugamál? Fjölskyldan og fjölskyldulífið á hug minn allan og tíma. Þrír af fimm drengjunum eru fjögurra ára og yngri og þeir stýra tímanum oft eins og herforingjar. Þá er ég formaður Knattspyrnufélagsins Víkings en þar hef ég starfað í þágu félagsins sleitulaust í um 12 ár og fer mikið af mínum tíma í vinnu fyrir félagið. Víkingur stendur hjarta mínu mjög nærri og velferð félagsins skiptir mig öllu máli. Rekstur og fjármögnun íþróttafélaga á Íslandi í dag er sérstaklega krefjandi þar sem mikið reynir á en svo koma ljúfar sigurstundir og framfarir í alls kyns myndum fyrir félagið sem gefur auka orku. Þegar um hægist í fjölskyldulífinu og meiri tími verður til staðar langar mig að efla golfkunnáttuna mína og golfgrunninn, sem þó er til staðar, með konunni minni.Hvernig er morgunrútínan þín? Ég vakna um 6.00 með yngsta syni mínum. Við slökum síðan á feðgarnir yfir Bessa og félögum í Hvolpasveit, auk þess sem ég næ oft mikilvægum tíma til að svara tölvupóstum þar til tvíburasynir mínir fjögurra ára og fjölskyldan kemst á ról. Þá hefst mikið skipulag, að klæða herinn og skutla í leikskólann. Ávallt banani á leið til vinnu.Hver er bókin sem þú ert að lesa eða last síðast? Tumi fer til tannlæknis er síðasta bókin sem ég las. Hef lesið hana ansi oft á árinu. Annars er frekar lítill tími sem fer í yndislestur en fyrir mig sjálfan þá er það núna bókin 300 stærstu sem var að koma út.Hvað er það skemmtilegasta við starfið? Fjölbreytileikinn, kappið, tækifærin og áskoranirnar. Að virkja hin miklu tækifæri sem TVG-Zimsen hefur.Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu? Tryggja og passa upp á liðsheild TVG-Zimsen hvern dag – liðsheildin er svo grunnurinn sem virkjar tækifærin og býr til alla sigra og styrk TVG-Zimsen.Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu í dag? Rekstrarumhverfið okkar er mjög gott og mjög spennandi en engu að síður er gríðarlega mikilvægt að hafa sterka yfirsýn yfir sífellt meira krefjandi kostnaðarumhverfi og ákveðna kostnaðarliði sem eru vaxandi.Hvaða breytingar sérðu fyrir þér í rekstrarumhverfinu á komandi árum? Stóraukin netverslun sem við sjáum að er að vaxa mjög hratt á stuttum tíma hér á landi og mun ekki einungis hafa áhrif á okkar rekstrarumhverfi heldur allt samfélagið. Við hjá TVG-Zimsen höfum tekið mikilvægt frumkvæði til að búa til flutningslausnir sem eru sérsniðnar að þessari hröðu og mikilvægu þróun á okkar markaði. Það eru mjög spennandi tímar fram undan og stór tækifæri á flutningamiðlunarmarkaðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Sjá meira