Sendlinum krossbrá þegar fjöldi lögreglumanna beið hans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2019 10:54 Sigurður segist hafa fengið þá hugmynd að fela amfetamín í taflmönnum. Töluverð vinna fór í að koma efnunum fyrir en lögregluyfirvöld virðast hafa lesið Sigurð eins og opna bók. Wikimedia Commons Jóhann Axel Viðarsson, 21 árs karlmaður sem í janúar í fyrra tók við meintum fíkniefnum sem stíluð voru á Skáksamband Íslands, segist ekki hafa áttað sig á alvarleika málsins fyrr en hann var handtekinn af miklum fjölda lögreglumanna. Jóhann Axel virðist hafa verið í hlutverki sendils í málinu. Sagðist Jóhann Axel hafa fengið skilaboð frá Hákoni Erni Bergmann að taka við sendingunni, greiða af henni toll og fara með hana að knattspyrnusvæði við Tungubakka í Mosfellsbæ.Taldi að um stera væri að ræða Sagði Jóhann Axel við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að hann hefði talið að um stera væri að ræða. Þegar fjöldi lögreglumanna hefði handtekið hann áttaði hann sig í því að hann væri flæktur í alvarlegra mál. Vildi maðurinn meina að um þrjátíu lögreglumenn hefðu beðið hans. Jóhann Axel sagðist hafa skuldað Hákoni Erni þrjú hundruð þúsund krónur vegna fíkniefna sem hann hefði tekið í leyfisleysi frá Hákoni fyrir mörgum árum. Átti hann að sækja pakkann og afhenda hann og vera þá laus allra mála. Jóhann Axel segist hafa ályktað út frá upphæðinni að um stera væri að ræða því enginn heilvita maður myndi flækja sig í svo stórt mál, líkt og reyndin er í dag, fyrir jafn lága upphæð. Jóhann Axel var úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldi af því að hann var handtekinn í janúar. Hann sagðist hafa farið í meðferð í apríl í fyrra og tekið líf sitt í gegn. Hann væri edrú í dag.Tjáði sig ekki Sigurður Kristinsson, sem ákærður er fyrir að hafa lagt á ráðin við innflutning á fimm kílóum af amfetamíni, kaus að tjá sig ekki frekar um málið í morgun. Hann hefur játað að hluta en er ósammála ákæruvaldinu um magn og styrkleika efnanna. Þá segir Hákon Örn Bergmann, sem ákærður er fyrir skipulagningu, hafa átt von á peningagreiðslu frá Sigurði vegna þriggja milljóna króna láns sem hann hafði veitt æskuvini sínum. Hann hefði verið meðvirkur með Sigurði vini sínum. Dómsmál Skáksambandsmálið Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Jóhann Axel Viðarsson, 21 árs karlmaður sem í janúar í fyrra tók við meintum fíkniefnum sem stíluð voru á Skáksamband Íslands, segist ekki hafa áttað sig á alvarleika málsins fyrr en hann var handtekinn af miklum fjölda lögreglumanna. Jóhann Axel virðist hafa verið í hlutverki sendils í málinu. Sagðist Jóhann Axel hafa fengið skilaboð frá Hákoni Erni Bergmann að taka við sendingunni, greiða af henni toll og fara með hana að knattspyrnusvæði við Tungubakka í Mosfellsbæ.Taldi að um stera væri að ræða Sagði Jóhann Axel við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að hann hefði talið að um stera væri að ræða. Þegar fjöldi lögreglumanna hefði handtekið hann áttaði hann sig í því að hann væri flæktur í alvarlegra mál. Vildi maðurinn meina að um þrjátíu lögreglumenn hefðu beðið hans. Jóhann Axel sagðist hafa skuldað Hákoni Erni þrjú hundruð þúsund krónur vegna fíkniefna sem hann hefði tekið í leyfisleysi frá Hákoni fyrir mörgum árum. Átti hann að sækja pakkann og afhenda hann og vera þá laus allra mála. Jóhann Axel segist hafa ályktað út frá upphæðinni að um stera væri að ræða því enginn heilvita maður myndi flækja sig í svo stórt mál, líkt og reyndin er í dag, fyrir jafn lága upphæð. Jóhann Axel var úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldi af því að hann var handtekinn í janúar. Hann sagðist hafa farið í meðferð í apríl í fyrra og tekið líf sitt í gegn. Hann væri edrú í dag.Tjáði sig ekki Sigurður Kristinsson, sem ákærður er fyrir að hafa lagt á ráðin við innflutning á fimm kílóum af amfetamíni, kaus að tjá sig ekki frekar um málið í morgun. Hann hefur játað að hluta en er ósammála ákæruvaldinu um magn og styrkleika efnanna. Þá segir Hákon Örn Bergmann, sem ákærður er fyrir skipulagningu, hafa átt von á peningagreiðslu frá Sigurði vegna þriggja milljóna króna láns sem hann hafði veitt æskuvini sínum. Hann hefði verið meðvirkur með Sigurði vini sínum.
Dómsmál Skáksambandsmálið Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent