Innlent

Púlsinn tekinn á ferðamönnum í miðbæ Reykjavíkur á jóladag

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Miðbær Reykjavíkur var fullur af ferðamönnum í dag sem voru ánægðir með að eyða jólunum hér á landi. Þeir sem fréttastofa ræddi við sögðu að það væru talsvert fleiri verslanir og veitingastaðir opnir en þeir höfðu búist við. 

Á árum áður komst engin fljúgandi til Íslands á jóladag en lengst af hafa flugsamgöngur lengið niðri á Keflavíkurflugvelli á þessum degi. Nú eru hins vegar breyttir tímar. Þetta er þriðja árið í röð þar sem boðið er upp á áætlunarflug hingað á jóladag. Að því er fram kemur á vef túrista.is komu fimm flugvélar til landsins í dag og fóru fimm.

Ísland hefur verið afar vinsæll ferðamannastaður um jól og áramót en í ár virðist engin undantekning vera þar á eins og sjá má í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×