Klopp upp á vegg í Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2018 16:30 Jürgen Klopp og Mohamed Salah. Vísir/Getty Jürgen Klopp þarf að stilla sína leikmenn rétt af í kvöld ætli Liverpool að vera í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liverpool fær ítalska félagið Napoli í heimsókn á Anfield og þarf að vinna með tveggja marka mun til að komast upp fyrir Ítalana og fara áfram. Það er búist við klassísku Evrópukvöldi á Anfield en í aðdraganda leiksins var Jürgen Klopp sjálfur málaður upp á vegg í Liverpool borg. Jürgen Klopp hefur sett saman frábært lið í Liverpool, lið sem komst upp á topp ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi og hefur aldrei byrjað tímabil betur í ensku úrvalsdeildinni. Hér fyrir neðan má sjá hvernig listamaðurinn málaði þessa mögnuðu mynd af Jürgen Klopp sem tekur næstu því allan húsgaflinn í Baltic hverfinu í Liverpol.2?Days 1? Incredible piece of street art Jürgen Klopp in the heart of the city's thriving Baltic district.#ThisMeansMorepic.twitter.com/3HWfDWV32L — Liverpool FC (@LFC) December 10, 2018Baltic hverfið í Liverpool er hér eftir örugglega á listanum yfir staði sem stuðningsfólk Liverpool heimsækir á ferð sinni um borgina. Jürgen Klopp settist í stjórastólinn hjá Liverpool liðinu í október 2015 og er því búinn að vera knattspyrnustjóri félagsins í rúm þrjú ár. Liverpool endaði í áttunda sæti í ensku úrvalsdeildinni á hans fyrsta tímabili en hefur verið í fjórða sætinu á undanförnum tveimur tímabilum. Nú er Liverpool hinsvegar taplaust á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er með þrettán sigra og þrjú jafntefli í sextán leikjum og hefur einu stigi meira en ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City. Liverpool er líka eina taplausa liðið í deildinni.Five signed exclusive Jürgen Klopp mural canvas! Enter now for your chance to win...#ThisMeansMorehttps://t.co/IM5dQ81jbF — Liverpool FC (@LFC) December 10, 2018Leikur Liverpool og Napolui hefst klukkan 20.00 í kvöld en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeildarmessan með Gumma Ben hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport og Meistaradeildarmörkin verða síðan eftir alla leiki kvöldsins. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira
Jürgen Klopp þarf að stilla sína leikmenn rétt af í kvöld ætli Liverpool að vera í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liverpool fær ítalska félagið Napoli í heimsókn á Anfield og þarf að vinna með tveggja marka mun til að komast upp fyrir Ítalana og fara áfram. Það er búist við klassísku Evrópukvöldi á Anfield en í aðdraganda leiksins var Jürgen Klopp sjálfur málaður upp á vegg í Liverpool borg. Jürgen Klopp hefur sett saman frábært lið í Liverpool, lið sem komst upp á topp ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi og hefur aldrei byrjað tímabil betur í ensku úrvalsdeildinni. Hér fyrir neðan má sjá hvernig listamaðurinn málaði þessa mögnuðu mynd af Jürgen Klopp sem tekur næstu því allan húsgaflinn í Baltic hverfinu í Liverpol.2?Days 1? Incredible piece of street art Jürgen Klopp in the heart of the city's thriving Baltic district.#ThisMeansMorepic.twitter.com/3HWfDWV32L — Liverpool FC (@LFC) December 10, 2018Baltic hverfið í Liverpool er hér eftir örugglega á listanum yfir staði sem stuðningsfólk Liverpool heimsækir á ferð sinni um borgina. Jürgen Klopp settist í stjórastólinn hjá Liverpool liðinu í október 2015 og er því búinn að vera knattspyrnustjóri félagsins í rúm þrjú ár. Liverpool endaði í áttunda sæti í ensku úrvalsdeildinni á hans fyrsta tímabili en hefur verið í fjórða sætinu á undanförnum tveimur tímabilum. Nú er Liverpool hinsvegar taplaust á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er með þrettán sigra og þrjú jafntefli í sextán leikjum og hefur einu stigi meira en ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City. Liverpool er líka eina taplausa liðið í deildinni.Five signed exclusive Jürgen Klopp mural canvas! Enter now for your chance to win...#ThisMeansMorehttps://t.co/IM5dQ81jbF — Liverpool FC (@LFC) December 10, 2018Leikur Liverpool og Napolui hefst klukkan 20.00 í kvöld en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeildarmessan með Gumma Ben hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport og Meistaradeildarmörkin verða síðan eftir alla leiki kvöldsins.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira