Tilfinningin var ólýsanleg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2018 06:00 Arnór Sigurðsson fagnar eftir að hafa komið CSKA Moskvu í 0-3 gegn Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna, Santiago Bernabéu. Nordicphotos/Getty „Það er skrítið að segja að maður sé pínu svekktur eftir 0-3 sigur og mark á Santiago Bernabéu. Við ætluðum okkur í Evrópudeildina en svona er þetta stundum. Við erum mjög ánægðir með okkar leik,“ sagði Arnór Sigurðsson í samtali við Fréttablaðið eftir frækinn sigur CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli þrettánfaldra Evrópumeistaranna í gærkvöldi. Leikurinn á Santiago Bernabéu rennur Arnóri eflaust seint úr minni. Ekki nóg með að CSKA hafi unnið heldur skoraði Skagamaðurinn eitt mark í leiknum og lagði upp annað fyrir Fedor Chalov. Þetta var stærsta tap Real Madrid á heimavelli í Evrópuleik frá upphafi og fyrsta tap liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í níu ár. En þrátt fyrir að hafa unnið báða leikina gegn Real Madrid endaði CSKA í fjórða og neðsta sæti G-riðils og missti þar með af sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Pólska liðið Viktoria Plzen tryggði sér þátttökurétt í Evrópudeildinni með sigri á Roma í gær. „Við ætluðum að sækja stigin gegn Viktoria Plzen og reyna að halda í við hin liðin. Hið þveröfuga gerðist. Við unnum báða leikina gegn Real Madrid en töpuðum á móti Plzen sem varð okkur að falli,“ sagði Arnór sem er orðinn næstmarkahæsti Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að hafa aðeins spilað sex leiki í keppninni. „Við spiluðum nánast hinn fullkomna leik. Við vissum að þeir myndu vera meira með boltann og við þyrftum að nýta færin okkar. Nánast allt sem við lögðum upp með gekk upp í leiknum. Þeir komu mjög framarlega á völlinn og við vissum að við þyrftum að vera fljótir að sækja í svæðin sem opnuðust,“ sagði Arnór sem fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma. Landi hans, Hörður Björgvin Magnússon, lék allan tímann í vörn CSKA. Arnór segir að tilfinningin að skora gegn Evrópumeisturum síðustu þriggja ára, og á þeirra eigin sögufræga heimavelli, hafi verið einstök. „Hún var ólýsanleg. Mann hefur dreymt um þetta síðan maður var krakki, að spila á þessum velli og það skemmdi ekki að skora í 0-3 sigri,“ sagði Arnór. Ekki skemmdi fyrir að fjölmargir úr fjölskyldu hans, alls 16 manns, voru í stúkunni á Santiago Bernabéu í gær. Þar á meðal voru foreldrar hans, systkini, kærasta og afi og amma. „Þau voru 16 hérna úr fjölskyldunni svo það var ekki boði að spila neinn skítaleik og tapa. En það var ennþá skemmtilegra að þau voru hérna,“ sagði Arnór. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjá meira
„Það er skrítið að segja að maður sé pínu svekktur eftir 0-3 sigur og mark á Santiago Bernabéu. Við ætluðum okkur í Evrópudeildina en svona er þetta stundum. Við erum mjög ánægðir með okkar leik,“ sagði Arnór Sigurðsson í samtali við Fréttablaðið eftir frækinn sigur CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli þrettánfaldra Evrópumeistaranna í gærkvöldi. Leikurinn á Santiago Bernabéu rennur Arnóri eflaust seint úr minni. Ekki nóg með að CSKA hafi unnið heldur skoraði Skagamaðurinn eitt mark í leiknum og lagði upp annað fyrir Fedor Chalov. Þetta var stærsta tap Real Madrid á heimavelli í Evrópuleik frá upphafi og fyrsta tap liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í níu ár. En þrátt fyrir að hafa unnið báða leikina gegn Real Madrid endaði CSKA í fjórða og neðsta sæti G-riðils og missti þar með af sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Pólska liðið Viktoria Plzen tryggði sér þátttökurétt í Evrópudeildinni með sigri á Roma í gær. „Við ætluðum að sækja stigin gegn Viktoria Plzen og reyna að halda í við hin liðin. Hið þveröfuga gerðist. Við unnum báða leikina gegn Real Madrid en töpuðum á móti Plzen sem varð okkur að falli,“ sagði Arnór sem er orðinn næstmarkahæsti Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að hafa aðeins spilað sex leiki í keppninni. „Við spiluðum nánast hinn fullkomna leik. Við vissum að þeir myndu vera meira með boltann og við þyrftum að nýta færin okkar. Nánast allt sem við lögðum upp með gekk upp í leiknum. Þeir komu mjög framarlega á völlinn og við vissum að við þyrftum að vera fljótir að sækja í svæðin sem opnuðust,“ sagði Arnór sem fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma. Landi hans, Hörður Björgvin Magnússon, lék allan tímann í vörn CSKA. Arnór segir að tilfinningin að skora gegn Evrópumeisturum síðustu þriggja ára, og á þeirra eigin sögufræga heimavelli, hafi verið einstök. „Hún var ólýsanleg. Mann hefur dreymt um þetta síðan maður var krakki, að spila á þessum velli og það skemmdi ekki að skora í 0-3 sigri,“ sagði Arnór. Ekki skemmdi fyrir að fjölmargir úr fjölskyldu hans, alls 16 manns, voru í stúkunni á Santiago Bernabéu í gær. Þar á meðal voru foreldrar hans, systkini, kærasta og afi og amma. „Þau voru 16 hérna úr fjölskyldunni svo það var ekki boði að spila neinn skítaleik og tapa. En það var ennþá skemmtilegra að þau voru hérna,“ sagði Arnór.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjá meira
Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti