Forsætisráðherra bjartsýn á tillögur til lausnar húsnæðisvanda Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2018 13:27 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði átakshóp í húsnæðismálum fyrir um hálfum mánuði. visir/vilhelm Forsætisráðherra segir að tillögur stjórnvalda í húsnæðismálum muni liggja fyrir eftir miðjan næsta mánuð. Þörf sé á byggingu allt að átta þúsund íbúða til að mæta þörfum lægst launaða fólksins í landinu sem stjórnvöld og fleiri aðilar þurfi að sameinast um að uppfylla. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði átakshóp í húsnæðismálum fyrir um hálfum mánuði sem kynnti stöðu mála á fundi hennar og fjármálaráðherra með aðilum almenna- og opinbera vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðnum í gær. En forseti Alþýðusambandsins segir húsnæðismálin og skattamálin vera mikilvægust í tengslum við komandi kjarasamninga. „Ég er mjög bjartsýn á að þau muni koma með góðar tillögur sem verði mikilvægt innlegg til að leysa húsnæðisvandann. Við höfum lesið það þannig, eins og þú segir, verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á húsnæðismálin. Þau séu einn lykilinn að því að greiða fyrir kjarasamningum á almennum markaði,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin muni síðan kynna hugmyndir sínar um endurskoðun á tekjuskattskerfinu eftir áramót sem miði að því að styrkja stöðu lágtekjuhópa og lægri millitekjuhópa. Húsnæðishópurinn sé að skoða hvernig bregðast megi við skorti á húsnæði fyrir þessa hópa bæði til skemmri og lengri tíma. „Við vorum að fara yfir hvernig staðan er, hvað er í pípunum og hvað þarf til að leysa þennan vanda. Þar er talað um fimm til átta þúsund íbúðir eftir því hvort við erum að horfa á alla sem eru hér á landi. Þannig að þetta er verkefni,“ segir Katrín. Í dag leggja stjórnvöld til 18 prósent af stofnframlögum til byggingar tiltekins fjölda íbúða til óhagnaðardrifinna byggingarfélaga. Allir verði að leggjast á eitt við enn frekari uppbyggingu íbúða. „Þar sem allir þurfa að leggja sitt að mörkum bæði ríki og sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins. Þessi hópur var bjartsýnn á að hann muni skila af sér á réttum tíma sem er 20. janúar. Þannig að við eigum von á skýrum tillögum þá,“ segir forsætisráðherra. Þá sé ríkisstjórnin að skoða kerfisbreytingar á tekjuskattskerfinu þannig að það sinni bæði tekjuöflunar og tekjujöfnunarhlutverki sínu betur. „En síðan þegar skattprósentan er stillt af, sem við gerum í raun og veru árlega, skiptir auðvitað máli hver staða efnahagsmála er,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Húsnæðismál Tengdar fréttir ASÍ telur átakshóp um húsnæðismál fara of seint af stað Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms. 27. nóvember 2018 20:00 Anna og Gísli stýra átakshópi um húsnæðisvanda til að liðka fyrir kjaraviðræðum Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, verða formenn átakshóps stjórnvalda og heildarsamtaka á vinnumarkaði um húsnæðisvandann til að liðka fyrir kjaraviðræðum. 27. nóvember 2018 12:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Forsætisráðherra segir að tillögur stjórnvalda í húsnæðismálum muni liggja fyrir eftir miðjan næsta mánuð. Þörf sé á byggingu allt að átta þúsund íbúða til að mæta þörfum lægst launaða fólksins í landinu sem stjórnvöld og fleiri aðilar þurfi að sameinast um að uppfylla. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði átakshóp í húsnæðismálum fyrir um hálfum mánuði sem kynnti stöðu mála á fundi hennar og fjármálaráðherra með aðilum almenna- og opinbera vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðnum í gær. En forseti Alþýðusambandsins segir húsnæðismálin og skattamálin vera mikilvægust í tengslum við komandi kjarasamninga. „Ég er mjög bjartsýn á að þau muni koma með góðar tillögur sem verði mikilvægt innlegg til að leysa húsnæðisvandann. Við höfum lesið það þannig, eins og þú segir, verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á húsnæðismálin. Þau séu einn lykilinn að því að greiða fyrir kjarasamningum á almennum markaði,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin muni síðan kynna hugmyndir sínar um endurskoðun á tekjuskattskerfinu eftir áramót sem miði að því að styrkja stöðu lágtekjuhópa og lægri millitekjuhópa. Húsnæðishópurinn sé að skoða hvernig bregðast megi við skorti á húsnæði fyrir þessa hópa bæði til skemmri og lengri tíma. „Við vorum að fara yfir hvernig staðan er, hvað er í pípunum og hvað þarf til að leysa þennan vanda. Þar er talað um fimm til átta þúsund íbúðir eftir því hvort við erum að horfa á alla sem eru hér á landi. Þannig að þetta er verkefni,“ segir Katrín. Í dag leggja stjórnvöld til 18 prósent af stofnframlögum til byggingar tiltekins fjölda íbúða til óhagnaðardrifinna byggingarfélaga. Allir verði að leggjast á eitt við enn frekari uppbyggingu íbúða. „Þar sem allir þurfa að leggja sitt að mörkum bæði ríki og sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins. Þessi hópur var bjartsýnn á að hann muni skila af sér á réttum tíma sem er 20. janúar. Þannig að við eigum von á skýrum tillögum þá,“ segir forsætisráðherra. Þá sé ríkisstjórnin að skoða kerfisbreytingar á tekjuskattskerfinu þannig að það sinni bæði tekjuöflunar og tekjujöfnunarhlutverki sínu betur. „En síðan þegar skattprósentan er stillt af, sem við gerum í raun og veru árlega, skiptir auðvitað máli hver staða efnahagsmála er,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Húsnæðismál Tengdar fréttir ASÍ telur átakshóp um húsnæðismál fara of seint af stað Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms. 27. nóvember 2018 20:00 Anna og Gísli stýra átakshópi um húsnæðisvanda til að liðka fyrir kjaraviðræðum Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, verða formenn átakshóps stjórnvalda og heildarsamtaka á vinnumarkaði um húsnæðisvandann til að liðka fyrir kjaraviðræðum. 27. nóvember 2018 12:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
ASÍ telur átakshóp um húsnæðismál fara of seint af stað Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms. 27. nóvember 2018 20:00
Anna og Gísli stýra átakshópi um húsnæðisvanda til að liðka fyrir kjaraviðræðum Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, verða formenn átakshóps stjórnvalda og heildarsamtaka á vinnumarkaði um húsnæðisvandann til að liðka fyrir kjaraviðræðum. 27. nóvember 2018 12:27