Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ákveðið hvaða leikir fara fram á hvaða dögum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en dregið var fyrr í dag. Sextán liða úrslitin hefjast 12. febrúar á Old Trafford.
Fyrstu leikir sextán liða úrslitanna fara fram 12. febrúar en þá tekur Manchester United á móti franska liðinu Paris Saint-Germain á Old Trafford og Roma fær Porto í heimsókn á Ítalíu.
Tottenham liðið spilar daginn eftir þegar Borussia Dortmund kemur í heimsókn en hin ensku liðin, Liverpool og Manchester City, spila fyrri leiki sína í vikunni á eftir.
Sextán liða úrslitin enda 13. mars og verða lokaleikirnir í Barcelona og í München þar sem Liverpool-liðið kemur í heimsókn.
Manchester City spilar síðari leikinn á heimavelli sínum en öll hin ensku liðin byrja á heimavelli en eiga síðan seinni leikinn á útivelli.
Leikirnir í sextán liða úrslitunum:
- Fyrri leikir -
12. febrúar
Manchester United - Paris Saint-Germain
Roma - Porto
13. febrúar
Tottenham - Borussia Dortmund
Ajax - Real Madrid
19. febrúar
Lyon - Barcelona
Liverpool - Bayern München
20. febrúar
Schalke 04 - Manchester City
Atlético Madrid - Juventus
- Seinni leikir -
5. mars
Borussia Dortmund - Tottenham
Real Madrid - Ajax
6. mars
Paris Saint-Germain - Manchester United
Porto - Roma
12. mars
Manchester City - Schalke 04
Juventus - Atlético Madrid
13. mars
Barcelona - Lyon
Bayern München - Liverpool
Leiðin í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2019:
Sextán liða úrslitin
Fyrri leikir: 12./13. og 19./20. febrúar
Seinni leikir: 5./16. og 12./13. mars
Dregið í 8 liða úrslit og undanúrslit 15. mars.
Átta liða úrslitin
Fyrri leikir: 9./10. apríl
Seinni leikir: 16./17. apríl
Undanúrslitin
Fyrri leikir: 30. apríl/1. maí
Seinni leikir: 7./8. maí
Úrslitaleikur
1. júní á Estadio Metropolitano í Madrid
