Ekki með yfirráð í HB Granda Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. desember 2018 07:30 Guðmundur Kristjánsson tók við sem forstjóri HB Granda í kjölfar kaupa Útgerðarfélags Reykjavíkur á kjölfestuhlut í útgerðinni. Fréttablaðið/Anton Brink Samkeppniseftirlitið telur ekki unnt að slá því föstu að Útgerðarfélag Reykjavíkur hafi, með kaupum á ríflega þriðjungshlut í HB Granda, öðlast yfirráð yfir sjávarútvegsfélaginu í skilningi samkeppnislaga. Komi hins vegar fram vísbendingar um annað áskilur eftirlitið sér rétt til þess að rannsaka málið að nýju. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bréfi sem Samkeppniseftirlitið skrifaði Útgerðarfélagi Reykjavíkur, áður Brim, og HB Granda í síðustu viku þar sem félögunum var tilkynnt um það mat eftirlitsins að kaup fyrrnefnda félagsins, sem er að mestu í eigu Guðmundar Kristjánssonar, á 34 prósenta hlut í síðarnefnda félaginu hefðu ekki verið tilkynningarskyld. Guðmundur tók sem kunnugt er við sem forstjóri HB Granda í kjölfar kaupanna. Í bréfi eftirlitsins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er því beint til umræddra félaga að hafa „vakandi auga“ með því hvort í reynd stofnist til yfirráða Útgerðarfélags Reykjavíkur í HB Granda þó svo að ekki sé um meirihlutaeignarhald að ræða. „Dreifing eignarhalds, mæting á hluthafafundum og aðkoma annarra eigenda að stjórnun getur skipt máli í því sambandi,“ segir í bréfi Samkeppniseftirlitsins. Eins og greint var frá í Markaðinum í sumar upplýsti eftirlitið félögin um að tilkynningarskyldur samruni kynni að hafa átt sér stað þegar Útgerðarfélag Reykjavíkur eignaðist kjölfestuhlut í HB Granda síðasta vor. Sagði eftirlitið að um slíkan samruna gæti verið að ræða þrátt fyrir að fyrrnefnda félagið hefði ekki eignast meirihluta í því síðarnefnda. Aðalatriðið væri að meta hvort kaupin veittu kaupandanum yfirráð yfir HB Granda, til að mynda hvort hann kæmist í þá stöðu að geta tekið mikilvægar ákvarðanir innan félagsins. Funduðu með lífeyrissjóðum Fram kemur í áðurnefndu bréfi að Samkeppniseftirlitið hafi fundað með forsvarsmönnum Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Gildis, en sjóðirnir eru á meðal stærstu hluthafa HB Granda, og spurt þá hvernig hluthafa þeir teldu sig vera í félaginu og jafnframt hvaða áhrif það hefði, að þeirra mati, að aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sæti í forstjórastóli félagsins. Lífeyrissjóðirnir svöruðu því til að þeirra hlutverk væri einna helst að gæta að góðum stjórnarháttum innan HB Granda en þeir kæmu ekki að daglegri stjórnun. Lögðu þeir enn fremur áherslu á mikilvægi þess að hafa kjölfestufjárfesti, líkt og Útgerðarfélag Reykjavíkur, í hluthafahópnum til móts við stofnanafjárfesta. Einnig væri jákvætt fyrir félagið hve umfangsmikla reynslu og þekkingu Guðmundur hefði á sviði sjávarútvegs. Samkeppniseftirlitið taldi sjónarmið lífeyrissjóðanna geta bent til þess að líta mætti svo á að Útgerðarfélag Reykjavíkur hefði öðlast yfirráð yfir HB Granda á grundvelli sérþekkingar útgerðarfélagsins. Á hinn bóginn sagði eftirlitið ljóst að mæting á hluthafafundi í HB Granda væri góð sem benti til þess að Útgerðarfélag Reykjavíkur kæmi ekki til með að fara með meirihluta atkvæðamagns á slíkum fundum. Aðrir hluthafar gætu því gripið inn í mikilvægar ákvarðanir félagsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið telur ekki unnt að slá því föstu að Útgerðarfélag Reykjavíkur hafi, með kaupum á ríflega þriðjungshlut í HB Granda, öðlast yfirráð yfir sjávarútvegsfélaginu í skilningi samkeppnislaga. Komi hins vegar fram vísbendingar um annað áskilur eftirlitið sér rétt til þess að rannsaka málið að nýju. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bréfi sem Samkeppniseftirlitið skrifaði Útgerðarfélagi Reykjavíkur, áður Brim, og HB Granda í síðustu viku þar sem félögunum var tilkynnt um það mat eftirlitsins að kaup fyrrnefnda félagsins, sem er að mestu í eigu Guðmundar Kristjánssonar, á 34 prósenta hlut í síðarnefnda félaginu hefðu ekki verið tilkynningarskyld. Guðmundur tók sem kunnugt er við sem forstjóri HB Granda í kjölfar kaupanna. Í bréfi eftirlitsins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er því beint til umræddra félaga að hafa „vakandi auga“ með því hvort í reynd stofnist til yfirráða Útgerðarfélags Reykjavíkur í HB Granda þó svo að ekki sé um meirihlutaeignarhald að ræða. „Dreifing eignarhalds, mæting á hluthafafundum og aðkoma annarra eigenda að stjórnun getur skipt máli í því sambandi,“ segir í bréfi Samkeppniseftirlitsins. Eins og greint var frá í Markaðinum í sumar upplýsti eftirlitið félögin um að tilkynningarskyldur samruni kynni að hafa átt sér stað þegar Útgerðarfélag Reykjavíkur eignaðist kjölfestuhlut í HB Granda síðasta vor. Sagði eftirlitið að um slíkan samruna gæti verið að ræða þrátt fyrir að fyrrnefnda félagið hefði ekki eignast meirihluta í því síðarnefnda. Aðalatriðið væri að meta hvort kaupin veittu kaupandanum yfirráð yfir HB Granda, til að mynda hvort hann kæmist í þá stöðu að geta tekið mikilvægar ákvarðanir innan félagsins. Funduðu með lífeyrissjóðum Fram kemur í áðurnefndu bréfi að Samkeppniseftirlitið hafi fundað með forsvarsmönnum Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Gildis, en sjóðirnir eru á meðal stærstu hluthafa HB Granda, og spurt þá hvernig hluthafa þeir teldu sig vera í félaginu og jafnframt hvaða áhrif það hefði, að þeirra mati, að aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sæti í forstjórastóli félagsins. Lífeyrissjóðirnir svöruðu því til að þeirra hlutverk væri einna helst að gæta að góðum stjórnarháttum innan HB Granda en þeir kæmu ekki að daglegri stjórnun. Lögðu þeir enn fremur áherslu á mikilvægi þess að hafa kjölfestufjárfesti, líkt og Útgerðarfélag Reykjavíkur, í hluthafahópnum til móts við stofnanafjárfesta. Einnig væri jákvætt fyrir félagið hve umfangsmikla reynslu og þekkingu Guðmundur hefði á sviði sjávarútvegs. Samkeppniseftirlitið taldi sjónarmið lífeyrissjóðanna geta bent til þess að líta mætti svo á að Útgerðarfélag Reykjavíkur hefði öðlast yfirráð yfir HB Granda á grundvelli sérþekkingar útgerðarfélagsins. Á hinn bóginn sagði eftirlitið ljóst að mæting á hluthafafundi í HB Granda væri góð sem benti til þess að Útgerðarfélag Reykjavíkur kæmi ekki til með að fara með meirihluta atkvæðamagns á slíkum fundum. Aðrir hluthafar gætu því gripið inn í mikilvægar ákvarðanir félagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira