Henderson: Alisson, ég elska þig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2018 09:30 Alisson Becker með Fabinho eftir leik. Vísir/Getty Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, faðmaði markvörðinn sinn Alisson Becker innilega eftir sigurinn á Napoli í gær en hann var ekki hættur. Alisson Becker bjargaði Liverpool liðinu með stórkostlegri markvörslu í blálokin en hefði Napoli skorað þá hefði Liverpool þurft að skora tvö mörk á lokakafla leiksins. Liverpool klúðraði fjölda dauðafæra í leiknum, aðallega Sadio Mane, en hetjan var á endanum brasilíski markvörðurinn sem hélt einbeitingu sinni út leikinn og hélt hreinu í tólfta sinn í búningi Liverpool. Jordan Henderson tjáði tilfinningar sína til Alisson Becker á Instagram. View this post on InstagramAnother special night at Anfield! Atmosphere was amazing and performance was there to match it. Onto the round of 16! @alissonbecker I love you A post shared by Jordan Henderson (@jhenderson) on Dec 11, 2018 at 3:01pm PST „Annað sérstakt kvöld á Anfield. Andrúmsloftið var stórkostlegt og frammistaðan var í takt við það. Áfram í sextán liða úrslitin. Alisson Becker, ég elska þig,“ skrifaði Jordan Henderson á Instagram síðu sína. Alisson fékk líka eitt lítið sætt hjarta í kaupbæti frá fyrirliða sínum. Það er öruggt að fleiri en Jordan Henderson eru í skýjunum með Alisson Becker og það sem hann hefur bætt við þetta Liverpool-lið. Alisson Becker er aðeins búinn að fá á sig 13 mörk í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Liverpool borgaði 67 milljónir punda fyrir brasilíska markvörðinn í sumar en það sér örugglega enginn stuðningsmaður félagsins eftir þeim peningum í dag. Fyrir vikið er Liverpool-liðið á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.Markvarsla Alisson Becker á úrslitastundu.Vísir/GettyAlisson Becker og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp.Vísir/Getty Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Sjá meira
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, faðmaði markvörðinn sinn Alisson Becker innilega eftir sigurinn á Napoli í gær en hann var ekki hættur. Alisson Becker bjargaði Liverpool liðinu með stórkostlegri markvörslu í blálokin en hefði Napoli skorað þá hefði Liverpool þurft að skora tvö mörk á lokakafla leiksins. Liverpool klúðraði fjölda dauðafæra í leiknum, aðallega Sadio Mane, en hetjan var á endanum brasilíski markvörðurinn sem hélt einbeitingu sinni út leikinn og hélt hreinu í tólfta sinn í búningi Liverpool. Jordan Henderson tjáði tilfinningar sína til Alisson Becker á Instagram. View this post on InstagramAnother special night at Anfield! Atmosphere was amazing and performance was there to match it. Onto the round of 16! @alissonbecker I love you A post shared by Jordan Henderson (@jhenderson) on Dec 11, 2018 at 3:01pm PST „Annað sérstakt kvöld á Anfield. Andrúmsloftið var stórkostlegt og frammistaðan var í takt við það. Áfram í sextán liða úrslitin. Alisson Becker, ég elska þig,“ skrifaði Jordan Henderson á Instagram síðu sína. Alisson fékk líka eitt lítið sætt hjarta í kaupbæti frá fyrirliða sínum. Það er öruggt að fleiri en Jordan Henderson eru í skýjunum með Alisson Becker og það sem hann hefur bætt við þetta Liverpool-lið. Alisson Becker er aðeins búinn að fá á sig 13 mörk í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Liverpool borgaði 67 milljónir punda fyrir brasilíska markvörðinn í sumar en það sér örugglega enginn stuðningsmaður félagsins eftir þeim peningum í dag. Fyrir vikið er Liverpool-liðið á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.Markvarsla Alisson Becker á úrslitastundu.Vísir/GettyAlisson Becker og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp.Vísir/Getty
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Sjá meira