Arnór: Lykilatriði að hafa trú á draumunum sínum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2018 20:30 Líf Arnórs Sigurðssonar hefur tekið stakkaskiptum á árinu sem er að líða, svo mikið er óhætt að fullyrða. Fyrir ári síðan hafði hann ekki afrekað að komast í byrjunarlið Norrköping í Svíþjóð en á dögunum skoraði hann og gaf stoðsendingu í 3-0 sigri CSKA Moskvu á Evrópumeisturum Real Madrid, og það á Santiago Bernabeu í spænsku höfuðborginni. Arnór varð dýrasti leikmaður Norrköping frá upphafi þegar rússneska stórveldið hann keypti hann fyrr á þessu ári. Hann var fljótur að aðlagast nýju félagi og er nú fastamaður í byrjunarliði þess, bæði í rússnesku deildinni sem og Meistaradeildinni. Hann er hógvær og tekur greinilega þeim miklu breytingum sem hafa verið á hans lífi á skömmum tíma með stóískri ró. Hann viðurkennir þó fúslega að hlutirnir hafa gerst hraðar en hann reiknaði með.Arnór Sigurðsson í leik með CSKA Moskvu.vísir/getty„Kannski ekki alveg,“ segir Arnór. „Ekki á þessu ári allavega. Maður reiknaði ekki með því að þetta myndi gerast svona hratt. Í janúar á þessu ári var aðalmarkmiðið mitt að komast í liðið hjá Norrköping. Þetta hefur gerst hratt en ég hef unnið fyrir þessu,“ segir þessi nítján ára Skagamaður. Arnór setur stefnuna enn hærra, bæði með félagsliði sínu og íslenska landsliðinu. Hann segir lykilatriði að hafa trú á því að það sé hægt að láta alla sína drauma rætast. „Fyrir þetta tímabil vissu ekki margir hver ég væri. En fyrir stráka sem eru í þessum sporum á þessum aldri þá er aðalmálið að trúa því að þú getir náð eins langt og þú vilt. Að leggja eins mikið og þú getur á þig til að ná þínum markmiðum - og auðvitað að eiga þann draum að ná sem lengst.“Klippa: Arnór skorar gegn Real Arnór leggur mikið á sig til að ná sínum markmiðum. Hann nefnir heilbrigðan lífsstíl og að hugsa vel um sig. „Og að fara inn á hverja æfingu og í hvern leik til að verða betri leikmaður,“ segir hann. Arnóri líður vel í Moskvu og er ekki byrjaður að hugsa um næsta skref á sínum ferli. „Ég reyni að hugsa ekki of langt fram í tímann. Ég hugsa bara um næsta ár og það er mikilvægur seinni partur af tímabilinu í Rússlandi sem hefst í febrúar. Fókusinn minn er algerlega á að gera vel þar.“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00 Faðir Arnórs: Hélt sýningu fyrir alla fjölskylduna Pabbinn var eðlilega stoltur af stráknum. 12. desember 2018 20:40 Arnór fimmti leikjahæsti og annar markahæsti Íslendingurinn Arnór Sigurðsson er orðinn fimmti leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa þreytt frumraun sína í keppninni fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. 13. desember 2018 09:00 Arnór var fjögurra ára gamall þegar Íslendingur náði þessu síðast í Meistaradeildinni Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð í gær aðeins annar Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem bæði skorar mark og gefur stoðsendingu í sama leik í Meistaradeildinni. 13. desember 2018 12:00 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Líf Arnórs Sigurðssonar hefur tekið stakkaskiptum á árinu sem er að líða, svo mikið er óhætt að fullyrða. Fyrir ári síðan hafði hann ekki afrekað að komast í byrjunarlið Norrköping í Svíþjóð en á dögunum skoraði hann og gaf stoðsendingu í 3-0 sigri CSKA Moskvu á Evrópumeisturum Real Madrid, og það á Santiago Bernabeu í spænsku höfuðborginni. Arnór varð dýrasti leikmaður Norrköping frá upphafi þegar rússneska stórveldið hann keypti hann fyrr á þessu ári. Hann var fljótur að aðlagast nýju félagi og er nú fastamaður í byrjunarliði þess, bæði í rússnesku deildinni sem og Meistaradeildinni. Hann er hógvær og tekur greinilega þeim miklu breytingum sem hafa verið á hans lífi á skömmum tíma með stóískri ró. Hann viðurkennir þó fúslega að hlutirnir hafa gerst hraðar en hann reiknaði með.Arnór Sigurðsson í leik með CSKA Moskvu.vísir/getty„Kannski ekki alveg,“ segir Arnór. „Ekki á þessu ári allavega. Maður reiknaði ekki með því að þetta myndi gerast svona hratt. Í janúar á þessu ári var aðalmarkmiðið mitt að komast í liðið hjá Norrköping. Þetta hefur gerst hratt en ég hef unnið fyrir þessu,“ segir þessi nítján ára Skagamaður. Arnór setur stefnuna enn hærra, bæði með félagsliði sínu og íslenska landsliðinu. Hann segir lykilatriði að hafa trú á því að það sé hægt að láta alla sína drauma rætast. „Fyrir þetta tímabil vissu ekki margir hver ég væri. En fyrir stráka sem eru í þessum sporum á þessum aldri þá er aðalmálið að trúa því að þú getir náð eins langt og þú vilt. Að leggja eins mikið og þú getur á þig til að ná þínum markmiðum - og auðvitað að eiga þann draum að ná sem lengst.“Klippa: Arnór skorar gegn Real Arnór leggur mikið á sig til að ná sínum markmiðum. Hann nefnir heilbrigðan lífsstíl og að hugsa vel um sig. „Og að fara inn á hverja æfingu og í hvern leik til að verða betri leikmaður,“ segir hann. Arnóri líður vel í Moskvu og er ekki byrjaður að hugsa um næsta skref á sínum ferli. „Ég reyni að hugsa ekki of langt fram í tímann. Ég hugsa bara um næsta ár og það er mikilvægur seinni partur af tímabilinu í Rússlandi sem hefst í febrúar. Fókusinn minn er algerlega á að gera vel þar.“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00 Faðir Arnórs: Hélt sýningu fyrir alla fjölskylduna Pabbinn var eðlilega stoltur af stráknum. 12. desember 2018 20:40 Arnór fimmti leikjahæsti og annar markahæsti Íslendingurinn Arnór Sigurðsson er orðinn fimmti leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa þreytt frumraun sína í keppninni fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. 13. desember 2018 09:00 Arnór var fjögurra ára gamall þegar Íslendingur náði þessu síðast í Meistaradeildinni Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð í gær aðeins annar Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem bæði skorar mark og gefur stoðsendingu í sama leik í Meistaradeildinni. 13. desember 2018 12:00 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45
Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00
Faðir Arnórs: Hélt sýningu fyrir alla fjölskylduna Pabbinn var eðlilega stoltur af stráknum. 12. desember 2018 20:40
Arnór fimmti leikjahæsti og annar markahæsti Íslendingurinn Arnór Sigurðsson er orðinn fimmti leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa þreytt frumraun sína í keppninni fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. 13. desember 2018 09:00
Arnór var fjögurra ára gamall þegar Íslendingur náði þessu síðast í Meistaradeildinni Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð í gær aðeins annar Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem bæði skorar mark og gefur stoðsendingu í sama leik í Meistaradeildinni. 13. desember 2018 12:00