Reykjanesbær skákar Akureyri sem fjórða stærsta sveitarfélagið Sveinn Arnarsson skrifar 7. janúar 2019 06:00 Bítlabærinn hefur stækkað gífurlega síðustu ár. Áframhaldandi íbúafjölgun er í kortunum segir bæjarstjóri. Fréttablaðið/GVA Ljóst er að Reykjanesbær mun að öllum líkindum verða fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins í lok mánaðar ef íbúaþróun landsmanna helst óbreytt. Þannig skákar Reykjanesbær Akureyri og fer fram úr hvað íbúafjölda varðar. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár um íbúafjölda í sveitarfélögum frá 1. janúar. Mikil fjölgun hefur verið á Suðurnesjum á síðustu árum og því fyrirséð að á einhverjum tímapunkti yrði Reykjanesbær fjórða fjölmennasta sveitarfélagið. Það sæti hefur Akureyri skipað í áratugi.Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar.„Í sjálfu sér er gott að Reykjanesbær sé að stækka en það skiptir ekki höfuðmáli að við séum stærri en Akureyri,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. „Í megindráttum eru tvær ástæður fyrir þessari fjölgun; gríðarlega mikill uppvöxtur Keflavíkurflugvallar og þörf á vinnuafli þar, sem og að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á til þess að gera hagstæðu verði.“ Akureyri hefur vaxið hægt en örugglega síðustu áratugi á meðan sveitarfélög í námunda við höfuðborgina hafa vaxið mjög hratt undanfarin ár. Sama má segja um lítil sveitarfélög í nágrenni við Akureyri sem njóta góðs af þeirri nálægð. Hörgársveit til að mynda stækkar um rúm sex prósent, hlutfallslega sama og Reykjanesbær. „Það er auðvitað keppikefli okkar Akureyringa að vera eitt af stærstu sveitarfélögum landsins. Eyjafjarðarsvæðið er vaxtarsvæði og í heild sinni sterkt samfélag,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbærÁsthildur segir mikilvægt að styrkja innviði ferðaþjónustu vítt og breitt um landið og auka millilandaflug um Akureyrarvöll. „Vöxtur Reykjanesbæjar hefur að stærstum hluta verið vegna umsvifa á Keflavíkurflugvelli og aukins straums ferðamanna til landsins,“ segir Ásthildur. „Það sýnir að gátt inn í landið getur verið vel heppnuð byggðaaðgerð. Því skiptir miklu máli að fjölga gáttum inn í landið til að styðja við atvinnulíf um allt land og nýta þá innviði sem fyrir eru með tiltölulega litlum kostnaði fyrir ríkið.“ Kjartan Már segir ekkert benda til annars en að vöxturinn haldi áfram í Reykjanesbæ og að til bæjarins komi einstaklingar hvaðanæva úr heiminum til að starfa við ferðaþjónustu. „Fjölgunin er að mestum hluta útlendingar sem koma hingað til að vinna á Keflavíkurflugvelli,“ segir Kjartan Már. „Það er ekkert sem bendir til annars en að þetta haldi áfram nema stórkostlegt bakslag verði í starfsemi vallarins eða flugfélaganna sem fara um völlinn.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Ljóst er að Reykjanesbær mun að öllum líkindum verða fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins í lok mánaðar ef íbúaþróun landsmanna helst óbreytt. Þannig skákar Reykjanesbær Akureyri og fer fram úr hvað íbúafjölda varðar. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár um íbúafjölda í sveitarfélögum frá 1. janúar. Mikil fjölgun hefur verið á Suðurnesjum á síðustu árum og því fyrirséð að á einhverjum tímapunkti yrði Reykjanesbær fjórða fjölmennasta sveitarfélagið. Það sæti hefur Akureyri skipað í áratugi.Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar.„Í sjálfu sér er gott að Reykjanesbær sé að stækka en það skiptir ekki höfuðmáli að við séum stærri en Akureyri,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. „Í megindráttum eru tvær ástæður fyrir þessari fjölgun; gríðarlega mikill uppvöxtur Keflavíkurflugvallar og þörf á vinnuafli þar, sem og að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á til þess að gera hagstæðu verði.“ Akureyri hefur vaxið hægt en örugglega síðustu áratugi á meðan sveitarfélög í námunda við höfuðborgina hafa vaxið mjög hratt undanfarin ár. Sama má segja um lítil sveitarfélög í nágrenni við Akureyri sem njóta góðs af þeirri nálægð. Hörgársveit til að mynda stækkar um rúm sex prósent, hlutfallslega sama og Reykjanesbær. „Það er auðvitað keppikefli okkar Akureyringa að vera eitt af stærstu sveitarfélögum landsins. Eyjafjarðarsvæðið er vaxtarsvæði og í heild sinni sterkt samfélag,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbærÁsthildur segir mikilvægt að styrkja innviði ferðaþjónustu vítt og breitt um landið og auka millilandaflug um Akureyrarvöll. „Vöxtur Reykjanesbæjar hefur að stærstum hluta verið vegna umsvifa á Keflavíkurflugvelli og aukins straums ferðamanna til landsins,“ segir Ásthildur. „Það sýnir að gátt inn í landið getur verið vel heppnuð byggðaaðgerð. Því skiptir miklu máli að fjölga gáttum inn í landið til að styðja við atvinnulíf um allt land og nýta þá innviði sem fyrir eru með tiltölulega litlum kostnaði fyrir ríkið.“ Kjartan Már segir ekkert benda til annars en að vöxturinn haldi áfram í Reykjanesbæ og að til bæjarins komi einstaklingar hvaðanæva úr heiminum til að starfa við ferðaþjónustu. „Fjölgunin er að mestum hluta útlendingar sem koma hingað til að vinna á Keflavíkurflugvelli,“ segir Kjartan Már. „Það er ekkert sem bendir til annars en að þetta haldi áfram nema stórkostlegt bakslag verði í starfsemi vallarins eða flugfélaganna sem fara um völlinn.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira