Upplýsingagjöf til almennings um lífeyrismál verður stóraukin hjá Landssamtökum lífeyrissjóða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. desember 2018 19:00 Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóðanna fer á morgun yfir það hvernig hægt er að kynna ávöxtunartölur sjóðanna á einfaldan hátt. Ekki tekst þó að birta upplýsingarnar á þessu ári eins og vonast hafði verið til, að sögn framkvæmdastjóra samtakanna. Lífeyrisgreiðendur skorti þekkingu á kerfinu. Allt að sexfaldur munur getur verið á ávöxtun skyldulífeyrissjóða samkvæmt útreikningum þeirra Gylfa Magnússonar lektors og Hallgríms Óskarssonar sérfræðings í lífeyrismálum. Hallgrímur segir að ávöxtun sjóðanna hafi mestu áhrifin á útgreiðslur úr þeim. „Auðvitað eru margir aðrir þættir sem væri hægt að skoða, en stærsti einstaki þátturinn er ávöxtun lífeyrissjóðs,“ segir Hallgrímur. Ekki hefur verið hægt að nálgast samanburð á samtryggingarsjóðum á einfaldan hátt fyrr en nú þrátt fyrir að lífeyrissjóðakerfið hafi verið við lýði hér á landi frá árinu 1974. Í sumar fengust þær upplýsingar frá Landssamtökum lífeyrissjóða að slíkur samanburður yrði aðgengilegur á heimasíðu samtakanna á þessu ári. Framkvæmdastjórinn segir að það takist ekki á þessu ári en fljótlega. „Þetta er málefni sem verður kynnt á stjórnarfundi á morgun þ.e. hvernig framsetningu á gögnunum verður best háttað. Það er búið að ákveða að birta þessar upplýsingar þannig að það er bara tímaspursmál hvenær þetta verður aðgengilegt hjá okkur,“ segir Þórey. Hún segir að það vanti gríðarlega upp á þekkingu fólks á lífeyrissjóðskerfinu og Samtökin hafi ákveðið að hefja fræðsluátak um allt land á næsta ári. Aðspurð um hvort fólk muni krefjast í auknum mæli að skipta um skyldulífeyrissjóð ef hann sýni ekki góðan árangur segir Þórey það ekki ólíklegt, lífeyriskerfið sé í þróun. „Það hvernig þú velur lífeyrissjóð og þess háttar er eitthvað sem þarf að þróast,“ segir Þórey. Undir það tekur Hallgrímur Óskarsson. „Ég held að það sem eitthvað sem eigi að koma og eigi að ákveða sem fyrst. Það er hagur almennings að geta valið um sjóð og geta dreift til tveggja eða þriggja sjóða,“ segir Hallgrímur. Lífeyrissjóðir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóðanna fer á morgun yfir það hvernig hægt er að kynna ávöxtunartölur sjóðanna á einfaldan hátt. Ekki tekst þó að birta upplýsingarnar á þessu ári eins og vonast hafði verið til, að sögn framkvæmdastjóra samtakanna. Lífeyrisgreiðendur skorti þekkingu á kerfinu. Allt að sexfaldur munur getur verið á ávöxtun skyldulífeyrissjóða samkvæmt útreikningum þeirra Gylfa Magnússonar lektors og Hallgríms Óskarssonar sérfræðings í lífeyrismálum. Hallgrímur segir að ávöxtun sjóðanna hafi mestu áhrifin á útgreiðslur úr þeim. „Auðvitað eru margir aðrir þættir sem væri hægt að skoða, en stærsti einstaki þátturinn er ávöxtun lífeyrissjóðs,“ segir Hallgrímur. Ekki hefur verið hægt að nálgast samanburð á samtryggingarsjóðum á einfaldan hátt fyrr en nú þrátt fyrir að lífeyrissjóðakerfið hafi verið við lýði hér á landi frá árinu 1974. Í sumar fengust þær upplýsingar frá Landssamtökum lífeyrissjóða að slíkur samanburður yrði aðgengilegur á heimasíðu samtakanna á þessu ári. Framkvæmdastjórinn segir að það takist ekki á þessu ári en fljótlega. „Þetta er málefni sem verður kynnt á stjórnarfundi á morgun þ.e. hvernig framsetningu á gögnunum verður best háttað. Það er búið að ákveða að birta þessar upplýsingar þannig að það er bara tímaspursmál hvenær þetta verður aðgengilegt hjá okkur,“ segir Þórey. Hún segir að það vanti gríðarlega upp á þekkingu fólks á lífeyrissjóðskerfinu og Samtökin hafi ákveðið að hefja fræðsluátak um allt land á næsta ári. Aðspurð um hvort fólk muni krefjast í auknum mæli að skipta um skyldulífeyrissjóð ef hann sýni ekki góðan árangur segir Þórey það ekki ólíklegt, lífeyriskerfið sé í þróun. „Það hvernig þú velur lífeyrissjóð og þess háttar er eitthvað sem þarf að þróast,“ segir Þórey. Undir það tekur Hallgrímur Óskarsson. „Ég held að það sem eitthvað sem eigi að koma og eigi að ákveða sem fyrst. Það er hagur almennings að geta valið um sjóð og geta dreift til tveggja eða þriggja sjóða,“ segir Hallgrímur.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent