Lúxus að vera bara þrjár mínútur að labba í vinnuna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. desember 2018 08:00 "Nándin er mikil bæði við bæjarbúa og náttúruna,“ segir Alexandra um lífið á Skagaströnd. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þó Alexandra Jóhannesdóttir sé borgarbarn að uppruna þá líst henni vel á sig á Skagaströnd, enda sótti hún um sveitarstjórastarf þar – og fékk. „Ég var fyrir norðan í eina viku fyrir jólin, langaði að taka smá snúning þar áður en árinu lyki og flyt svo með mitt hafurtask þangað núna upp úr áramótum,“ segir hún. Kveðst hafa skrifað undir ráðningarsamninginn í september en þurft að vinna uppsagnarfrest í Reykjavík og einungis tekið tveggja daga frí á milli starfa. Þó Alexandra sé bara þrítug að aldri hefur hún verið framkvæmdastjóri í tveimur fyrirtækjum. Nú síðast vann hún sem almennur lögfræðingur í samsteypu sem heitir IP Eignarhald en hún segir nýja embættið frumraun hennar í sveitarstjórnarstarfi. „Mig langaði að breyta til og líka að skipta um umhverfi, komast út úr bænum og í þessa ró sem fylgir lífi úti á landi, eins og ég geri mér það í hugarlund að minnsta kosti,“ segir hún og fullyrðir að reynsla hennar af fyrstu dögunum á Skagaströnd lofi góðu. „Mér þótti mjög gott að koma norður, þar tóku mér allir af mikilli hlýju og vinsemd. Þetta er öðru vísi samfélag en í bænum, nándin er svo mikil bæði við bæjarbúa og náttúruna og allt var gert til að bjóða mig velkomna.“ Tæplega 500 íbúar eru á Skagaströnd, að sögn Alexöndru. Grunnþjónustan sem er á hendi sveitarfélagsins er þó sú sama og í fjölmennari sveitarfélögum og skyldurnar þær sömu. „Svo er hlutverk sveitarstjóra Skagastrandar aðeins viðameira en víða annars staðar því hann er hafnarstjóri á staðnum. Einnig sinnir hann starfi framkvæmdastjóra félagsþjónustu Austur-Húnavatnssýslu, það er byggðasamlag um það verkefni og sveitarstjórinn á Skagaströnd er yfir málaflokknum. Það er því í ýmis horn að líta,“ segir Alexandra og bætir við. „En ég er með gott fólk í kring um mig sem þekkir til og það er gríðarlega mikilvægt.“ Húsnæðisskortur er ekki vandamál á Skagaströnd og Alexandra kveðst vera komin með litla raðhússíbúð rétt hjá bæjarskrifstofunni. „Það er mikill lúxus að vera þrjár mínútur að labba í vinnuna í stað þess að vera kannski hálftíma eða fjörutíu mínútur í bílnum eins og margir búa við fyrir sunnan. Mér finnst yndislegt að geta farið út að labba með hundinn í morgunsárið og mæta svo beint í vinnuna.“ Hún segir lögfræðiþekkinguna ugglaust koma henni vel í þessu nýja starfi og sá stjórnsýslubakgrunnur sem henni fylgi. „Almenn lögfræði nýtist í raun og veru á hvaða sviði sem er,“ segir hún. „Það er alltaf verið að vinna með eitthvert regluverk, því er gott að vera vel læs á það.“ Birtist í Fréttablaðinu Skagaströnd Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Þó Alexandra Jóhannesdóttir sé borgarbarn að uppruna þá líst henni vel á sig á Skagaströnd, enda sótti hún um sveitarstjórastarf þar – og fékk. „Ég var fyrir norðan í eina viku fyrir jólin, langaði að taka smá snúning þar áður en árinu lyki og flyt svo með mitt hafurtask þangað núna upp úr áramótum,“ segir hún. Kveðst hafa skrifað undir ráðningarsamninginn í september en þurft að vinna uppsagnarfrest í Reykjavík og einungis tekið tveggja daga frí á milli starfa. Þó Alexandra sé bara þrítug að aldri hefur hún verið framkvæmdastjóri í tveimur fyrirtækjum. Nú síðast vann hún sem almennur lögfræðingur í samsteypu sem heitir IP Eignarhald en hún segir nýja embættið frumraun hennar í sveitarstjórnarstarfi. „Mig langaði að breyta til og líka að skipta um umhverfi, komast út úr bænum og í þessa ró sem fylgir lífi úti á landi, eins og ég geri mér það í hugarlund að minnsta kosti,“ segir hún og fullyrðir að reynsla hennar af fyrstu dögunum á Skagaströnd lofi góðu. „Mér þótti mjög gott að koma norður, þar tóku mér allir af mikilli hlýju og vinsemd. Þetta er öðru vísi samfélag en í bænum, nándin er svo mikil bæði við bæjarbúa og náttúruna og allt var gert til að bjóða mig velkomna.“ Tæplega 500 íbúar eru á Skagaströnd, að sögn Alexöndru. Grunnþjónustan sem er á hendi sveitarfélagsins er þó sú sama og í fjölmennari sveitarfélögum og skyldurnar þær sömu. „Svo er hlutverk sveitarstjóra Skagastrandar aðeins viðameira en víða annars staðar því hann er hafnarstjóri á staðnum. Einnig sinnir hann starfi framkvæmdastjóra félagsþjónustu Austur-Húnavatnssýslu, það er byggðasamlag um það verkefni og sveitarstjórinn á Skagaströnd er yfir málaflokknum. Það er því í ýmis horn að líta,“ segir Alexandra og bætir við. „En ég er með gott fólk í kring um mig sem þekkir til og það er gríðarlega mikilvægt.“ Húsnæðisskortur er ekki vandamál á Skagaströnd og Alexandra kveðst vera komin með litla raðhússíbúð rétt hjá bæjarskrifstofunni. „Það er mikill lúxus að vera þrjár mínútur að labba í vinnuna í stað þess að vera kannski hálftíma eða fjörutíu mínútur í bílnum eins og margir búa við fyrir sunnan. Mér finnst yndislegt að geta farið út að labba með hundinn í morgunsárið og mæta svo beint í vinnuna.“ Hún segir lögfræðiþekkinguna ugglaust koma henni vel í þessu nýja starfi og sá stjórnsýslubakgrunnur sem henni fylgi. „Almenn lögfræði nýtist í raun og veru á hvaða sviði sem er,“ segir hún. „Það er alltaf verið að vinna með eitthvert regluverk, því er gott að vera vel læs á það.“
Birtist í Fréttablaðinu Skagaströnd Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira