Trump lokar góðgerðasamtökum í skugga ásakana um lögbrot Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2018 16:39 Fyrirtæki Trump og hann sjálfur er sagður hafa hagnast mest á framlögum í góðgerðasjóðinn sem rekinn var í nafni hans. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fallist á að loka góðgerðasamtökum sínum og gefa féð sem eftir er í sjóðum þess. Dómsmálaráðherra New York greindi frá þessu í dag en saksóknarar þar hafa sakað forsetann um að hafa notað samtökin í eigin þágu og stjórnmálaframboðs síns. Yfirvöld í New York krefja samtökin enn um 2,8 milljónir dollara í bætur og hafa beðið dómara um að banna Trump og þremur elstu börnum hans að sitja í stjórn félagasamtaka í ríkinu tímabundið. Barbara Underwood, dómsmálaráðherra New York, sagði í dag að rannsókn hefði leitt í ljós „sláandi mynstur ólöglegra gjörninga“ sem tengjast Trump-sjóðnum. Sjóðurinn hefði til að mynda átt í ólöglegu samráði við forsetaframboð Trump og stundað endurtekin viðskipti þar sem Trump-fjölskyldan var beggja vegna borðsins, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Bandaríska blaðið hefur fjallað um meint misferli Trump-sjóðsins. Trump er sagður hafa notað fé sem var safnað í góðgerðaskyni til að greiða fyrir dómssáttir einkafyrirtækis hans, kaupa listaverk fyrir einn golfklúbba sinna og ólögleg framlög í kosningasjóði.Hagnaðist mest sjálfur á sjóðnum Trump hafnaði því að sjóðurinn hefði gert nokkuð ólöglegt árið 2016 og sagðist vilja loka honum. Saksóknarar í New York bönnuðu það á meðan málefni sjóðsins væru til rannsóknar. Lítið fé var í fjárhirslum Trump-sjóðsins en Trump lét sjálfur lítið sem ekkert fé af hendi rakna í hann heldur safnaði framlögum frá öðrum. Það kom þó ekki í veg fyrir að Trump gæfi fé úr sjóðnum í eigin nafni. Trump sjálfur og fyrirtæki hans virðast hafa hagnast á framlögum í sjóðinn. Á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016 lét Trump framboði sínu eftir stjórn á sjóðnum. Safnaði hann meira en tveimur milljónum dollara í góðgerðafélagið á fjáröflunarviðburði í Iowa sem þáverandi kosningastjóri hans sé síðan um að útdeila. Ólöglegt er fyrir góðgerðasamtök að taka þátt í stjórnmálaframboðum. Elstu börn Trump; Donald yngri, Eric og Ivanka, sátu öll í stjórn Trump-sjóðsins. Þau sátu hins vegar aldrei stjórnarfundi. Sá síðasti var enda haldinn árið 1999. Allen Weisselberg, forstjóri Trump-fyrirtækisins, var skráður gjaldkeri sjóðsins en hann sagði saksóknurum að hann hafi ekki vitað af því. Engin stefna hafi verið hjá sjóðnum um hvernig lögmæti greiðslna úr honum var metið. Rannsóknin á Trump-sjóðnum er aðeins ein af fjölmörgum sem beinist að forsetanum og fyrirtækjum hans. Nýlega var greint frá því að rannsókn stæði yfir á fjármálum undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Trump. Grunur leiki á að erlendir aðilar hafi reynt að kaupa sér aðgang að nýju ríkisstjórninni með framlögum til nefndarinnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fallist á að loka góðgerðasamtökum sínum og gefa féð sem eftir er í sjóðum þess. Dómsmálaráðherra New York greindi frá þessu í dag en saksóknarar þar hafa sakað forsetann um að hafa notað samtökin í eigin þágu og stjórnmálaframboðs síns. Yfirvöld í New York krefja samtökin enn um 2,8 milljónir dollara í bætur og hafa beðið dómara um að banna Trump og þremur elstu börnum hans að sitja í stjórn félagasamtaka í ríkinu tímabundið. Barbara Underwood, dómsmálaráðherra New York, sagði í dag að rannsókn hefði leitt í ljós „sláandi mynstur ólöglegra gjörninga“ sem tengjast Trump-sjóðnum. Sjóðurinn hefði til að mynda átt í ólöglegu samráði við forsetaframboð Trump og stundað endurtekin viðskipti þar sem Trump-fjölskyldan var beggja vegna borðsins, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Bandaríska blaðið hefur fjallað um meint misferli Trump-sjóðsins. Trump er sagður hafa notað fé sem var safnað í góðgerðaskyni til að greiða fyrir dómssáttir einkafyrirtækis hans, kaupa listaverk fyrir einn golfklúbba sinna og ólögleg framlög í kosningasjóði.Hagnaðist mest sjálfur á sjóðnum Trump hafnaði því að sjóðurinn hefði gert nokkuð ólöglegt árið 2016 og sagðist vilja loka honum. Saksóknarar í New York bönnuðu það á meðan málefni sjóðsins væru til rannsóknar. Lítið fé var í fjárhirslum Trump-sjóðsins en Trump lét sjálfur lítið sem ekkert fé af hendi rakna í hann heldur safnaði framlögum frá öðrum. Það kom þó ekki í veg fyrir að Trump gæfi fé úr sjóðnum í eigin nafni. Trump sjálfur og fyrirtæki hans virðast hafa hagnast á framlögum í sjóðinn. Á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016 lét Trump framboði sínu eftir stjórn á sjóðnum. Safnaði hann meira en tveimur milljónum dollara í góðgerðafélagið á fjáröflunarviðburði í Iowa sem þáverandi kosningastjóri hans sé síðan um að útdeila. Ólöglegt er fyrir góðgerðasamtök að taka þátt í stjórnmálaframboðum. Elstu börn Trump; Donald yngri, Eric og Ivanka, sátu öll í stjórn Trump-sjóðsins. Þau sátu hins vegar aldrei stjórnarfundi. Sá síðasti var enda haldinn árið 1999. Allen Weisselberg, forstjóri Trump-fyrirtækisins, var skráður gjaldkeri sjóðsins en hann sagði saksóknurum að hann hafi ekki vitað af því. Engin stefna hafi verið hjá sjóðnum um hvernig lögmæti greiðslna úr honum var metið. Rannsóknin á Trump-sjóðnum er aðeins ein af fjölmörgum sem beinist að forsetanum og fyrirtækjum hans. Nýlega var greint frá því að rannsókn stæði yfir á fjármálum undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Trump. Grunur leiki á að erlendir aðilar hafi reynt að kaupa sér aðgang að nýju ríkisstjórninni með framlögum til nefndarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30
Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30