Trump var þar að funda með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi, þeim Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni, og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar.
Trump sagði frá því á Twitter að fundurinn hafi verið tímasóun. Sagðist hann hafa yfirgefið fundinn eftir að Pelosi hafi hafnað því að styðja við fjárveitingar til byggingar múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. „Ég sagði bless, bless. Ekkert annað virkar!“ sagði Trump.
Just left a meeting with Chuck and Nancy, a total waste of time. I asked what is going to happen in 30 days if I quickly open things up, are you going to approve Border Security which includes a Wall or Steel Barrier? Nancy said, NO. I said bye-bye, nothing else works!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2019
5,7 milljarðar dala
Trump hefur hótað því að lýsa yfir neyðarástandi vegna „krísunnar“ á landamærunum. Þannig gæti forsetinn sniðgengið þingið í þeim tilgangi að halda vinnu áfram við að reisa múr á landamærunum.Forsetinn segir að Bandaríkjunum stafi mikil ógn af þeim innflytjendum sem reyna að komast inn í landið. Trump hefur farið fram á að Bandaríkjaþing veiti 5,7 milljarða dollara til byggingar múrsins.