Segir það alveg skýrt að sveitarfélög eigi að aðstoða við framfærslu fanga Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2018 21:30 Mikill munur er milli sveitarfélaga hvernig staðið er að aðstoð á framfærslu við fanga. Formaður Afstöðu, félags fanga, segir Reykjavíkurborg telja að ríkið beri ábyrgð á meðan umboðsmaður Alþingis segir lögin skýr. Í fréttum okkar á dögunum sögðum við frá togstreitu milli sveitarfélaga og ríkis. Úr öðrum vasa borgum við útsvar til sveitarfélaga til að sinna velferðarþjónustu og úr hinum vasanum tekjuskatt til ríkisins til að sinna heilbrigðisþjónustu. Í stað samvinnu í málaflokknum myndast togstreita sem býr til svokölluð grá svæði. Ýmsir hópar fá ekki rétta þjónustu vegna togstreitunnar. Einn af þessum hópum eru fangar og segir formaður Afstöðu, félags fanga, mismunandi milli sveitarfélaga hvað gert er fyrir fanga. „Sum sveitarfélög eru að aðstoða fanga með framfærslu og fjölskyldur þeirra sem og styrkjum, til dæmis fyrir gervitönnum, fatnaði eða skó eða styrkja þá til góðra verka. En svo eru önnur sveitarfélög, til dæmis eins og Reykjavíkurborg, sem styrkja fanga ekki neitt. Þetta náttúrulega veldur mikilli togstreitu innan fangahópsins,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Afstaða sendi erindi til Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2017 og bað um lögfræðiálit. Þar var bent á að umboðsmaður Alþingis hafi ályktað um málið og sagt neitun sveitarfélaga stangast á við lög. Í svari sveitarfélaganna er það rakið að lögin séu úrelt og leysa þurfi úr réttarstöðu afplánunarfanga varðandi framfærslustuðning með því að skýra reglur fangelsisyfirvalda og lagaákvæði um skyldur hlutaðeigandi framfærslukerfis. „Auðvitað snýst þetta allt um peninga. Sveitarfélag eins og Reykjavíkurborg er náttúrulega með langstærsta hluta fanga þannig að þetta er svolítill peningur en í mínum huga er þetta alveg skýrt að sveitarfélögin bera ábyrgð.“ Fangelsismál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira
Mikill munur er milli sveitarfélaga hvernig staðið er að aðstoð á framfærslu við fanga. Formaður Afstöðu, félags fanga, segir Reykjavíkurborg telja að ríkið beri ábyrgð á meðan umboðsmaður Alþingis segir lögin skýr. Í fréttum okkar á dögunum sögðum við frá togstreitu milli sveitarfélaga og ríkis. Úr öðrum vasa borgum við útsvar til sveitarfélaga til að sinna velferðarþjónustu og úr hinum vasanum tekjuskatt til ríkisins til að sinna heilbrigðisþjónustu. Í stað samvinnu í málaflokknum myndast togstreita sem býr til svokölluð grá svæði. Ýmsir hópar fá ekki rétta þjónustu vegna togstreitunnar. Einn af þessum hópum eru fangar og segir formaður Afstöðu, félags fanga, mismunandi milli sveitarfélaga hvað gert er fyrir fanga. „Sum sveitarfélög eru að aðstoða fanga með framfærslu og fjölskyldur þeirra sem og styrkjum, til dæmis fyrir gervitönnum, fatnaði eða skó eða styrkja þá til góðra verka. En svo eru önnur sveitarfélög, til dæmis eins og Reykjavíkurborg, sem styrkja fanga ekki neitt. Þetta náttúrulega veldur mikilli togstreitu innan fangahópsins,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Afstaða sendi erindi til Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2017 og bað um lögfræðiálit. Þar var bent á að umboðsmaður Alþingis hafi ályktað um málið og sagt neitun sveitarfélaga stangast á við lög. Í svari sveitarfélaganna er það rakið að lögin séu úrelt og leysa þurfi úr réttarstöðu afplánunarfanga varðandi framfærslustuðning með því að skýra reglur fangelsisyfirvalda og lagaákvæði um skyldur hlutaðeigandi framfærslukerfis. „Auðvitað snýst þetta allt um peninga. Sveitarfélag eins og Reykjavíkurborg er náttúrulega með langstærsta hluta fanga þannig að þetta er svolítill peningur en í mínum huga er þetta alveg skýrt að sveitarfélögin bera ábyrgð.“
Fangelsismál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira