Með hælana í fortíðinni Sif Sigmarsdóttir skrifar 29. desember 2018 07:45 „Að spá fyrir um framtíðina er eins og að aka niður einbreiðan sveitaveg að næturlagi með ljósin slökkt á meðan horft er út um afturrúðuna,“ er haft eftir Peter Drucker, bandarískum stjórnunarfræðingi. Árangurinn er oft eftir því: 1876: „Vel má vera að Ameríkanar hafi þörf fyrir síma en ekki við. Við eigum nóg af sendisveinum.“ – William Preece, starfsmaður Breska póstsins. 1903: „Hesturinn er kominn til að vera en bifreiðin er ekkert annað en stundardella – tískufyrirbrigði.“ – Forstjóri Sparisjóðs Michigan sem ráðlagði viðskiptavini frá því að fjárfesta í bílaframleiðandanum Ford. 1943: „Ég tel að stærð tölvumarkaðarins á heimsvísu sé fimm tölvur.“ – Thomas Watson, forstjóri IBM. 1946: „Sjónvarpið mun ekki halda markaðshlutdeild neins staðar lengur en í sex mánuði. Fólk mun fá nóg af því að sitja og glápa á kassa úr krossviði hvert einasta kvöld.“ – Darryl Zanuck, yfirmaður kvikmyndaframleiðandans 20th Century Fox. 1964: „Eldhús munu senn útbúa mat sjálfkrafa.“ – Isaac Asimov, rithöfundur. 1981: „Farsímar munu svo sannarlega ekki leysa landlínuna af hólmi.“ – Marty Cooper, uppfinningamaður. 2007: „Það er ekki nokkur leið að iPhone-inn nái nokkurri markaðshlutdeild.“ – Steve Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft. Áramót. Við stöndum með hælana skorðaða í fortíðinni en teygjum tærnar varfærin inn í framtíðina. Hvað skyldi leynast handan hornsins? Er við stígum inn í árið 2019 virðast margir leita framtíðarinnar í fortíðinni. Hinn 29. mars 2019 mun Bretland ganga úr Evrópusambandinu en rúm tvö ár eru liðin frá því að Bretar kusu burt pólska pípara í þjóðaratkvæðagreiðslu í von um að endurvekja tímann þegar konur gengu í síðkjólum, karlmenn skörtuðu pípuhöttum og meðfæddum yfirburðum, fólk bjó í krúttlegum kotum með stráþökum, Doc Martin sótti sjúklinga heim, stórspæjararnir Morse og Poirot gættu öryggis fólks og Hyacinth Bucket bar fram te. Donald Trump berst enn fyrir því að skilja Bandaríkin frá samtímanum og umheiminum með vegg jafnlöngum færiböndunum í Ford-verksmiðjunni á þeim tímum þegar karlar störfuðu blístrandi við að púsla saman framtíðinni en skildu hana svo eftir í vinnunni og fóru heim til brosandi eiginkvenna með svuntu, rúllur í hárinu og steik á diski. Við Íslendingar höfum horfið aftur til þeirrar hefðar að sama hvaða flokkar eru í ríkisstjórn er Sjálfstæðisflokkurinn alltaf við völd. Hann er eins og heilög þrenning – faðirinn, sonurinn og heilagur andi; flokkurinn, kolkrabbinn og fjölskyldurnar fjórtán – því hans er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. En á meðan við reynum að endurvekja ímyndaða fortíð með jafngóðum árangri og Frankenstein skapaði skrímsli brestur framtíðin á. 2030: Samkvæmt skýrslu sem birt var á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál fyrr á árinu eru aðeins tólf ár til stefnu ef koma á í veg fyrir óafturkræf áhrif á lífríki jarðarinnar vegna loftslagsbreytinga á borð við eyðingu kóralrifja, mikla þurrka, flóð og matarskort fyrir hundruð milljóna manna. 2050: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint sýklalyfjaónæmi sem eina af stærstu heilbrigðisógnum heimsins. Æ fleiri bakteríur eru orðnar ónæmar fyrir sýklalyfjum í kjölfar ofnotkunar á þeim. Ef ekkert verður að gert mun ástandið hafa leitt tíu milljónir manna til dauða árið 2050. 2060: Samkvæmt OECD gæti loftmengun valdið sex til níu milljón ótímabærum dauðsföllum á ári þegar líða tekur á öldina. Á árinu 2010 er talið að þrjár milljónir dauðsfalla megi rekja til loftmengunar. 2118: Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda. Talið er að eftir hundrað ár verði allir regnskógar jarðar horfnir. Það er erfitt að spá fyrir um framtíðina. Að stinga höfðinu í sandinn og vonast til að spár reynist rangar er hins vegar feigðarflan. Þakkir fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Gleðilegt ár, gleðilega framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
„Að spá fyrir um framtíðina er eins og að aka niður einbreiðan sveitaveg að næturlagi með ljósin slökkt á meðan horft er út um afturrúðuna,“ er haft eftir Peter Drucker, bandarískum stjórnunarfræðingi. Árangurinn er oft eftir því: 1876: „Vel má vera að Ameríkanar hafi þörf fyrir síma en ekki við. Við eigum nóg af sendisveinum.“ – William Preece, starfsmaður Breska póstsins. 1903: „Hesturinn er kominn til að vera en bifreiðin er ekkert annað en stundardella – tískufyrirbrigði.“ – Forstjóri Sparisjóðs Michigan sem ráðlagði viðskiptavini frá því að fjárfesta í bílaframleiðandanum Ford. 1943: „Ég tel að stærð tölvumarkaðarins á heimsvísu sé fimm tölvur.“ – Thomas Watson, forstjóri IBM. 1946: „Sjónvarpið mun ekki halda markaðshlutdeild neins staðar lengur en í sex mánuði. Fólk mun fá nóg af því að sitja og glápa á kassa úr krossviði hvert einasta kvöld.“ – Darryl Zanuck, yfirmaður kvikmyndaframleiðandans 20th Century Fox. 1964: „Eldhús munu senn útbúa mat sjálfkrafa.“ – Isaac Asimov, rithöfundur. 1981: „Farsímar munu svo sannarlega ekki leysa landlínuna af hólmi.“ – Marty Cooper, uppfinningamaður. 2007: „Það er ekki nokkur leið að iPhone-inn nái nokkurri markaðshlutdeild.“ – Steve Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft. Áramót. Við stöndum með hælana skorðaða í fortíðinni en teygjum tærnar varfærin inn í framtíðina. Hvað skyldi leynast handan hornsins? Er við stígum inn í árið 2019 virðast margir leita framtíðarinnar í fortíðinni. Hinn 29. mars 2019 mun Bretland ganga úr Evrópusambandinu en rúm tvö ár eru liðin frá því að Bretar kusu burt pólska pípara í þjóðaratkvæðagreiðslu í von um að endurvekja tímann þegar konur gengu í síðkjólum, karlmenn skörtuðu pípuhöttum og meðfæddum yfirburðum, fólk bjó í krúttlegum kotum með stráþökum, Doc Martin sótti sjúklinga heim, stórspæjararnir Morse og Poirot gættu öryggis fólks og Hyacinth Bucket bar fram te. Donald Trump berst enn fyrir því að skilja Bandaríkin frá samtímanum og umheiminum með vegg jafnlöngum færiböndunum í Ford-verksmiðjunni á þeim tímum þegar karlar störfuðu blístrandi við að púsla saman framtíðinni en skildu hana svo eftir í vinnunni og fóru heim til brosandi eiginkvenna með svuntu, rúllur í hárinu og steik á diski. Við Íslendingar höfum horfið aftur til þeirrar hefðar að sama hvaða flokkar eru í ríkisstjórn er Sjálfstæðisflokkurinn alltaf við völd. Hann er eins og heilög þrenning – faðirinn, sonurinn og heilagur andi; flokkurinn, kolkrabbinn og fjölskyldurnar fjórtán – því hans er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. En á meðan við reynum að endurvekja ímyndaða fortíð með jafngóðum árangri og Frankenstein skapaði skrímsli brestur framtíðin á. 2030: Samkvæmt skýrslu sem birt var á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál fyrr á árinu eru aðeins tólf ár til stefnu ef koma á í veg fyrir óafturkræf áhrif á lífríki jarðarinnar vegna loftslagsbreytinga á borð við eyðingu kóralrifja, mikla þurrka, flóð og matarskort fyrir hundruð milljóna manna. 2050: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint sýklalyfjaónæmi sem eina af stærstu heilbrigðisógnum heimsins. Æ fleiri bakteríur eru orðnar ónæmar fyrir sýklalyfjum í kjölfar ofnotkunar á þeim. Ef ekkert verður að gert mun ástandið hafa leitt tíu milljónir manna til dauða árið 2050. 2060: Samkvæmt OECD gæti loftmengun valdið sex til níu milljón ótímabærum dauðsföllum á ári þegar líða tekur á öldina. Á árinu 2010 er talið að þrjár milljónir dauðsfalla megi rekja til loftmengunar. 2118: Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda. Talið er að eftir hundrað ár verði allir regnskógar jarðar horfnir. Það er erfitt að spá fyrir um framtíðina. Að stinga höfðinu í sandinn og vonast til að spár reynist rangar er hins vegar feigðarflan. Þakkir fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Gleðilegt ár, gleðilega framtíð.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun