Sjá einnig: Tilfinningin var ólýsanleg
Skagamaðurinn ungi lagði upp fyrra mark rússneska liðsins og skoraði þriðja markið í 3-0 sigri með hnitmiðuðu skoti úr teignum en hann fékk ellefu stig fyrir frammistöðu sína og er á miðjunni í Fantasy-liði sjöttu og síðustu leikvikunnar.
Hann er þar á ásamt stórstjörnum á borð við Leroy Sané, leikmanns Manchester City, og pólska markahróknum Robert Lewandowski hjá Bayern München sem fær stigi minna en íslenski landsliðsmaðurinn.
Introducing the #UCLfantasy Team of the Week
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) December 13, 2018
*Based on top point scorers pic.twitter.com/MBoR143Arm
Arnór varð aðeins annar íslenski leikmaðurinn í sögunni sem skorar og leggur upp mark í Meistaradeildinni í þessum magnaða sigri á Bernabéu en hann var fjögurra ára gamall þegar að Eiður Smári Guðjohnsen gerði það fyrir Chelsea í Rómarborg árið 2003.
Þrátt fyrir að leggja Real Madrid að velli tvívegis í riðlakeppni Meistaradeildarinnar er CSKA Moskva úr leik í Evrópu í ár. Viktor Plzen náði Evrópudeildarsætinu í riðlinum á meðan Arnór, Hörður Björgvin og félagar sátu eftir með sárt ennið.