Prins Póló pollrólegur þó að jörð hans hafi margfaldast í verði Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2019 12:30 Þau hjónin hafi búið á Karlsstöðum síðan 2014 með börnum sínum þremur. „Það er svo sem voðalega lítið að fara breytast og við erum bara að undirbúa sumarið og halda áfram með þennan rekstur,“ segir Svavars Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló en hann og eiginkona hans Berglind Häsler hafa sett Karlsstaði í Berufirði á sölu. Þau hjónin hafa undanfarin fimm ár verið með allskyns rekstur á bænum. Fasteignaauglýsingin hefur vakið verulega athygli en verðið á jörðinni hefur margfaldast. Nú eru settar á hana 220 milljónir króna en, Karlsstaðir höfðu áður gengið kaupum og sölum og var hún keypt á 24 milljónir árið 2005. Hún hefur sem sagt hækkað um tæpar 200 milljónir á aðeins 14 árum. DV greindi meðal annarra frá því en sú staðreynd truflar hinn pollrólega Svavar Pétur ekki hið minnsta. „Við erum að sinna ýmsum verkefnum bæði í tónlist og ferðamannabransanum og erum ekkert að flýta okkur neitt. Þetta er bara komið á sölu eins og mörg önnur fyrirtæki í landinu. Bara ef einhver hefur áhuga á að taka þátt í þessu með okkur eða hvernig sem það er. Okkur liggur ekkert á að selja og þurfum ekkert að losna við þennan rekstur.“ Svavar segir að vel gangi og þau hjónin séu á fullu að undirbúa næstu mánuði. „Það er bara vel bókað hjá okkur og við erum strax byrjuð að bóka hljómsveitir fyrir tónleikaseríuna í sumar og bara allt á fullu,“ segir Svavar en undanfarin sumur hafa verið tónleikar einu sinni í viku í sal á Karlsstöðum og hafa þeir oft vakið mikla athygli.Hér má sjá Svavar rétt eftir að þó hjónin fjárfestu í eigninni. Mikið vatn runnið til sjávar síðan þá.Svavar segir að þau hjónin hafi komið að Karlsstöðum sem hálfgerðu eyðibýli árið 2014. „Við byggðum þetta upp sem ferðaþjónustu og erum búin að eyða í þetta ansi miklu vöðvaafli og tíma. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en við ákváðum að skoða það hvort einhver hafi áhuga á eigninni.“ Jörðin Karlsstaðir liggur milli fjalls og fjöru á útströnd Berufjarðar í Djúpavogshreppi. Hún er 530 hektarar að stærð og þar af 25 hektarar af ræktuðu túni og matjurtagarði. Gistirými eru fyrir 42 í tveimur byggingum, uppgerðu húsi og nýlega endurbyggðu húsi, veislusalur með veitingaleyfi fyrir hundrað manns. Auk þess er nýleg aðstaða fyrir matvælaframleiðslu eins og segir í fasteignalýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis. Húsin sjálf eru um þúsund fermetrar og voru þau byggð upphaflega árið 1976. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni sem er nú komin á sölu.Karlsstaðir stendur á einstaklega fallegu landi.Húsin eru nokkur og hefur verið gert töluvert fyrir þau.Hér má sjá nýja viðbyggingu sem kölluð er Havarí og er það fallegur veislu og tónleikasalur.Hér má sjá inn í veislusalinn sjálfan.Gistirými eru fyrir 42 manns.Þau hjónin hafa tekið stóran hluta af eigninni í gegn.Hér má sjá eitt af húsunum sem fylgir Karlsstöðum. Djúpivogur Hús og heimili Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira
„Það er svo sem voðalega lítið að fara breytast og við erum bara að undirbúa sumarið og halda áfram með þennan rekstur,“ segir Svavars Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló en hann og eiginkona hans Berglind Häsler hafa sett Karlsstaði í Berufirði á sölu. Þau hjónin hafa undanfarin fimm ár verið með allskyns rekstur á bænum. Fasteignaauglýsingin hefur vakið verulega athygli en verðið á jörðinni hefur margfaldast. Nú eru settar á hana 220 milljónir króna en, Karlsstaðir höfðu áður gengið kaupum og sölum og var hún keypt á 24 milljónir árið 2005. Hún hefur sem sagt hækkað um tæpar 200 milljónir á aðeins 14 árum. DV greindi meðal annarra frá því en sú staðreynd truflar hinn pollrólega Svavar Pétur ekki hið minnsta. „Við erum að sinna ýmsum verkefnum bæði í tónlist og ferðamannabransanum og erum ekkert að flýta okkur neitt. Þetta er bara komið á sölu eins og mörg önnur fyrirtæki í landinu. Bara ef einhver hefur áhuga á að taka þátt í þessu með okkur eða hvernig sem það er. Okkur liggur ekkert á að selja og þurfum ekkert að losna við þennan rekstur.“ Svavar segir að vel gangi og þau hjónin séu á fullu að undirbúa næstu mánuði. „Það er bara vel bókað hjá okkur og við erum strax byrjuð að bóka hljómsveitir fyrir tónleikaseríuna í sumar og bara allt á fullu,“ segir Svavar en undanfarin sumur hafa verið tónleikar einu sinni í viku í sal á Karlsstöðum og hafa þeir oft vakið mikla athygli.Hér má sjá Svavar rétt eftir að þó hjónin fjárfestu í eigninni. Mikið vatn runnið til sjávar síðan þá.Svavar segir að þau hjónin hafi komið að Karlsstöðum sem hálfgerðu eyðibýli árið 2014. „Við byggðum þetta upp sem ferðaþjónustu og erum búin að eyða í þetta ansi miklu vöðvaafli og tíma. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en við ákváðum að skoða það hvort einhver hafi áhuga á eigninni.“ Jörðin Karlsstaðir liggur milli fjalls og fjöru á útströnd Berufjarðar í Djúpavogshreppi. Hún er 530 hektarar að stærð og þar af 25 hektarar af ræktuðu túni og matjurtagarði. Gistirými eru fyrir 42 í tveimur byggingum, uppgerðu húsi og nýlega endurbyggðu húsi, veislusalur með veitingaleyfi fyrir hundrað manns. Auk þess er nýleg aðstaða fyrir matvælaframleiðslu eins og segir í fasteignalýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis. Húsin sjálf eru um þúsund fermetrar og voru þau byggð upphaflega árið 1976. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni sem er nú komin á sölu.Karlsstaðir stendur á einstaklega fallegu landi.Húsin eru nokkur og hefur verið gert töluvert fyrir þau.Hér má sjá nýja viðbyggingu sem kölluð er Havarí og er það fallegur veislu og tónleikasalur.Hér má sjá inn í veislusalinn sjálfan.Gistirými eru fyrir 42 manns.Þau hjónin hafa tekið stóran hluta af eigninni í gegn.Hér má sjá eitt af húsunum sem fylgir Karlsstöðum.
Djúpivogur Hús og heimili Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira