Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2018 12:03 Bára Halldórsdóttir. Til hægri sést mynd af boðun héraðsdómara sem stíluð er á Báru Guðmundsdóttur. Vísir/Arnar Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari í Klaustursmálinu svokallaða, var rangfeðruð í boðun héraðsdómara til þinghalds vegna mögulegs einkamáls fjögurra þingmanna Miðflokksins á hendur henni. Héraðsdómari sem skrifaði undir boðunina segir mistökin eiga uppruna sinn í beiðni lögmanns þingmannanna. Þá áréttar hann að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram.Sjá einnig: Bára gæti fengið háa sekt Sex þingmenn sátu að sumbli á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn en Bára tók samtalið upp og sendi síðan þremur fjölmiðlum upptökurnar. Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Bergþórs Ólasonar, sem tóku þátt í samtalinu á Klaustri óskaði í gær eftir því að Bára yrði boðuð til þinghalds vegna upptökunnar, þar sem dómsmál kunni að vera höfðað á hendur henni.„Skipti greinilega ekki meira máli en svo“ Á mynd sem Bára birti af boðun héraðsdómara sést að bréfið er stílað á Báru Guðmundsdóttur. Bára er Halldórsdóttir, líkt og komið hefur ítrekað fram í umfjöllun fjölmiðla um Klaustursmálið, og er þar með rangfeðruð. Aðrar upplýsingar um Báru í beiðninni eru þó réttar. „Kennitalan er rétt og heimilisfangið er rétt. En ég skipti greinilega ekki meira máli en svo að það er ekki hægt að setja nafnið mitt rétt á blað,“ segir Bára. Innt eftir því hvort hún hyggist taka þinghaldsboðunina gilda þrátt fyrir misritunina segist Bára ætla að leita ráða hjá lögfróðum. „Ég er að fara að tala við konu á eftir sem er lögfræðingur. Ef ég á að mæta þá mæti ég, ef ég á ekki að mæta þá mæti ég ekki. Ég veit bara veit það ekki því ég er bara venjuleg manneskja úti í bæ.“ Vakin var athygli á mistökunum á samfélagsmiðlum eftir að Bára birti myndina af skjalinu og hafa sumir lýst yfir vanþóknun í garð dómstóla vegna þessa.Verður boðuð aftur ef þarf Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari skrifar undir boðunina. Hann segir í samtali við Vísi að misritun á nafni Báru sé upprunnin í beiðni Reimars Péturssonar, lögmanns Miðflokksþingmannanna fjögurra. Mistökin hafi svo ratað beint í boðunina. Inntur eftir því hvort boðunin teljist gild bendir Lárentsínus á að kennitalan sé rétt og að enginn sé líklega í vafa um hvaða Báru sé verið að boða til þinghalds.Lárentsínus Kristjánsson.vísir/gva„En ef hún ber því fyrir að boðunin sé röng þá verður hún bara boðuð aftur.“Enginn að boða Báru í skýrslutöku Eins og áður segir var greint frá beiðni þingmannanna í gær. Í umfjöllun um málið sögðu fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, RÚV og Fréttablaðið, að Bára hefði þar með verið boðuð í skýrslutöku vegna málsins. Í framhaldinu ræddi t.d. RÚV við framkvæmdastjóra Lagastofnunar HÍ, sem sagði að svo virðist vera sem verið sé að kveða Báru fyrir dóminn sem vitni. Bára geti hins vegar ekki verið vitni í eigin máli. Lárentsínus áréttar í samtali við Vísi að hér gæti misskilnings. Enginn hafi boðað Báru í skýrslutöku og fráleitt sé að halda því fram. „Ef þessi kvaðning er lesin þá segir í fyrsta lagi dómari að svo virðist sem að í framhaldinu verði höfðað mál á hendur henni, ergo, hún er þá aðili málsins. Síðan er vísað til 4. málsgreinar 78. greinar laganna og þar segir að dómari boði aðila. Þannig að það er alveg fráleitt að lesa út úr þessu að það sé verið að boða hana til skýrslutöku. Sem aðili, hugsanlega, getur hún óskað eftir því að gefa skýrslu, en það er allt öðruvísi skýrsla en vitnaskýrsla.“ Þinghaldið fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur mánudaginn 17. desember næstkomandi. Beiðni lögmanns Miðflokksþingmannanna um vitnaleiðslur og öflun sönnunargagna var send Héraðsómi Reykjavíkur þann 6. desember síðastliðinn, þegar ekki lá fyrir hver hefði tekið samtal þingmannanna upp. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Býðst til að hrinda af stað söfnun fyrir Báru „uppljóstrara“ Jón Gnarr bauðst í kvöld til þess að hrinda af stað söfnun fyrir Báru Halldórsdóttur. 11. desember 2018 23:21 Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. 11. desember 2018 18:03 Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21 Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari í Klaustursmálinu svokallaða, var rangfeðruð í boðun héraðsdómara til þinghalds vegna mögulegs einkamáls fjögurra þingmanna Miðflokksins á hendur henni. Héraðsdómari sem skrifaði undir boðunina segir mistökin eiga uppruna sinn í beiðni lögmanns þingmannanna. Þá áréttar hann að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram.Sjá einnig: Bára gæti fengið háa sekt Sex þingmenn sátu að sumbli á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn en Bára tók samtalið upp og sendi síðan þremur fjölmiðlum upptökurnar. Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Bergþórs Ólasonar, sem tóku þátt í samtalinu á Klaustri óskaði í gær eftir því að Bára yrði boðuð til þinghalds vegna upptökunnar, þar sem dómsmál kunni að vera höfðað á hendur henni.„Skipti greinilega ekki meira máli en svo“ Á mynd sem Bára birti af boðun héraðsdómara sést að bréfið er stílað á Báru Guðmundsdóttur. Bára er Halldórsdóttir, líkt og komið hefur ítrekað fram í umfjöllun fjölmiðla um Klaustursmálið, og er þar með rangfeðruð. Aðrar upplýsingar um Báru í beiðninni eru þó réttar. „Kennitalan er rétt og heimilisfangið er rétt. En ég skipti greinilega ekki meira máli en svo að það er ekki hægt að setja nafnið mitt rétt á blað,“ segir Bára. Innt eftir því hvort hún hyggist taka þinghaldsboðunina gilda þrátt fyrir misritunina segist Bára ætla að leita ráða hjá lögfróðum. „Ég er að fara að tala við konu á eftir sem er lögfræðingur. Ef ég á að mæta þá mæti ég, ef ég á ekki að mæta þá mæti ég ekki. Ég veit bara veit það ekki því ég er bara venjuleg manneskja úti í bæ.“ Vakin var athygli á mistökunum á samfélagsmiðlum eftir að Bára birti myndina af skjalinu og hafa sumir lýst yfir vanþóknun í garð dómstóla vegna þessa.Verður boðuð aftur ef þarf Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari skrifar undir boðunina. Hann segir í samtali við Vísi að misritun á nafni Báru sé upprunnin í beiðni Reimars Péturssonar, lögmanns Miðflokksþingmannanna fjögurra. Mistökin hafi svo ratað beint í boðunina. Inntur eftir því hvort boðunin teljist gild bendir Lárentsínus á að kennitalan sé rétt og að enginn sé líklega í vafa um hvaða Báru sé verið að boða til þinghalds.Lárentsínus Kristjánsson.vísir/gva„En ef hún ber því fyrir að boðunin sé röng þá verður hún bara boðuð aftur.“Enginn að boða Báru í skýrslutöku Eins og áður segir var greint frá beiðni þingmannanna í gær. Í umfjöllun um málið sögðu fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, RÚV og Fréttablaðið, að Bára hefði þar með verið boðuð í skýrslutöku vegna málsins. Í framhaldinu ræddi t.d. RÚV við framkvæmdastjóra Lagastofnunar HÍ, sem sagði að svo virðist vera sem verið sé að kveða Báru fyrir dóminn sem vitni. Bára geti hins vegar ekki verið vitni í eigin máli. Lárentsínus áréttar í samtali við Vísi að hér gæti misskilnings. Enginn hafi boðað Báru í skýrslutöku og fráleitt sé að halda því fram. „Ef þessi kvaðning er lesin þá segir í fyrsta lagi dómari að svo virðist sem að í framhaldinu verði höfðað mál á hendur henni, ergo, hún er þá aðili málsins. Síðan er vísað til 4. málsgreinar 78. greinar laganna og þar segir að dómari boði aðila. Þannig að það er alveg fráleitt að lesa út úr þessu að það sé verið að boða hana til skýrslutöku. Sem aðili, hugsanlega, getur hún óskað eftir því að gefa skýrslu, en það er allt öðruvísi skýrsla en vitnaskýrsla.“ Þinghaldið fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur mánudaginn 17. desember næstkomandi. Beiðni lögmanns Miðflokksþingmannanna um vitnaleiðslur og öflun sönnunargagna var send Héraðsómi Reykjavíkur þann 6. desember síðastliðinn, þegar ekki lá fyrir hver hefði tekið samtal þingmannanna upp.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Býðst til að hrinda af stað söfnun fyrir Báru „uppljóstrara“ Jón Gnarr bauðst í kvöld til þess að hrinda af stað söfnun fyrir Báru Halldórsdóttur. 11. desember 2018 23:21 Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. 11. desember 2018 18:03 Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21 Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Býðst til að hrinda af stað söfnun fyrir Báru „uppljóstrara“ Jón Gnarr bauðst í kvöld til þess að hrinda af stað söfnun fyrir Báru Halldórsdóttur. 11. desember 2018 23:21
Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. 11. desember 2018 18:03
Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21
Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34