Í þættinum í morgun var vel haldið upp á daginn og fékk Þráinn fjölmargar afmælisgjafir. Meðal þeirra var kóngurinn sjálfur, Bubbi Morthens, sem mætti óvænt í hljóðverið og kom Þráni á óvart.
Bubbi steig inn í hljóðverið og söng fyrir Þráinn. Hann kom úr Kjósinni til þess eins að heilsa upp á afmælisbarnið. Skemmtileg uppákoma og spjall sem heyra má hér að neðan.