Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2018 09:55 Samkvæmt heimildum WSJ kemur það fyrir að fyrrverandi embættismenn eins og Barr sendi dómsmálaráðuneytinu álit á málum að eigin frumkvæði. Vísir/AP William Barr, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til embættis dómsmálaráðherra, sagði rannsókn á hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar byggðist á „hættulega misskilinni“ kenningu í áliti sem hann sendi dómsmálaráðuneytinu óumbeðinn fyrr á þessu ári. Trump er sagður hafa vitað af bréfinu þegar hann tilnefndi Barr. Einn angi rannsóknarinnar sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stýrir beinist að því hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang réttvísinnar, ekki síst með því að reka James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í fyrra. Trump tilnefndi Barr sem eftirmann Jeff Sessions sem var rekinn sem dómsmálaráðherra daginn eftir þingkosningar í byrjun nóvember. Staðfesti öldungadeild þingsins hann í embætti hefði Barr sem dómsmálaráðherra umsjón með Rússarannsókninni svonefndu.Wall Street Journal segir frá tuttugu blaðsíðna áliti sem Barr sendi dómsmálaráðuneytinu óumbeðinn 8. júní. Bréfið var stílað á Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sem hefur haft umsjón með Rússarannsókninni frá því að Sessions lýsti sig vanhæfan í fyrra. Sagðist Barr vera fyrrverandi embættismaður og að hann vonaðist til þess að „sjónarmið hans reyndust gagnleg“. Hann hefði áhyggjur af rannsókninni á meintum tilraunum Trump til að hindra framgang réttvísinnar.Barr með George H.W. Bush forseta árið 1991.AP/Scott ApplewhiteHafði uppi stór orð um Mueller-rannsóknina Í álitinu sagðist Barr telja að Trump hefði haft fullt vald til þess að reka Comey. „Eins og ég skil þetta byggist kenning hans á nýstárlegri og lagalega óstuddri túlkun á lögunum,“ skrifaði Barr ráðuneytinu. Varaði hann við því að ef dómsmálaráðuneytið leyfði Mueller að halda áfram á sömu braut hefði það „grafalvarlegar afleiðingar langt umfram mörk þessa máls og ylli varanlegum skaða á forsetaembættinu og framkvæmd laga innan framkvæmdavaldsins“. Sagðist hann telja nálgun Mueller „frámunalega óábyrga“ með „mögulega hörmulegar afleiðingar“. Forseti gerist aðeins sekur um hindrun á framgangi réttvísinnar ef hann skipar vitnum að ljúga eða eyðileggur sönnunargögn. „Mueller ætti ekki að leyfast að krefja forsetann um að gangast undir yfirheyrslu um meinta hindrun,“ skrifaði Barr sem vildi ekki tjá sig um álitið við Wall Street Journal. Sagði Trump frá álitinu Fastlega má búast við að álitið verði dregið upp þegar þingið fer yfir tilnefningu Barr. Búist er við því að hann verði formlega tilnefndur í næsta mánuði og að nefndarfundir um skipanina verði haldnir í framhaldinu. Barr sagði Trump frá álitinu eftir að forsetinn bauð honum starfið og lét hann vita af því að það gæti vakið spurningar hjá þingmönnum. Wall Street Journal hefur eftir dómsmálaráðuneytinu að álit Barr valdi ekki hagsmunaárekstri. Barr var áður dómsmálaráðherra í tíð George H.W. Bush forseta. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump vill ráðherra Bush aftur í embætti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti að hann ætli að tilnefnda Bill Barr sem nýjan dómsmálaráðherra. 7. desember 2018 15:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
William Barr, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til embættis dómsmálaráðherra, sagði rannsókn á hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar byggðist á „hættulega misskilinni“ kenningu í áliti sem hann sendi dómsmálaráðuneytinu óumbeðinn fyrr á þessu ári. Trump er sagður hafa vitað af bréfinu þegar hann tilnefndi Barr. Einn angi rannsóknarinnar sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stýrir beinist að því hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang réttvísinnar, ekki síst með því að reka James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í fyrra. Trump tilnefndi Barr sem eftirmann Jeff Sessions sem var rekinn sem dómsmálaráðherra daginn eftir þingkosningar í byrjun nóvember. Staðfesti öldungadeild þingsins hann í embætti hefði Barr sem dómsmálaráðherra umsjón með Rússarannsókninni svonefndu.Wall Street Journal segir frá tuttugu blaðsíðna áliti sem Barr sendi dómsmálaráðuneytinu óumbeðinn 8. júní. Bréfið var stílað á Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sem hefur haft umsjón með Rússarannsókninni frá því að Sessions lýsti sig vanhæfan í fyrra. Sagðist Barr vera fyrrverandi embættismaður og að hann vonaðist til þess að „sjónarmið hans reyndust gagnleg“. Hann hefði áhyggjur af rannsókninni á meintum tilraunum Trump til að hindra framgang réttvísinnar.Barr með George H.W. Bush forseta árið 1991.AP/Scott ApplewhiteHafði uppi stór orð um Mueller-rannsóknina Í álitinu sagðist Barr telja að Trump hefði haft fullt vald til þess að reka Comey. „Eins og ég skil þetta byggist kenning hans á nýstárlegri og lagalega óstuddri túlkun á lögunum,“ skrifaði Barr ráðuneytinu. Varaði hann við því að ef dómsmálaráðuneytið leyfði Mueller að halda áfram á sömu braut hefði það „grafalvarlegar afleiðingar langt umfram mörk þessa máls og ylli varanlegum skaða á forsetaembættinu og framkvæmd laga innan framkvæmdavaldsins“. Sagðist hann telja nálgun Mueller „frámunalega óábyrga“ með „mögulega hörmulegar afleiðingar“. Forseti gerist aðeins sekur um hindrun á framgangi réttvísinnar ef hann skipar vitnum að ljúga eða eyðileggur sönnunargögn. „Mueller ætti ekki að leyfast að krefja forsetann um að gangast undir yfirheyrslu um meinta hindrun,“ skrifaði Barr sem vildi ekki tjá sig um álitið við Wall Street Journal. Sagði Trump frá álitinu Fastlega má búast við að álitið verði dregið upp þegar þingið fer yfir tilnefningu Barr. Búist er við því að hann verði formlega tilnefndur í næsta mánuði og að nefndarfundir um skipanina verði haldnir í framhaldinu. Barr sagði Trump frá álitinu eftir að forsetinn bauð honum starfið og lét hann vita af því að það gæti vakið spurningar hjá þingmönnum. Wall Street Journal hefur eftir dómsmálaráðuneytinu að álit Barr valdi ekki hagsmunaárekstri. Barr var áður dómsmálaráðherra í tíð George H.W. Bush forseta.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump vill ráðherra Bush aftur í embætti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti að hann ætli að tilnefnda Bill Barr sem nýjan dómsmálaráðherra. 7. desember 2018 15:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Trump vill ráðherra Bush aftur í embætti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti að hann ætli að tilnefnda Bill Barr sem nýjan dómsmálaráðherra. 7. desember 2018 15:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent