Umferðaróhapp varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Reykjavegs á tíunda tímanum í kvöld. Einn dælubíll var sendur á vettvang til að hreinsa upp olíu. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu vissi aðspurður ekki hver tildrög óhappsins voru en sagði það ekki alvarlegt.
Enginn var fluttur á slysadeild en umferð í vestur er beint um Reykjaveg á meðan hreinsun fer fram á vettvangi.
Umferðaróhapp á Suðurlandsbraut
Kristín Ólafsdóttir skrifar
