Macron forseti ávarpar þjóðina og boðar tafarlausar aðgerðir Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. desember 2018 09:00 Griðarlegt eignatjón hefur orðið í mótmælunum sem staðið hafa yfir síðustu fjórar helgar. Bílar hafa verið brenndir og verslanir eyðilagðar. NORDICPHOTOS/GETTY Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun ávarpa þjóð sína í kvöld en fjórðu helgina í röð mótmæltu Gulu vestin forsetanum og ríkisstjórn hans. Um 136 þúsund manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum á laugardaginn og voru um 1.700 handteknir. Macron mun í dag eiga fundi með framámönnum í viðskiptalífinu og verkalýðsleiðtogum. Þá mun forsetinn einnig hitta aðra stjórnmálaleiðtoga. Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetans sagði að Macron vildi hlusta á raddir þeirra og tillögur. Búist er við að ávarp forsetans til frönsku þjóðarinnar í kvöld muni snúast um þjóðareiningu og að hann muni reyna að koma á einhvers konar viðræðum við mótmælendur. Muriel Penicaud vinnumálaráðherra sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Macron myndi tilkynna um áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir en að lágmarkslaun yrðu ekki hækkuð þar sem það myndi leiða til fækkunar starfa. Eins og fyrr leystust mótmæli helgarinnar upp í óeirðir og voru mikil skemmdarverk unnin, bílar brenndir, rúður brotnar og skemmdir unnar á verslunum og veitingastöðum. Verst var ástandið í París en einnig var mótmælt í Marseille, Bordeaux, Lyon, Nantes, Dijon og Toulouse. Lögregla var með mikinn viðbúnað í miðborg Parísar og kom meðal annars í veg fyrir að mótmælendur kæmust nálægt Champs Élysées. Það leiddi hins vegar til þess að mótmælin dreifðust meira um borgina með tilheyrandi tjóni. Bruno Le Maire fjármálaráðherra segir að það ríki samfélagslegt og lýðræðislegt neyðarástand í landinu. Hann heimsótti verslanir í París sem höfðu orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum og sagði að þetta væru hörmungar fyrir viðskipti og efnahagslíf. Það er ljóst að efnahagslegt tjón mótmælanna er gríðarlegt. Reuters fréttastofan hafði eftir talsmanni Frönsku verslunarsamtakanna á föstudag að tjón verslana vegna minni sölu næmi um einum milljarði evra frá því að mótmælin hófust. Þá var haft eftir fulltrúa samtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja að heildartjón aðildarfélaga gæti numið allt að tíu milljörðum evra. Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í málin þegar hann sagði á Twitter að Parísarsamkomulagið væri ekki að virka vel fyrir París. Þar væru mótmæli og óeirðir. Var Trump að vísa til loftslagssamningsins sem samþykktur var í París 2015 en Bandaríkin hyggjast draga sig út úr samkomulaginu. Jean-Yves Drian utanríkisráðherra Frakklands brást illa við og sagði að Frakkar skiptu sér ekki af bandarískum innanlandsmálum og það ætti að vera gagnkvæmt. Skilaboð sín og Macrons til Trumps væru einföld: „Láttu þjóðina okkar í friði.“ Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Frakkland Tengdar fréttir Íslendingur í París lokaðist inni vegna mótmæla „gulvestunga“ Íslendingur í jólaverslunarleiðangri í París, endaði á að vera lokuð inni á bar, upplifa sársaukann sem fylgir táragasi og verða vitni að einum stærsta mótmæladegi í borginni í gær. 9. desember 2018 17:03 Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Twitter-síður sem enduróma skoðanir stjórnvalda í Kreml deila nú vafasömum fréttum um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í Frakklandi. 9. desember 2018 11:00 Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira
Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun ávarpa þjóð sína í kvöld en fjórðu helgina í röð mótmæltu Gulu vestin forsetanum og ríkisstjórn hans. Um 136 þúsund manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum á laugardaginn og voru um 1.700 handteknir. Macron mun í dag eiga fundi með framámönnum í viðskiptalífinu og verkalýðsleiðtogum. Þá mun forsetinn einnig hitta aðra stjórnmálaleiðtoga. Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetans sagði að Macron vildi hlusta á raddir þeirra og tillögur. Búist er við að ávarp forsetans til frönsku þjóðarinnar í kvöld muni snúast um þjóðareiningu og að hann muni reyna að koma á einhvers konar viðræðum við mótmælendur. Muriel Penicaud vinnumálaráðherra sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Macron myndi tilkynna um áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir en að lágmarkslaun yrðu ekki hækkuð þar sem það myndi leiða til fækkunar starfa. Eins og fyrr leystust mótmæli helgarinnar upp í óeirðir og voru mikil skemmdarverk unnin, bílar brenndir, rúður brotnar og skemmdir unnar á verslunum og veitingastöðum. Verst var ástandið í París en einnig var mótmælt í Marseille, Bordeaux, Lyon, Nantes, Dijon og Toulouse. Lögregla var með mikinn viðbúnað í miðborg Parísar og kom meðal annars í veg fyrir að mótmælendur kæmust nálægt Champs Élysées. Það leiddi hins vegar til þess að mótmælin dreifðust meira um borgina með tilheyrandi tjóni. Bruno Le Maire fjármálaráðherra segir að það ríki samfélagslegt og lýðræðislegt neyðarástand í landinu. Hann heimsótti verslanir í París sem höfðu orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum og sagði að þetta væru hörmungar fyrir viðskipti og efnahagslíf. Það er ljóst að efnahagslegt tjón mótmælanna er gríðarlegt. Reuters fréttastofan hafði eftir talsmanni Frönsku verslunarsamtakanna á föstudag að tjón verslana vegna minni sölu næmi um einum milljarði evra frá því að mótmælin hófust. Þá var haft eftir fulltrúa samtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja að heildartjón aðildarfélaga gæti numið allt að tíu milljörðum evra. Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í málin þegar hann sagði á Twitter að Parísarsamkomulagið væri ekki að virka vel fyrir París. Þar væru mótmæli og óeirðir. Var Trump að vísa til loftslagssamningsins sem samþykktur var í París 2015 en Bandaríkin hyggjast draga sig út úr samkomulaginu. Jean-Yves Drian utanríkisráðherra Frakklands brást illa við og sagði að Frakkar skiptu sér ekki af bandarískum innanlandsmálum og það ætti að vera gagnkvæmt. Skilaboð sín og Macrons til Trumps væru einföld: „Láttu þjóðina okkar í friði.“
Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Frakkland Tengdar fréttir Íslendingur í París lokaðist inni vegna mótmæla „gulvestunga“ Íslendingur í jólaverslunarleiðangri í París, endaði á að vera lokuð inni á bar, upplifa sársaukann sem fylgir táragasi og verða vitni að einum stærsta mótmæladegi í borginni í gær. 9. desember 2018 17:03 Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Twitter-síður sem enduróma skoðanir stjórnvalda í Kreml deila nú vafasömum fréttum um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í Frakklandi. 9. desember 2018 11:00 Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira
Íslendingur í París lokaðist inni vegna mótmæla „gulvestunga“ Íslendingur í jólaverslunarleiðangri í París, endaði á að vera lokuð inni á bar, upplifa sársaukann sem fylgir táragasi og verða vitni að einum stærsta mótmæladegi í borginni í gær. 9. desember 2018 17:03
Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Twitter-síður sem enduróma skoðanir stjórnvalda í Kreml deila nú vafasömum fréttum um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í Frakklandi. 9. desember 2018 11:00
Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02