Barcelona dagar Dembele: Dæmisaga um gildrur ungra knattspyrnumanna í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2018 12:00 Ousmane Dembele og Lionel Messi. Vísir/Getty Ousmane Dembele er frábær fótboltamaður með framtíðina fyrir sér í boltanum. Hér er á ferðinni hæfileikaríkur leikmaður sem getur orðið einn sá besti heimi. Fréttirnir af stráknum í dag snúast hinsvegar flestar um agavandamál, óánægju og skróp á æfingar. Barcelona keypti Ousmane Dembele frá Borussia Dortmund í ágúst 2017 fyrir upphæð sem verður á endanum um 135,5 milljónir punda. Hann átti að fylla í skarðið sem Neymar skildi eftir sig þegar hann fór til Paris Saint-Germain. Ousmane Dembele skoraði eitt marka Barcelona í 4-0 sigri á nágrönnunum í Espanyol um síðustu helgi en fyrstu fréttir frá Barcelona daginn eftir leik var að strákurinn mætti tveimur klukkutímum of seint á æfingu. „Hann hefur hæfileika og við erum að reyna að hjálpa honum,“ sagði Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Tottenham í Meistaradeildinni í kvöld.Dembélé slips up again after arriving for training 2 hours late https://t.co/AKOkRs9GdRpic.twitter.com/KTUhrClfBi — AS English (@English_AS) December 9, 2018 Ernesto Valverde lagði jafnframt áherslu á það að Barcelona ætli að reyna að leysa vandamál Ousmane Dembele innanhúss. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ousmane Dembele skrópar eða mætir of seint á æfingu. Afsakanir hans eru líka oft mjög skrautlegar. Guillem Balague þekkir vel til á Spáni og skrifar um Ousmane Dembele í nýjum pistil sínum á BBC. Spænskir blaðamann hafa haft úr nógu að taka þegar kemur að fréttum af vandræðum þessa 21 árs Frakka. Allir hafa líka áhuga því inn á milli heillar hann alla upp úr skónum með frábærum tilþrifum inn á fótboltavellinum. Samkvæmt pistli Balague þá má líta á daga Ousmane Dembele í Barcelona sem dæmisögu um allar þær gildrur sem bíða ungra efnilegra knattspyrnumanna í dag. Það hefur verið eitthvað vesen á því hvar Ousmane Dembele hefur búið þennan tíma hans í Barcelona, vinir hans hafa verið allt annað en hjálpsamir að koma honum á réttu brautina, strákurinn eyðir alltof mörgum klukkutímum í að spila tölvuleiki og þá hefur honum gengið mjög illa að læra spænskuna. Allt þetta hefur orsakað það að Dembele hefur ekki passað inn í menninguna hjá Barcelona þar sem stærsti hluti leikmanna liðsins hafa alist upp hjá félaginu frá því að þeir voru stráklingar. Já Ousmane Dembele er svolítið utangátta meðal La Masia mannanna hjá Barca.Barcelona coach Ernesto Valverde is not taking Dembélé's latest transgressions so seriously... at least in public...https://t.co/zMYZvMfVMj — AS English (@English_AS) December 10, 2018Þetta er engin afsökun fyrir hegðun Ousmane Dembele heldur tilraun Guillem Balague til að útskýra þessa furðuleg hegðun stráksins þessa átján mánuði hans í Katalóníu. Ofan á þetta er það vandmálið hjá Dembele að komast í liðið hjá Barcelona sem er allt annað en létt verk enda leikmannahópurinn uppfullur að mörgum af bestu knattspyrnumönnum heims. Dembele finnst hann ekki fá þá virðingu sem hann eigi skilið og vill fara frá Barcelona. Hann fær hinsvegar enga sérmeðferð hjá Barcelona þrátt fyrir að vera möguleg framtíðarstjarna félagsins. Hjá Barca þurfa menn að vinna sér inn virðingu með frammistöðu sinni og hegðun innan sem utan vallar.Ousmane Dembele this season: 19 games 8 goals 5 assists Directly involved in a goal every 94 minutes.#Dembele#Barcelona#Crackpic.twitter.com/neA4FiOl0E — Dembouz & Raki (@dembkitic) December 9, 2018Mörg félög í Evrópu, ekki síst á Englandi, fylgjast vel með þróun mála hjá Ousmane Dembele. Hann er frábær liðstyrkur fyrir hvaða lið sem er en aðeins ef hann hegðar sér eins og atvinnumaður í knattspyrnu en ekki eins of dekurdrengur með unglingaveikina. Ousmane Dembele hefur verið níu sinnum í byrjunarliði Barcelona í spænsku deildinni en er með 6 mörk og 3 stoðsendingar. Fínasta tölfræði. Hann er síðan með eitt mark og eina stoðsendingu í þremur leikjum í Meistaradeildinni en tveir af þeim komu á mótoi PSV Eindhoven. Það eru allir líkur á því að þeir Luis Suarez og Lionel Messi verði hvíldir í kvöld og leikurinn á móti Tottenham ætti því að vera kjörið tækifæri fyrir Ousmane Dembele að sýna öllum snilli sína. Hvort hegðun hans í aðdraganda leiksins eigi eftir að hafa af honum það tækifæri er undir fyrrnefndum Ernesto Valverde komið og kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld. Leikur Barcelona og Tottenham fer fram á Nývangi í Barcelona, hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. #BarçaSpurs@ivanrakitic @Dembouz Full video: https://t.co/b2NelcAp5Gpic.twitter.com/zqSN3UTRh9 — FC Barcelona (@FCBarcelona) December 10, 2018 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Ousmane Dembele er frábær fótboltamaður með framtíðina fyrir sér í boltanum. Hér er á ferðinni hæfileikaríkur leikmaður sem getur orðið einn sá besti heimi. Fréttirnir af stráknum í dag snúast hinsvegar flestar um agavandamál, óánægju og skróp á æfingar. Barcelona keypti Ousmane Dembele frá Borussia Dortmund í ágúst 2017 fyrir upphæð sem verður á endanum um 135,5 milljónir punda. Hann átti að fylla í skarðið sem Neymar skildi eftir sig þegar hann fór til Paris Saint-Germain. Ousmane Dembele skoraði eitt marka Barcelona í 4-0 sigri á nágrönnunum í Espanyol um síðustu helgi en fyrstu fréttir frá Barcelona daginn eftir leik var að strákurinn mætti tveimur klukkutímum of seint á æfingu. „Hann hefur hæfileika og við erum að reyna að hjálpa honum,“ sagði Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Tottenham í Meistaradeildinni í kvöld.Dembélé slips up again after arriving for training 2 hours late https://t.co/AKOkRs9GdRpic.twitter.com/KTUhrClfBi — AS English (@English_AS) December 9, 2018 Ernesto Valverde lagði jafnframt áherslu á það að Barcelona ætli að reyna að leysa vandamál Ousmane Dembele innanhúss. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ousmane Dembele skrópar eða mætir of seint á æfingu. Afsakanir hans eru líka oft mjög skrautlegar. Guillem Balague þekkir vel til á Spáni og skrifar um Ousmane Dembele í nýjum pistil sínum á BBC. Spænskir blaðamann hafa haft úr nógu að taka þegar kemur að fréttum af vandræðum þessa 21 árs Frakka. Allir hafa líka áhuga því inn á milli heillar hann alla upp úr skónum með frábærum tilþrifum inn á fótboltavellinum. Samkvæmt pistli Balague þá má líta á daga Ousmane Dembele í Barcelona sem dæmisögu um allar þær gildrur sem bíða ungra efnilegra knattspyrnumanna í dag. Það hefur verið eitthvað vesen á því hvar Ousmane Dembele hefur búið þennan tíma hans í Barcelona, vinir hans hafa verið allt annað en hjálpsamir að koma honum á réttu brautina, strákurinn eyðir alltof mörgum klukkutímum í að spila tölvuleiki og þá hefur honum gengið mjög illa að læra spænskuna. Allt þetta hefur orsakað það að Dembele hefur ekki passað inn í menninguna hjá Barcelona þar sem stærsti hluti leikmanna liðsins hafa alist upp hjá félaginu frá því að þeir voru stráklingar. Já Ousmane Dembele er svolítið utangátta meðal La Masia mannanna hjá Barca.Barcelona coach Ernesto Valverde is not taking Dembélé's latest transgressions so seriously... at least in public...https://t.co/zMYZvMfVMj — AS English (@English_AS) December 10, 2018Þetta er engin afsökun fyrir hegðun Ousmane Dembele heldur tilraun Guillem Balague til að útskýra þessa furðuleg hegðun stráksins þessa átján mánuði hans í Katalóníu. Ofan á þetta er það vandmálið hjá Dembele að komast í liðið hjá Barcelona sem er allt annað en létt verk enda leikmannahópurinn uppfullur að mörgum af bestu knattspyrnumönnum heims. Dembele finnst hann ekki fá þá virðingu sem hann eigi skilið og vill fara frá Barcelona. Hann fær hinsvegar enga sérmeðferð hjá Barcelona þrátt fyrir að vera möguleg framtíðarstjarna félagsins. Hjá Barca þurfa menn að vinna sér inn virðingu með frammistöðu sinni og hegðun innan sem utan vallar.Ousmane Dembele this season: 19 games 8 goals 5 assists Directly involved in a goal every 94 minutes.#Dembele#Barcelona#Crackpic.twitter.com/neA4FiOl0E — Dembouz & Raki (@dembkitic) December 9, 2018Mörg félög í Evrópu, ekki síst á Englandi, fylgjast vel með þróun mála hjá Ousmane Dembele. Hann er frábær liðstyrkur fyrir hvaða lið sem er en aðeins ef hann hegðar sér eins og atvinnumaður í knattspyrnu en ekki eins of dekurdrengur með unglingaveikina. Ousmane Dembele hefur verið níu sinnum í byrjunarliði Barcelona í spænsku deildinni en er með 6 mörk og 3 stoðsendingar. Fínasta tölfræði. Hann er síðan með eitt mark og eina stoðsendingu í þremur leikjum í Meistaradeildinni en tveir af þeim komu á mótoi PSV Eindhoven. Það eru allir líkur á því að þeir Luis Suarez og Lionel Messi verði hvíldir í kvöld og leikurinn á móti Tottenham ætti því að vera kjörið tækifæri fyrir Ousmane Dembele að sýna öllum snilli sína. Hvort hegðun hans í aðdraganda leiksins eigi eftir að hafa af honum það tækifæri er undir fyrrnefndum Ernesto Valverde komið og kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld. Leikur Barcelona og Tottenham fer fram á Nývangi í Barcelona, hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. #BarçaSpurs@ivanrakitic @Dembouz Full video: https://t.co/b2NelcAp5Gpic.twitter.com/zqSN3UTRh9 — FC Barcelona (@FCBarcelona) December 10, 2018
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira