Pressa á ráðherra vegna alvarlegs ástands á Landspítalanum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2018 20:00 Í minnisblaði sem Alma D. Möller landlæknir sendi til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra kemur fram að sjúklingar bíði á bráðamóttöku í allt að 66 klukkustundir eftir innlögn. Öryggi sjúklinga sé ógnað með þessum hætti og brýnt sé að ráðherra bregðist skjótt við. Landlæknir skilaði heilbrigðisráðherra áliti sínu vegna alvarlegrar stöðu sem myndaðist á bráðamóttöku Landspítalans í byrjun mánaðar. Nýting sjúkrarýma fór upp í 117 prósent en á hefðbundnum bráðasjúkrahúsum er gert ráð fyrir 85 prósent nýtingu. Sjúklingar sem bíða eftir innlögn og eru vistaðir á bráðamóttöku bíða nú í rúmar 23 klukkustundir en fyrir ári var biðin tæpar 17 klukkustundir. Erlend viðmið gera ráð fyrir 6 klukkustunda bið. Dæmi eru til um að sjúklingar bíði í allt að 66 klukkustundir eftir innlögn. Landlæknir segir ástandið óviðunandi og hvetur heilbrigðisráðherra til að bregðast skjótt við. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að grípa þurfi til aðgerða áður en flensutíðin mæti sem erfiðust er í febrúar og mars. „Það sem þarf að breytast til þess að við getum brugðist við þessu er að við náum að útskrifa fólk skilvirkar og hraðar af spítalanum þegar það hefur lokið virkri meðferð hér,“ segir Páll og bendir á að Landspítalinn sé mjög gott sjúkrahús fyrir bráðveikt fólk en ekki gott hjúkrunarheimili. Tvö hundruð manns leita á bráðamóttökuna á degi hverjum, þar af þurfa 20 sjúklingar innlögn. En allt að 76 sjúklingar hafa verið þar samtímis en pláss er fyrir 56. 5. Desember síðastliðinn voru 267 sjúklingar sem leituðu þangað á einum sólahring og fyrir voru 51 sjúklingur frá fyrri dögum sem ekki var hægt að útskrifa. „Ég verð að segja það að stjórnvöld og heilbrigðisráðherra hafa tekið þessu alvarlega og brugðist skjótt við. Þannig að við gerum okkur vonir um að við sjáum fljótlega árangur og fáum svör,“ segir hann. Heilbrigðisráðherra vildi bíða með að veita viðtal vegna málsins þar til hlutaúttekt landlæknis liggur fyrir. Heilbrigðismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Í minnisblaði sem Alma D. Möller landlæknir sendi til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra kemur fram að sjúklingar bíði á bráðamóttöku í allt að 66 klukkustundir eftir innlögn. Öryggi sjúklinga sé ógnað með þessum hætti og brýnt sé að ráðherra bregðist skjótt við. Landlæknir skilaði heilbrigðisráðherra áliti sínu vegna alvarlegrar stöðu sem myndaðist á bráðamóttöku Landspítalans í byrjun mánaðar. Nýting sjúkrarýma fór upp í 117 prósent en á hefðbundnum bráðasjúkrahúsum er gert ráð fyrir 85 prósent nýtingu. Sjúklingar sem bíða eftir innlögn og eru vistaðir á bráðamóttöku bíða nú í rúmar 23 klukkustundir en fyrir ári var biðin tæpar 17 klukkustundir. Erlend viðmið gera ráð fyrir 6 klukkustunda bið. Dæmi eru til um að sjúklingar bíði í allt að 66 klukkustundir eftir innlögn. Landlæknir segir ástandið óviðunandi og hvetur heilbrigðisráðherra til að bregðast skjótt við. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að grípa þurfi til aðgerða áður en flensutíðin mæti sem erfiðust er í febrúar og mars. „Það sem þarf að breytast til þess að við getum brugðist við þessu er að við náum að útskrifa fólk skilvirkar og hraðar af spítalanum þegar það hefur lokið virkri meðferð hér,“ segir Páll og bendir á að Landspítalinn sé mjög gott sjúkrahús fyrir bráðveikt fólk en ekki gott hjúkrunarheimili. Tvö hundruð manns leita á bráðamóttökuna á degi hverjum, þar af þurfa 20 sjúklingar innlögn. En allt að 76 sjúklingar hafa verið þar samtímis en pláss er fyrir 56. 5. Desember síðastliðinn voru 267 sjúklingar sem leituðu þangað á einum sólahring og fyrir voru 51 sjúklingur frá fyrri dögum sem ekki var hægt að útskrifa. „Ég verð að segja það að stjórnvöld og heilbrigðisráðherra hafa tekið þessu alvarlega og brugðist skjótt við. Þannig að við gerum okkur vonir um að við sjáum fljótlega árangur og fáum svör,“ segir hann. Heilbrigðisráðherra vildi bíða með að veita viðtal vegna málsins þar til hlutaúttekt landlæknis liggur fyrir.
Heilbrigðismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira