Halda jól á pól við óvenjuleg veðurskilyrði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. desember 2018 14:15 Hópur níu Íslendinga dvelur á Suðurskautinu yfir jólahátíðina, þeirra á meðal fyrsta íslenska konan til að aka á Suðurpólinn. Afar óvenjuleg veðurskilyrði eru á Suðurskautinu, óvenju hlýtt en mikið rok og snjóöldur sem gerir aðstæður afar erfiðar. Hópurinn er væntanlegur heim í byrjun janúar en hann fylgir nú meðal annars gönguskíðahópi frá Taívan. Aðstæður hafa verið nokkuð erfiðar að sögn Ara Haukssonar, einum pólfaranna. „Það er mjög mikið af svona snjóöldum og það er erfitt að keyra í svona snjóöldum þegar við sjáum ekki neitt og það eru allir sem eru hérna í vinnu sem segja að þeir hafi ekki upplifað þetta í áraraðir, svona skrýtið veður. Það hefur verið líka óvenjulega heitt. Það er 25 stiga frost núna en við erum búin að fá svona allavegana hitastig. Fyrir þremur dögum síðan vorum við hérna í kolvitlausu veðri og þá var hitastigið ekki nema tíu til fjórtán í mínus,“ segir Ari. Aðstæðurnar geta einnig reynt á andlegu hliðina að sögn Ragnheiðar Guðjónsdóttur sem er fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins. „Það hefur bara gengið vonum framar. Við erum öll með þolinmæðina á sínum stað og hörkum þetta áfram. Núna erum við á pólnum og eigum eftir að keyra aftur til baka svo það eru um 1200 kílómetrar eftir þannig að næstu dagar fara í það eftir jól.“ Þótt aðstæður séu óvenjulegar hyggst hópurinn gera sér örlítinn dagamun í tilefni jólanna og vonast til að fá eitthvað gott að borða. Tveir jólapakkar voru með í farangrinum sem teknir verða upp í dag og eitthvað af jólaskrauti fékk að slæðast með líka. „Það er ein jólasveinahúfa, það er einn lítill jólasveinn og það er eitthvað smá jólaskraut en ekkert rosalega mikið. Maður verður bara að fresta jólunum þangað til maður kemur heim,“ segir Ragnheiður. Jól Suðurskautslandið Tengdar fréttir Níu Íslendingar halda jólin hátíðleg á Suðurskautinu Ætla að gæða sér á beikoni á aðfangadag 22. desember 2018 14:00 Ragnheiður fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins Vilborg Arna óskar henni til hamingju. 23. desember 2018 09:23 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Hópur níu Íslendinga dvelur á Suðurskautinu yfir jólahátíðina, þeirra á meðal fyrsta íslenska konan til að aka á Suðurpólinn. Afar óvenjuleg veðurskilyrði eru á Suðurskautinu, óvenju hlýtt en mikið rok og snjóöldur sem gerir aðstæður afar erfiðar. Hópurinn er væntanlegur heim í byrjun janúar en hann fylgir nú meðal annars gönguskíðahópi frá Taívan. Aðstæður hafa verið nokkuð erfiðar að sögn Ara Haukssonar, einum pólfaranna. „Það er mjög mikið af svona snjóöldum og það er erfitt að keyra í svona snjóöldum þegar við sjáum ekki neitt og það eru allir sem eru hérna í vinnu sem segja að þeir hafi ekki upplifað þetta í áraraðir, svona skrýtið veður. Það hefur verið líka óvenjulega heitt. Það er 25 stiga frost núna en við erum búin að fá svona allavegana hitastig. Fyrir þremur dögum síðan vorum við hérna í kolvitlausu veðri og þá var hitastigið ekki nema tíu til fjórtán í mínus,“ segir Ari. Aðstæðurnar geta einnig reynt á andlegu hliðina að sögn Ragnheiðar Guðjónsdóttur sem er fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins. „Það hefur bara gengið vonum framar. Við erum öll með þolinmæðina á sínum stað og hörkum þetta áfram. Núna erum við á pólnum og eigum eftir að keyra aftur til baka svo það eru um 1200 kílómetrar eftir þannig að næstu dagar fara í það eftir jól.“ Þótt aðstæður séu óvenjulegar hyggst hópurinn gera sér örlítinn dagamun í tilefni jólanna og vonast til að fá eitthvað gott að borða. Tveir jólapakkar voru með í farangrinum sem teknir verða upp í dag og eitthvað af jólaskrauti fékk að slæðast með líka. „Það er ein jólasveinahúfa, það er einn lítill jólasveinn og það er eitthvað smá jólaskraut en ekkert rosalega mikið. Maður verður bara að fresta jólunum þangað til maður kemur heim,“ segir Ragnheiður.
Jól Suðurskautslandið Tengdar fréttir Níu Íslendingar halda jólin hátíðleg á Suðurskautinu Ætla að gæða sér á beikoni á aðfangadag 22. desember 2018 14:00 Ragnheiður fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins Vilborg Arna óskar henni til hamingju. 23. desember 2018 09:23 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Níu Íslendingar halda jólin hátíðleg á Suðurskautinu Ætla að gæða sér á beikoni á aðfangadag 22. desember 2018 14:00
Ragnheiður fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins Vilborg Arna óskar henni til hamingju. 23. desember 2018 09:23