Komast ensku liðin áfram í 16 liða úrslitin? Hjörvar Ólafsson skrifar 11. desember 2018 11:00 Kemst Liverpool áfram? vísir/getty Það ræðst í kvöld hvort Liverpool kemst í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla en lokaumferð í A-D riðlum keppninnar verður leikin í kvöld. Riðlakeppninni lýkur svo með átta leikjum í E-H riðlum annað kvöld. Napoli sem trónir á toppi C-riðilsins með níu stig sækir Liverpool, silfurlið Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili sem er með sex stig fyrir lokaumferðina, heim á Anfield í kvöld. Paris Saint-Germain sem hefur átta stig í öðru sæti riðilsins heimsækir svo Rauðu stjörnuna sem er úr leik í Meistaradeildinni en á enn veika von um að ná 3. sæti riðilsins og komast þannig í Evrópudeildina eftir áramót. Ljóst er að 1-0 sigur Liverpool myndi fleyta Bítlaborgarliðinu áfram en nái Napoli að skora í leiknum þurfa heimamenn tveggja marka sigur til þess að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í Meistaradeildinni. Napoli vann fyrri leikinn gegn Liverpool með einu marki gegn engu. Stuðningsmenn Rauða hersins geta yljað sér við þá staðreynd að liðið er ósigrað í 18 Evrópuleikjum á Anfield í röð. Tottenham Hotspur á nokkuð erfitt verkefni fyrir höndum gegn Barcelona á Nývangi. Spurs á í baráttu við Inter um að fylgja Barcelona í 16 liða úrslitin. Inter mætir PSV Eindhoven á San Siro. Tottenham tryggir sér sæti í 16 liða úrslitunum með sigri á Barcelona eða svo lengi sem liðið nær í betri úrslit en Inter. Börsungar eru búnir að vinna B-riðilinn en þeir hafa fengið 13 stig af 15 mögulegum í Meistaradeildinni í vetur. Barcelona vann fyrri leikinn gegn Tottenham á Wembley, 2-4. Atlético Mardrid og Borussia Dortmund eru komin upp úr A-riðlinum. Atlético mætir Club Brugge á útivelli og með sigri er toppsætið í riðlinum þeirra. Dortmund getur unnið riðilinn en til þess að það gerist þarf liðið að vinna Monaco á útivelli og treysta á að Club Brugge taki stig af Atlético. Porto og Schalke eru komin í 16 liða úrslitin úr D-riðlinum. Lítil spenna er fyrir leiki kvöldsins í D-riðlinum því ljóst er að Porto endar í 1. sæti hans og Schalke í 2. sætinu. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Sjá meira
Það ræðst í kvöld hvort Liverpool kemst í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla en lokaumferð í A-D riðlum keppninnar verður leikin í kvöld. Riðlakeppninni lýkur svo með átta leikjum í E-H riðlum annað kvöld. Napoli sem trónir á toppi C-riðilsins með níu stig sækir Liverpool, silfurlið Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili sem er með sex stig fyrir lokaumferðina, heim á Anfield í kvöld. Paris Saint-Germain sem hefur átta stig í öðru sæti riðilsins heimsækir svo Rauðu stjörnuna sem er úr leik í Meistaradeildinni en á enn veika von um að ná 3. sæti riðilsins og komast þannig í Evrópudeildina eftir áramót. Ljóst er að 1-0 sigur Liverpool myndi fleyta Bítlaborgarliðinu áfram en nái Napoli að skora í leiknum þurfa heimamenn tveggja marka sigur til þess að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í Meistaradeildinni. Napoli vann fyrri leikinn gegn Liverpool með einu marki gegn engu. Stuðningsmenn Rauða hersins geta yljað sér við þá staðreynd að liðið er ósigrað í 18 Evrópuleikjum á Anfield í röð. Tottenham Hotspur á nokkuð erfitt verkefni fyrir höndum gegn Barcelona á Nývangi. Spurs á í baráttu við Inter um að fylgja Barcelona í 16 liða úrslitin. Inter mætir PSV Eindhoven á San Siro. Tottenham tryggir sér sæti í 16 liða úrslitunum með sigri á Barcelona eða svo lengi sem liðið nær í betri úrslit en Inter. Börsungar eru búnir að vinna B-riðilinn en þeir hafa fengið 13 stig af 15 mögulegum í Meistaradeildinni í vetur. Barcelona vann fyrri leikinn gegn Tottenham á Wembley, 2-4. Atlético Mardrid og Borussia Dortmund eru komin upp úr A-riðlinum. Atlético mætir Club Brugge á útivelli og með sigri er toppsætið í riðlinum þeirra. Dortmund getur unnið riðilinn en til þess að það gerist þarf liðið að vinna Monaco á útivelli og treysta á að Club Brugge taki stig af Atlético. Porto og Schalke eru komin í 16 liða úrslitin úr D-riðlinum. Lítil spenna er fyrir leiki kvöldsins í D-riðlinum því ljóst er að Porto endar í 1. sæti hans og Schalke í 2. sætinu.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Sjá meira