Ávöxtun lífeyrissjóða getur skilið á milli þess að lifa góðu lífi eða við fátæktarmörk við starfslok Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. desember 2018 12:00 Hallgrímur Óskarsson sérfræðingur í lífeyrissmálum segir gríðarlega mikilvægt að almenningur sé vel upplýstur um hver sé ávöxtun hjá lífeyrissjóðum. Gríðarlega mikill munur getur verið á greiðslum úr lífeyrissjóðum við starfslok eftir því hvernig ávöxtun þeirra hefur verið háttað að sögn sérfræðings í lífeyrismálum. Hann gagnrýnir að Landssamtök lífeyrissjóða hafi ekki ennþá birt samanburð á ávöxtun skyldulífeyrissjóða svo sjóðsfélagar geti borið þá saman á einfaldan hátt. Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur og sérfræðingur í lífeyrissmálum og Gylfi Magnússon lektor við Háskóla Íslands hafa tekið saman ávöxtun lífeyrissjóða á árunum 2000 til 2017 þar sem kemur fram að mikill munur er á meðalávöxtun samtryggingasjóð, í sumum tilfellum allt að sexfaldur. Hallgrímur segir ávöxtunina vera veigamesta þáttinn þegar kemur að útgreiðslu lífeyrissparnaðar. „Sá sem er með hærri ávöxtun getur leikandi haft tvöfalt hærri lífeyri lífeyri en sá sem hefur verið í lífeyrissjóði með lélega ávöxtun. Í raun getur þetta þýtt að annar hefur það ágætt eftir starfslok og hinn þarf að skera við nögl,“ segir Hallgrímur. Hann segir að almennt sé hver launþegi að greiða tugi þúsunda króna í lífeyrissjóði í hverjum mánuði. „Það ekki óalgengt að hvert heimili greiði hundrað þúsund eða meira inn í þetta kerfi. Það eru því gríðarlega frjáhæðir að fara inn í það. lífeyrissjóðirnir þurfa því að hafa miklu meira gagnsæi um hvað verður um þennan pening og sýna samanburðatölur ávöxtunar,“ segir hann. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða sagði í fréttum Stöðvar 2 í sumar að slíkur samanburður yrði tiltækur hjá samtökunum í lok árs. Það er hins vegar ekki ennþá hægt að nálgast hann á heimasíðu samtakanna. Hallgrímur segist af og hafa bent samtökunum á mikilvægi þess að sýna þennan samanburð. „Það er í raun ótrúlegt að lífeyrissjóðir hafi ekki sett þarfir sjóðsfélaga í forgang og birt þessar tölur, þeir verða að svara fyrir það. Þeir segja stundum að það megi ekki bera þá saman af því þeir hafi mismunandi fjárfestingarstefnu. Það er hins vegar misskilningur, við erum ekki að biðja um upplýsingar um hvar séu bestu sjóðstjórarnir heldur hvernig ávöxtunin sé þannig að fólk sé upplýst um hvernig lífeyrissparnaði sínum sé háttað,“ segir Hallgrímur að lokum. Lífeyrissjóðir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Gríðarlega mikill munur getur verið á greiðslum úr lífeyrissjóðum við starfslok eftir því hvernig ávöxtun þeirra hefur verið háttað að sögn sérfræðings í lífeyrismálum. Hann gagnrýnir að Landssamtök lífeyrissjóða hafi ekki ennþá birt samanburð á ávöxtun skyldulífeyrissjóða svo sjóðsfélagar geti borið þá saman á einfaldan hátt. Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur og sérfræðingur í lífeyrissmálum og Gylfi Magnússon lektor við Háskóla Íslands hafa tekið saman ávöxtun lífeyrissjóða á árunum 2000 til 2017 þar sem kemur fram að mikill munur er á meðalávöxtun samtryggingasjóð, í sumum tilfellum allt að sexfaldur. Hallgrímur segir ávöxtunina vera veigamesta þáttinn þegar kemur að útgreiðslu lífeyrissparnaðar. „Sá sem er með hærri ávöxtun getur leikandi haft tvöfalt hærri lífeyri lífeyri en sá sem hefur verið í lífeyrissjóði með lélega ávöxtun. Í raun getur þetta þýtt að annar hefur það ágætt eftir starfslok og hinn þarf að skera við nögl,“ segir Hallgrímur. Hann segir að almennt sé hver launþegi að greiða tugi þúsunda króna í lífeyrissjóði í hverjum mánuði. „Það ekki óalgengt að hvert heimili greiði hundrað þúsund eða meira inn í þetta kerfi. Það eru því gríðarlega frjáhæðir að fara inn í það. lífeyrissjóðirnir þurfa því að hafa miklu meira gagnsæi um hvað verður um þennan pening og sýna samanburðatölur ávöxtunar,“ segir hann. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða sagði í fréttum Stöðvar 2 í sumar að slíkur samanburður yrði tiltækur hjá samtökunum í lok árs. Það er hins vegar ekki ennþá hægt að nálgast hann á heimasíðu samtakanna. Hallgrímur segist af og hafa bent samtökunum á mikilvægi þess að sýna þennan samanburð. „Það er í raun ótrúlegt að lífeyrissjóðir hafi ekki sett þarfir sjóðsfélaga í forgang og birt þessar tölur, þeir verða að svara fyrir það. Þeir segja stundum að það megi ekki bera þá saman af því þeir hafi mismunandi fjárfestingarstefnu. Það er hins vegar misskilningur, við erum ekki að biðja um upplýsingar um hvar séu bestu sjóðstjórarnir heldur hvernig ávöxtunin sé þannig að fólk sé upplýst um hvernig lífeyrissparnaði sínum sé háttað,“ segir Hallgrímur að lokum.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira