150 milljónir fram úr áætlun við Fiskiðjuna í Eyjum Sighvatur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 13:45 Umrædd Fiskiðja í Eyjum. Eyjar.net Heildarkostnaður framkvæmda Vestmannaeyjabæjar við Fiskiðjuna er ríflega sex hundruð milljónir króna. Þar af eru framkvæmdir utanhúss komnar um 150 milljónum króna fram úr upphaflegum áætlunum. Formaður bæjarráðs Vestmannaeyja segir að rík ástæða sé til að skoða framkvæmdirnar ofan í kjölinn. Framkvæmdirnar við Fiskiðjuna í Vestmannaeyjum felast í því að breyta gömlu fiskvinnsluhúsi í atvinnuhúsnæði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þá verður endurnýjað fiska- og náttúrugripasafn á fyrstu hæð hússins ásamt hvalasafni sem verður rekið í samstarfið við fyrirtækið Merlin.Vefmiðilinn Eyjar.net hefur fjallað um kostnað við framkvæmdirnar. Haft er eftir framkvæmdastjóra umhverifs- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyja að heildarkostnaður sé kominn yfir sex hundruð milljónir króna. Þar af er kostnaður vegna framkvæmda utanhúss og frágangs lóðar um 326 milljónir króna, ríflega 150 milljónum meira en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.Njáll RagnarssonVísirFyrir rúmum tveimur árum var rætt um upphæðir framkvæmdanna á fundi framkvæmda og hafnarráðs. Þá bókaði fulltrúi Eyjalistans að kostnaður vegna framkvæmda utanhúss stefni í að verða 300 milljónir, þrátt fyrir upphaflegar áætlanir upp á 158 milljónir. Málið snýst um framkvæmdir á þremur hæðum hússins en töluverð vinna er enn eftir við þriðju hæðina. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs og oddviti Eyjalistans, segir að framkvæmdir hjá ríki og sveitarfélögum hafi tilhneigingu til að fara fram úr fjárhagsáætlunum. Framúrkeyrsla upp á ríflega hundrað milljónir vegna framkvæmda utanhúss sé allt of mikil. „Ég tel að þarna sé komin rík ástæða til að skoða þessa framkvæmd ofan í kjölinn, athuga hvað hefur brugðist. Hvort það sé í áætlanagerð eða hvort það skýrist af kostnaðarþáttum sem ekki var gert ráð fyrir upphaflega. Mín skoðun er sú að við þurfum að fara yfir þetta mál frá A til Ö og komast að því hvað hefur brugðist og hvernig við getum lagað verkferla hjá okkur þannig að svona endurtaki sig ekki,“ segir Njáll. Ekki náðist í Ólaf Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært 10. janúarÓlafur Snorrason segir framúrkeyrsluna nema 56 milljónum. Nánar hér. Sjávarútvegur Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Heildarkostnaður framkvæmda Vestmannaeyjabæjar við Fiskiðjuna er ríflega sex hundruð milljónir króna. Þar af eru framkvæmdir utanhúss komnar um 150 milljónum króna fram úr upphaflegum áætlunum. Formaður bæjarráðs Vestmannaeyja segir að rík ástæða sé til að skoða framkvæmdirnar ofan í kjölinn. Framkvæmdirnar við Fiskiðjuna í Vestmannaeyjum felast í því að breyta gömlu fiskvinnsluhúsi í atvinnuhúsnæði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þá verður endurnýjað fiska- og náttúrugripasafn á fyrstu hæð hússins ásamt hvalasafni sem verður rekið í samstarfið við fyrirtækið Merlin.Vefmiðilinn Eyjar.net hefur fjallað um kostnað við framkvæmdirnar. Haft er eftir framkvæmdastjóra umhverifs- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyja að heildarkostnaður sé kominn yfir sex hundruð milljónir króna. Þar af er kostnaður vegna framkvæmda utanhúss og frágangs lóðar um 326 milljónir króna, ríflega 150 milljónum meira en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.Njáll RagnarssonVísirFyrir rúmum tveimur árum var rætt um upphæðir framkvæmdanna á fundi framkvæmda og hafnarráðs. Þá bókaði fulltrúi Eyjalistans að kostnaður vegna framkvæmda utanhúss stefni í að verða 300 milljónir, þrátt fyrir upphaflegar áætlanir upp á 158 milljónir. Málið snýst um framkvæmdir á þremur hæðum hússins en töluverð vinna er enn eftir við þriðju hæðina. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs og oddviti Eyjalistans, segir að framkvæmdir hjá ríki og sveitarfélögum hafi tilhneigingu til að fara fram úr fjárhagsáætlunum. Framúrkeyrsla upp á ríflega hundrað milljónir vegna framkvæmda utanhúss sé allt of mikil. „Ég tel að þarna sé komin rík ástæða til að skoða þessa framkvæmd ofan í kjölinn, athuga hvað hefur brugðist. Hvort það sé í áætlanagerð eða hvort það skýrist af kostnaðarþáttum sem ekki var gert ráð fyrir upphaflega. Mín skoðun er sú að við þurfum að fara yfir þetta mál frá A til Ö og komast að því hvað hefur brugðist og hvernig við getum lagað verkferla hjá okkur þannig að svona endurtaki sig ekki,“ segir Njáll. Ekki náðist í Ólaf Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært 10. janúarÓlafur Snorrason segir framúrkeyrsluna nema 56 milljónum. Nánar hér.
Sjávarútvegur Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira