Macron forseti ávarpar þjóðina og boðar tafarlausar aðgerðir Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. desember 2018 09:00 Griðarlegt eignatjón hefur orðið í mótmælunum sem staðið hafa yfir síðustu fjórar helgar. Bílar hafa verið brenndir og verslanir eyðilagðar. NORDICPHOTOS/GETTY Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun ávarpa þjóð sína í kvöld en fjórðu helgina í röð mótmæltu Gulu vestin forsetanum og ríkisstjórn hans. Um 136 þúsund manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum á laugardaginn og voru um 1.700 handteknir. Macron mun í dag eiga fundi með framámönnum í viðskiptalífinu og verkalýðsleiðtogum. Þá mun forsetinn einnig hitta aðra stjórnmálaleiðtoga. Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetans sagði að Macron vildi hlusta á raddir þeirra og tillögur. Búist er við að ávarp forsetans til frönsku þjóðarinnar í kvöld muni snúast um þjóðareiningu og að hann muni reyna að koma á einhvers konar viðræðum við mótmælendur. Muriel Penicaud vinnumálaráðherra sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Macron myndi tilkynna um áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir en að lágmarkslaun yrðu ekki hækkuð þar sem það myndi leiða til fækkunar starfa. Eins og fyrr leystust mótmæli helgarinnar upp í óeirðir og voru mikil skemmdarverk unnin, bílar brenndir, rúður brotnar og skemmdir unnar á verslunum og veitingastöðum. Verst var ástandið í París en einnig var mótmælt í Marseille, Bordeaux, Lyon, Nantes, Dijon og Toulouse. Lögregla var með mikinn viðbúnað í miðborg Parísar og kom meðal annars í veg fyrir að mótmælendur kæmust nálægt Champs Élysées. Það leiddi hins vegar til þess að mótmælin dreifðust meira um borgina með tilheyrandi tjóni. Bruno Le Maire fjármálaráðherra segir að það ríki samfélagslegt og lýðræðislegt neyðarástand í landinu. Hann heimsótti verslanir í París sem höfðu orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum og sagði að þetta væru hörmungar fyrir viðskipti og efnahagslíf. Það er ljóst að efnahagslegt tjón mótmælanna er gríðarlegt. Reuters fréttastofan hafði eftir talsmanni Frönsku verslunarsamtakanna á föstudag að tjón verslana vegna minni sölu næmi um einum milljarði evra frá því að mótmælin hófust. Þá var haft eftir fulltrúa samtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja að heildartjón aðildarfélaga gæti numið allt að tíu milljörðum evra. Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í málin þegar hann sagði á Twitter að Parísarsamkomulagið væri ekki að virka vel fyrir París. Þar væru mótmæli og óeirðir. Var Trump að vísa til loftslagssamningsins sem samþykktur var í París 2015 en Bandaríkin hyggjast draga sig út úr samkomulaginu. Jean-Yves Drian utanríkisráðherra Frakklands brást illa við og sagði að Frakkar skiptu sér ekki af bandarískum innanlandsmálum og það ætti að vera gagnkvæmt. Skilaboð sín og Macrons til Trumps væru einföld: „Láttu þjóðina okkar í friði.“ Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Frakkland Tengdar fréttir Íslendingur í París lokaðist inni vegna mótmæla „gulvestunga“ Íslendingur í jólaverslunarleiðangri í París, endaði á að vera lokuð inni á bar, upplifa sársaukann sem fylgir táragasi og verða vitni að einum stærsta mótmæladegi í borginni í gær. 9. desember 2018 17:03 Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Twitter-síður sem enduróma skoðanir stjórnvalda í Kreml deila nú vafasömum fréttum um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í Frakklandi. 9. desember 2018 11:00 Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun ávarpa þjóð sína í kvöld en fjórðu helgina í röð mótmæltu Gulu vestin forsetanum og ríkisstjórn hans. Um 136 þúsund manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum á laugardaginn og voru um 1.700 handteknir. Macron mun í dag eiga fundi með framámönnum í viðskiptalífinu og verkalýðsleiðtogum. Þá mun forsetinn einnig hitta aðra stjórnmálaleiðtoga. Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetans sagði að Macron vildi hlusta á raddir þeirra og tillögur. Búist er við að ávarp forsetans til frönsku þjóðarinnar í kvöld muni snúast um þjóðareiningu og að hann muni reyna að koma á einhvers konar viðræðum við mótmælendur. Muriel Penicaud vinnumálaráðherra sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Macron myndi tilkynna um áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir en að lágmarkslaun yrðu ekki hækkuð þar sem það myndi leiða til fækkunar starfa. Eins og fyrr leystust mótmæli helgarinnar upp í óeirðir og voru mikil skemmdarverk unnin, bílar brenndir, rúður brotnar og skemmdir unnar á verslunum og veitingastöðum. Verst var ástandið í París en einnig var mótmælt í Marseille, Bordeaux, Lyon, Nantes, Dijon og Toulouse. Lögregla var með mikinn viðbúnað í miðborg Parísar og kom meðal annars í veg fyrir að mótmælendur kæmust nálægt Champs Élysées. Það leiddi hins vegar til þess að mótmælin dreifðust meira um borgina með tilheyrandi tjóni. Bruno Le Maire fjármálaráðherra segir að það ríki samfélagslegt og lýðræðislegt neyðarástand í landinu. Hann heimsótti verslanir í París sem höfðu orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum og sagði að þetta væru hörmungar fyrir viðskipti og efnahagslíf. Það er ljóst að efnahagslegt tjón mótmælanna er gríðarlegt. Reuters fréttastofan hafði eftir talsmanni Frönsku verslunarsamtakanna á föstudag að tjón verslana vegna minni sölu næmi um einum milljarði evra frá því að mótmælin hófust. Þá var haft eftir fulltrúa samtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja að heildartjón aðildarfélaga gæti numið allt að tíu milljörðum evra. Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í málin þegar hann sagði á Twitter að Parísarsamkomulagið væri ekki að virka vel fyrir París. Þar væru mótmæli og óeirðir. Var Trump að vísa til loftslagssamningsins sem samþykktur var í París 2015 en Bandaríkin hyggjast draga sig út úr samkomulaginu. Jean-Yves Drian utanríkisráðherra Frakklands brást illa við og sagði að Frakkar skiptu sér ekki af bandarískum innanlandsmálum og það ætti að vera gagnkvæmt. Skilaboð sín og Macrons til Trumps væru einföld: „Láttu þjóðina okkar í friði.“
Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Frakkland Tengdar fréttir Íslendingur í París lokaðist inni vegna mótmæla „gulvestunga“ Íslendingur í jólaverslunarleiðangri í París, endaði á að vera lokuð inni á bar, upplifa sársaukann sem fylgir táragasi og verða vitni að einum stærsta mótmæladegi í borginni í gær. 9. desember 2018 17:03 Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Twitter-síður sem enduróma skoðanir stjórnvalda í Kreml deila nú vafasömum fréttum um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í Frakklandi. 9. desember 2018 11:00 Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Íslendingur í París lokaðist inni vegna mótmæla „gulvestunga“ Íslendingur í jólaverslunarleiðangri í París, endaði á að vera lokuð inni á bar, upplifa sársaukann sem fylgir táragasi og verða vitni að einum stærsta mótmæladegi í borginni í gær. 9. desember 2018 17:03
Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Twitter-síður sem enduróma skoðanir stjórnvalda í Kreml deila nú vafasömum fréttum um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í Frakklandi. 9. desember 2018 11:00
Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02