Færsluhirðir WOW air heldur meiru eftir af fjárhæð fargjalda Kristinn Ingi Jónsson skrifar 19. desember 2018 07:15 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air. Færsluhirðir WOW air heldur nú eftir umtalsvert stærri hluta en áður af fargjöldum sem farþegar flugfélagsins greiða þangað til flugferð hefur verið farin. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið skrifaði skuldabréfaeigendum sínum síðasta föstudag. Aukin varfærni færsluhirðisins er í bréfinu nefnd sem dæmi um þá vaxandi íhaldssemi sem hefur gætt á meðal kröfuhafa WOW air undanfarna mánuði. Afleiðingin sé sú að þau kjör sem flugfélaginu bjóðist hafi farið versnandi. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í sumar að færsluhirðar skilgreindu áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með afar mismunandi hætti. Í tilfelli Icelandair skilaði fjárhæð fargjalda sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins en í tilfelli WOW air héldu færsluhirðarnir eftir 80 til 90 prósentum af fjárhæðinni þar til flugferð hefði verið farin. Í bréfi WOW air til skuldabréfaeigendanna, þar sem greint er frá fyrirhugaðri fjárfestingu Indigo Partners í félaginu fyrir allt að 75 milljónir dala, um 9,2 milljarða króna, er tekið fram að fjárfestingin sé háð því að eigendur skuldabréfanna samþykki ákveðnar breytingar á skilmálum bréfanna. Ein breytingin felst í því að heimila flugfélaginu að greiða hluthöfum sínum – sem verða þeir Skúli Mogensen, forstjóri og núverandi eigandi, og Indigo ef kaup síðarnefnda félagsins ganga eftir – sérstaka þóknun (e. management fee) upp á allt að 1,5 milljónir dala, jafnvirði um 184 milljóna króna, á ári. Til viðbótar munu skuldabréfaeigendurnir kjósa um lengingu á lánstímanum úr þremur árum í fimm ár og niðurfellingu kaupréttar þeirra að hlutafé í flugfélaginu, svo dæmi séu nefnd. Atkvæðagreiðslunni lýkur 17. janúar. Eins og fram kemur í bréfi WOW air áformar Indigo Partners að kaupa „einhver“ hlutabréf í flugfélaginu sem og gefa út breytanleg skuldabréf til þess að styðja við uppbyggingu félagsins til framtíðar. Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Færsluhirðir WOW air heldur nú eftir umtalsvert stærri hluta en áður af fargjöldum sem farþegar flugfélagsins greiða þangað til flugferð hefur verið farin. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið skrifaði skuldabréfaeigendum sínum síðasta föstudag. Aukin varfærni færsluhirðisins er í bréfinu nefnd sem dæmi um þá vaxandi íhaldssemi sem hefur gætt á meðal kröfuhafa WOW air undanfarna mánuði. Afleiðingin sé sú að þau kjör sem flugfélaginu bjóðist hafi farið versnandi. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í sumar að færsluhirðar skilgreindu áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með afar mismunandi hætti. Í tilfelli Icelandair skilaði fjárhæð fargjalda sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins en í tilfelli WOW air héldu færsluhirðarnir eftir 80 til 90 prósentum af fjárhæðinni þar til flugferð hefði verið farin. Í bréfi WOW air til skuldabréfaeigendanna, þar sem greint er frá fyrirhugaðri fjárfestingu Indigo Partners í félaginu fyrir allt að 75 milljónir dala, um 9,2 milljarða króna, er tekið fram að fjárfestingin sé háð því að eigendur skuldabréfanna samþykki ákveðnar breytingar á skilmálum bréfanna. Ein breytingin felst í því að heimila flugfélaginu að greiða hluthöfum sínum – sem verða þeir Skúli Mogensen, forstjóri og núverandi eigandi, og Indigo ef kaup síðarnefnda félagsins ganga eftir – sérstaka þóknun (e. management fee) upp á allt að 1,5 milljónir dala, jafnvirði um 184 milljóna króna, á ári. Til viðbótar munu skuldabréfaeigendurnir kjósa um lengingu á lánstímanum úr þremur árum í fimm ár og niðurfellingu kaupréttar þeirra að hlutafé í flugfélaginu, svo dæmi séu nefnd. Atkvæðagreiðslunni lýkur 17. janúar. Eins og fram kemur í bréfi WOW air áformar Indigo Partners að kaupa „einhver“ hlutabréf í flugfélaginu sem og gefa út breytanleg skuldabréf til þess að styðja við uppbyggingu félagsins til framtíðar.
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent