Henderson: Alisson, ég elska þig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2018 09:30 Alisson Becker með Fabinho eftir leik. Vísir/Getty Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, faðmaði markvörðinn sinn Alisson Becker innilega eftir sigurinn á Napoli í gær en hann var ekki hættur. Alisson Becker bjargaði Liverpool liðinu með stórkostlegri markvörslu í blálokin en hefði Napoli skorað þá hefði Liverpool þurft að skora tvö mörk á lokakafla leiksins. Liverpool klúðraði fjölda dauðafæra í leiknum, aðallega Sadio Mane, en hetjan var á endanum brasilíski markvörðurinn sem hélt einbeitingu sinni út leikinn og hélt hreinu í tólfta sinn í búningi Liverpool. Jordan Henderson tjáði tilfinningar sína til Alisson Becker á Instagram. View this post on InstagramAnother special night at Anfield! Atmosphere was amazing and performance was there to match it. Onto the round of 16! @alissonbecker I love you A post shared by Jordan Henderson (@jhenderson) on Dec 11, 2018 at 3:01pm PST „Annað sérstakt kvöld á Anfield. Andrúmsloftið var stórkostlegt og frammistaðan var í takt við það. Áfram í sextán liða úrslitin. Alisson Becker, ég elska þig,“ skrifaði Jordan Henderson á Instagram síðu sína. Alisson fékk líka eitt lítið sætt hjarta í kaupbæti frá fyrirliða sínum. Það er öruggt að fleiri en Jordan Henderson eru í skýjunum með Alisson Becker og það sem hann hefur bætt við þetta Liverpool-lið. Alisson Becker er aðeins búinn að fá á sig 13 mörk í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Liverpool borgaði 67 milljónir punda fyrir brasilíska markvörðinn í sumar en það sér örugglega enginn stuðningsmaður félagsins eftir þeim peningum í dag. Fyrir vikið er Liverpool-liðið á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.Markvarsla Alisson Becker á úrslitastundu.Vísir/GettyAlisson Becker og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp.Vísir/Getty Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, faðmaði markvörðinn sinn Alisson Becker innilega eftir sigurinn á Napoli í gær en hann var ekki hættur. Alisson Becker bjargaði Liverpool liðinu með stórkostlegri markvörslu í blálokin en hefði Napoli skorað þá hefði Liverpool þurft að skora tvö mörk á lokakafla leiksins. Liverpool klúðraði fjölda dauðafæra í leiknum, aðallega Sadio Mane, en hetjan var á endanum brasilíski markvörðurinn sem hélt einbeitingu sinni út leikinn og hélt hreinu í tólfta sinn í búningi Liverpool. Jordan Henderson tjáði tilfinningar sína til Alisson Becker á Instagram. View this post on InstagramAnother special night at Anfield! Atmosphere was amazing and performance was there to match it. Onto the round of 16! @alissonbecker I love you A post shared by Jordan Henderson (@jhenderson) on Dec 11, 2018 at 3:01pm PST „Annað sérstakt kvöld á Anfield. Andrúmsloftið var stórkostlegt og frammistaðan var í takt við það. Áfram í sextán liða úrslitin. Alisson Becker, ég elska þig,“ skrifaði Jordan Henderson á Instagram síðu sína. Alisson fékk líka eitt lítið sætt hjarta í kaupbæti frá fyrirliða sínum. Það er öruggt að fleiri en Jordan Henderson eru í skýjunum með Alisson Becker og það sem hann hefur bætt við þetta Liverpool-lið. Alisson Becker er aðeins búinn að fá á sig 13 mörk í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Liverpool borgaði 67 milljónir punda fyrir brasilíska markvörðinn í sumar en það sér örugglega enginn stuðningsmaður félagsins eftir þeim peningum í dag. Fyrir vikið er Liverpool-liðið á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.Markvarsla Alisson Becker á úrslitastundu.Vísir/GettyAlisson Becker og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp.Vísir/Getty
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira