Alvarlega andlega veikum föngum haldið lengur í fangelsi vegna skorts á úrræðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. desember 2018 19:00 Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. Fangar sem glíma við alvarleg andleg veikindi og geðsjúkdóma hafa ítrekað komið í umræðuna á undanförnum árum meðal annars vegna skorts á þjónustu við hópinn. Páll segir að nú sé ástandið grafalvarlegt. Fangelsin hafI að undanförnu átt í vandræðum með að koma mönnum sem eru í bráðavanda inn á geðdeild Landspítalans. „Menn sem verða alvarlega veikir skyndilega í afplánun. Það er skortur á rýmum þar og okkar menn eru augljóslega ekki í forgangsröðuninni framarlega þar,“ segir Páll. Þetta sé erfitt ástand enda enginn starfandi geðlæknir í fangelsunum. „Stundum er þetta fólk sem þarf á slíkri þjónustu að halda allan sólarhringinn.“ Páll WinkelVísir/Anton BrinkÞá eru engin úrræði eru til staðar fyrir þennann hóp eftir að afplánun lýkur. „Og fyrir vikið þá höldum við þessum mönnum lengur inni en öðrum einstaklingum. Við treystum okkur ekki til að veita þeim reynslulausnir því þeir eru illa staddir og eru alvarlega veikir,“ segir Páll sem telur að þetta sé eitthvað sem sagan muni dæma okkur harkalega fyrir. Hér sem um brot á mannréttindum að ræða. „Ef við höldum mönnum inni vegna veikinda þá erum við að gera það,“ segir Páll. Það er einn fangi í þessari stöðu í dag. „Þetta eru einn til þrír fjórir einstaklingur á ári sem eru í þessu ástandi,“ segir Páll. Önnur ástæða þess að Fangelsismálastofnun treystir sér ekki til að hleypa þessum einstaklingum út í samfélagið er að þeir geta verið hættulegir. „Við berum líka samfélagslega ábyrgð hérna hjá stofnuninni.“ Páll segir að það sé búið að benda á þetta vandamál í mörg ár. Evrópunefnd gegn pyndingum beindi tilmælum til stjórnvalda í kjölfar heimsóknar sinnar til landsins árið 2013 og umboðsmaður Alþingis hefur lýst því viðhorfi að vistun geðveikra manna í fangelsum kunni að brjóta gegn ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu. Umboðsmaður er með málið til skoðunar og er sem stendur er í bréfaskriftum við dómsmálaráðuneytið og velferðráðuneytið. „Það þarf að bregast við þessu. Pyndinganefndin mun koma aftur,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. Fangar sem glíma við alvarleg andleg veikindi og geðsjúkdóma hafa ítrekað komið í umræðuna á undanförnum árum meðal annars vegna skorts á þjónustu við hópinn. Páll segir að nú sé ástandið grafalvarlegt. Fangelsin hafI að undanförnu átt í vandræðum með að koma mönnum sem eru í bráðavanda inn á geðdeild Landspítalans. „Menn sem verða alvarlega veikir skyndilega í afplánun. Það er skortur á rýmum þar og okkar menn eru augljóslega ekki í forgangsröðuninni framarlega þar,“ segir Páll. Þetta sé erfitt ástand enda enginn starfandi geðlæknir í fangelsunum. „Stundum er þetta fólk sem þarf á slíkri þjónustu að halda allan sólarhringinn.“ Páll WinkelVísir/Anton BrinkÞá eru engin úrræði eru til staðar fyrir þennann hóp eftir að afplánun lýkur. „Og fyrir vikið þá höldum við þessum mönnum lengur inni en öðrum einstaklingum. Við treystum okkur ekki til að veita þeim reynslulausnir því þeir eru illa staddir og eru alvarlega veikir,“ segir Páll sem telur að þetta sé eitthvað sem sagan muni dæma okkur harkalega fyrir. Hér sem um brot á mannréttindum að ræða. „Ef við höldum mönnum inni vegna veikinda þá erum við að gera það,“ segir Páll. Það er einn fangi í þessari stöðu í dag. „Þetta eru einn til þrír fjórir einstaklingur á ári sem eru í þessu ástandi,“ segir Páll. Önnur ástæða þess að Fangelsismálastofnun treystir sér ekki til að hleypa þessum einstaklingum út í samfélagið er að þeir geta verið hættulegir. „Við berum líka samfélagslega ábyrgð hérna hjá stofnuninni.“ Páll segir að það sé búið að benda á þetta vandamál í mörg ár. Evrópunefnd gegn pyndingum beindi tilmælum til stjórnvalda í kjölfar heimsóknar sinnar til landsins árið 2013 og umboðsmaður Alþingis hefur lýst því viðhorfi að vistun geðveikra manna í fangelsum kunni að brjóta gegn ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu. Umboðsmaður er með málið til skoðunar og er sem stendur er í bréfaskriftum við dómsmálaráðuneytið og velferðráðuneytið. „Það þarf að bregast við þessu. Pyndinganefndin mun koma aftur,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira