Veselnitskaya ákærð fyrir að hindra framgang réttvísinnar Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2019 16:05 Natalia Veselnitskaya, rússneski lögfræðingurinn sem fundað með Donald Trump yngri og öðrum starfsmönnum framboðs Trump í júní 2016. AP/Dmitry Serebryakov Rússneski lögmaðurinn Natalia Veselnitskaya hefur verið ákærð í Bandaríkjunum fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Ákæran snýr að umfangsmiklu dómsmáli varðandi svik og peningaþvætti rússneskra glæpamanna. Veselnitskaya er þó hvað þekktust vegna fundar hennar og forsvarsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í turni Trump í New York árið 2016. Milliliður hafði boðað til fundarins með því loforði að Veselnitskaya væri á vegum yfirvalda Rússlands og hún ætlaði að veita framboði Trump upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Hún hefur verið til rannsóknar hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakenda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Veselniskaya var lögmaður fyrirtækisins Prevezon Holdings en saksóknarar á Manhattan hafa reynt að leggja hald á milljóna dala eignir fyrirtækisins og annarra vegna umfangsmikilla svika og fjárþvættis rússneskra glæpamanna í Bandaríkjunum. Saksóknarar segja skipulögð glæpasamtök hafa svikið um 230 milljónir dala út úr skattkerfi Bandaríkjanna. Þessi peningar hafi svo verið fluttir á milli skúffufyrirtækja áður en þeir enduðu í sjóðum fasteignafélagsins Prevezon, sem er skráð á Kýpur. Fyrirtækið þvættaði svo féð í fasteignum og þá meðal annars á Manhattan í New York. Svikahrapparnir þóttust vera forsvarsmenn bandarískra fyrirtækja til að svíkja fé úr skattinum. Móðurfélag fyrirtækjanna sem um ræðir, réð hóp lögmanna til að rannsaka málið og þar á meðal var Rússinn Sergei Magnitsky. Þeir komust á snoðir um svikin og bendluðu rússneska embættismenn við málið. Magnitsky var þó handtekinn í Rússlandi og lést í fangelsi. Saksóknarar segja hann hafa verið barinn af fangavörðum og sjúkraflutningamönnum hafi verið meinaður aðgangur að honum í fangelsi. Í kjölfar þessa voru lög sem kallast Magnitsky Act sett á í Bandaríkjunum og þau gera yfirvöldum Bandaríkjanna kleift að beita rússneska embættismenn sem fremja mannréttindabrot refsiaðgerðum. Í ákæru sem opinberuð var í dag segir að yfirvöld Rússlands hafi neitað að starfa með rannsakendum í Bandaríkjunum. Þess í stað hafi þeir sent bréf til Bandaríkjanna sem ætlað var að hreinsa rússneska embættismenn og starfsmenn Prevezon af sök. Veselnitskaya er gert að starfað með rússneskum saksóknara við skriftir bréfsins og logið fyrir dómi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Rússneski lögmaðurinn Natalia Veselnitskaya hefur verið ákærð í Bandaríkjunum fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Ákæran snýr að umfangsmiklu dómsmáli varðandi svik og peningaþvætti rússneskra glæpamanna. Veselnitskaya er þó hvað þekktust vegna fundar hennar og forsvarsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í turni Trump í New York árið 2016. Milliliður hafði boðað til fundarins með því loforði að Veselnitskaya væri á vegum yfirvalda Rússlands og hún ætlaði að veita framboði Trump upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Hún hefur verið til rannsóknar hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakenda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Veselniskaya var lögmaður fyrirtækisins Prevezon Holdings en saksóknarar á Manhattan hafa reynt að leggja hald á milljóna dala eignir fyrirtækisins og annarra vegna umfangsmikilla svika og fjárþvættis rússneskra glæpamanna í Bandaríkjunum. Saksóknarar segja skipulögð glæpasamtök hafa svikið um 230 milljónir dala út úr skattkerfi Bandaríkjanna. Þessi peningar hafi svo verið fluttir á milli skúffufyrirtækja áður en þeir enduðu í sjóðum fasteignafélagsins Prevezon, sem er skráð á Kýpur. Fyrirtækið þvættaði svo féð í fasteignum og þá meðal annars á Manhattan í New York. Svikahrapparnir þóttust vera forsvarsmenn bandarískra fyrirtækja til að svíkja fé úr skattinum. Móðurfélag fyrirtækjanna sem um ræðir, réð hóp lögmanna til að rannsaka málið og þar á meðal var Rússinn Sergei Magnitsky. Þeir komust á snoðir um svikin og bendluðu rússneska embættismenn við málið. Magnitsky var þó handtekinn í Rússlandi og lést í fangelsi. Saksóknarar segja hann hafa verið barinn af fangavörðum og sjúkraflutningamönnum hafi verið meinaður aðgangur að honum í fangelsi. Í kjölfar þessa voru lög sem kallast Magnitsky Act sett á í Bandaríkjunum og þau gera yfirvöldum Bandaríkjanna kleift að beita rússneska embættismenn sem fremja mannréttindabrot refsiaðgerðum. Í ákæru sem opinberuð var í dag segir að yfirvöld Rússlands hafi neitað að starfa með rannsakendum í Bandaríkjunum. Þess í stað hafi þeir sent bréf til Bandaríkjanna sem ætlað var að hreinsa rússneska embættismenn og starfsmenn Prevezon af sök. Veselnitskaya er gert að starfað með rússneskum saksóknara við skriftir bréfsins og logið fyrir dómi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira