Fékk 118 milljóna bónusgreiðslu fyrir sigurinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2019 23:45 Nick Foles er meira en hundrað milljónum ríkari eftir leikinn í gær. Getty/Brett Carlsen Nick Foles er annað árið í röð kominn með lið Philadelphia Eagles á fleygiferð í úrslitakeppni NFL-deildarinnar og aftur á tímabili þegar hann átti bara að vera varamaður. Annnað tímabilið í röð meiddist nefnilega aðalleikstjórnandi Philadelphia Eagles, Carson Wentz, rétt fyrir úrslitakeppni og aftur treystu Ernirnir á hinn 29 ára gamla leikstjórnanda sinn. Í fyrra fór Nick Foles alla leið með liðið í úrslitaleikinn og Philadelphia Eagles varð þá Super Bowl meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Foles var jafnframt kosinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Í ár rétt skreið Philadelphia Eagles inn í úrslitakeppnina en vann síðan óvæntan en um leið nauman og dramatískan útisigur á Chicago Bears í nótt. Nick Foles leiddi lokasókn Eagles og átti snertimarkssendingu sem kom liðinu yfir í 16-15. Chicago Bears fékk tækifæri til að tryggja sér sigur á vallarmarki fimm sekúndum fyrir leikslok en sparkari Chicago Bears skaut í stöng og út. Former Eagles kicker Cody Parkey's blocked FG earned Nick Foles a cool $1M bonushttps://t.co/x8JXdn4EVUpic.twitter.com/PCrPUS7rpI — Yahoo Sports (@YahooSports) January 7, 2019 Það er ekki á hverju ári sem besti leikmaður Super Bowl árið á undan sættir sig við að vera varamaður en það gerði Nick Foles engu að síður í vetur. Foles samdi hinsvegar vel síðasta sumar og það voru fyrir vikið margir ríflegir bónusar í boði fyrir hann á þessu tímabili. Tveir af þessum bónusum komu í hús með sigrinum á Chicago Bears á Soldier Field. Sigurinn þýddi eina milljón dollara bónusgreiðslur fyrir Foles eða 118 milljónir íslenskra króna. Nick Foles fékk 500 þúsund fyrir að spila 33 prósent af sóknum í leik í úrslitakeppni og aðra 500 þúsund dollara fyrir að vinna leik í úrslitakeppni. Annar 500 þúsund dollara bónus er líka í boði fyrir Foles takist Philadelphia Eagles að vinna New Orleans Saints í næstu umferð úrslitakeppninnar um komandi helgi. Saints er eitt allra besta lið deildarinnar og miklu sigurstranglegra en það er víst aldrei hægt að afskrifa Nick Foles. NFL Ofurskálin Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Nick Foles er annað árið í röð kominn með lið Philadelphia Eagles á fleygiferð í úrslitakeppni NFL-deildarinnar og aftur á tímabili þegar hann átti bara að vera varamaður. Annnað tímabilið í röð meiddist nefnilega aðalleikstjórnandi Philadelphia Eagles, Carson Wentz, rétt fyrir úrslitakeppni og aftur treystu Ernirnir á hinn 29 ára gamla leikstjórnanda sinn. Í fyrra fór Nick Foles alla leið með liðið í úrslitaleikinn og Philadelphia Eagles varð þá Super Bowl meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Foles var jafnframt kosinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Í ár rétt skreið Philadelphia Eagles inn í úrslitakeppnina en vann síðan óvæntan en um leið nauman og dramatískan útisigur á Chicago Bears í nótt. Nick Foles leiddi lokasókn Eagles og átti snertimarkssendingu sem kom liðinu yfir í 16-15. Chicago Bears fékk tækifæri til að tryggja sér sigur á vallarmarki fimm sekúndum fyrir leikslok en sparkari Chicago Bears skaut í stöng og út. Former Eagles kicker Cody Parkey's blocked FG earned Nick Foles a cool $1M bonushttps://t.co/x8JXdn4EVUpic.twitter.com/PCrPUS7rpI — Yahoo Sports (@YahooSports) January 7, 2019 Það er ekki á hverju ári sem besti leikmaður Super Bowl árið á undan sættir sig við að vera varamaður en það gerði Nick Foles engu að síður í vetur. Foles samdi hinsvegar vel síðasta sumar og það voru fyrir vikið margir ríflegir bónusar í boði fyrir hann á þessu tímabili. Tveir af þessum bónusum komu í hús með sigrinum á Chicago Bears á Soldier Field. Sigurinn þýddi eina milljón dollara bónusgreiðslur fyrir Foles eða 118 milljónir íslenskra króna. Nick Foles fékk 500 þúsund fyrir að spila 33 prósent af sóknum í leik í úrslitakeppni og aðra 500 þúsund dollara fyrir að vinna leik í úrslitakeppni. Annar 500 þúsund dollara bónus er líka í boði fyrir Foles takist Philadelphia Eagles að vinna New Orleans Saints í næstu umferð úrslitakeppninnar um komandi helgi. Saints er eitt allra besta lið deildarinnar og miklu sigurstranglegra en það er víst aldrei hægt að afskrifa Nick Foles.
NFL Ofurskálin Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira