Haldið upp á þrettándann í dag Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 6. janúar 2019 15:00 Brennur verða meðal annars í Vesturbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Vísir/Anton Þrettándagleði verður haldin víða á höfuðborgarsvæðinu í dag með tilheyrandi brennum og flugeldum. Þrír viðburðir verða í Reykjavík, í Vesturbænum, Grafarvogi og Grafarholti og hefjast þeir ýmist klukkan sex eða hálf sjö. Þá verða brennur á fleiri stöðum á landinu, á Álftanesi, Selfossi og Akureyri svo eitthvað sé nefnt. Orðið „þrettándinn“ er stytting á þrettándi dagur jóla og er almennt kallaður síðasti dagur jóla. Hann á sér þó langa og gríðarlega merkilega sögu að sögn Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðings. „Ásamt jólanóttinni og nýársnóttinni er þrettándanóttin sú sem mest dultrú hefur lengst af hvílt á í íslenskri þjóðtrú,“ segir Ólína. Þetta er nóttin þegar álfar og huldufólk fara á stjá og nóttin sem kýrnar fá mál. „Hér fyrr á öldum þá töldu menn að fæðingardagur frelsarans væri þessi dagur. Síðan færðist hann framar til 25. desember. Síðan var tímatalinu breytt um 1700 og þá færðist jólahelgin í rauninni til í dagatalinu en Jón Árnason Skálholtsbiskup gaf út almanak árið 1707 og þá merkir hann við 5. janúar, daginn fyrir þrettándann, sem jóladaginn gamla og hann var lengi vel þessi dagur kallaður gömlu jólin,“ segir Ólína. Ólína segir að þetta sé líklegast skýringin á því hvers vegna Íslendingar haldi enn upp á þennan dag þrátt fyrir að hann hafi litla merkingu. Þrettándahátíð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða hefst kl. 18.00 við Melaskóla, í Grafarvogi verður árleg þrettándagleði Grafarvogsbúa haldin við Gufunesbæ klukkan 18 og í Grafarholti verður þrettándaganga frá Guðríðarkirkju og brenna í Leirdal klukkan 18:30. Jól Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þrettándagleði verður haldin víða á höfuðborgarsvæðinu í dag með tilheyrandi brennum og flugeldum. Þrír viðburðir verða í Reykjavík, í Vesturbænum, Grafarvogi og Grafarholti og hefjast þeir ýmist klukkan sex eða hálf sjö. Þá verða brennur á fleiri stöðum á landinu, á Álftanesi, Selfossi og Akureyri svo eitthvað sé nefnt. Orðið „þrettándinn“ er stytting á þrettándi dagur jóla og er almennt kallaður síðasti dagur jóla. Hann á sér þó langa og gríðarlega merkilega sögu að sögn Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðings. „Ásamt jólanóttinni og nýársnóttinni er þrettándanóttin sú sem mest dultrú hefur lengst af hvílt á í íslenskri þjóðtrú,“ segir Ólína. Þetta er nóttin þegar álfar og huldufólk fara á stjá og nóttin sem kýrnar fá mál. „Hér fyrr á öldum þá töldu menn að fæðingardagur frelsarans væri þessi dagur. Síðan færðist hann framar til 25. desember. Síðan var tímatalinu breytt um 1700 og þá færðist jólahelgin í rauninni til í dagatalinu en Jón Árnason Skálholtsbiskup gaf út almanak árið 1707 og þá merkir hann við 5. janúar, daginn fyrir þrettándann, sem jóladaginn gamla og hann var lengi vel þessi dagur kallaður gömlu jólin,“ segir Ólína. Ólína segir að þetta sé líklegast skýringin á því hvers vegna Íslendingar haldi enn upp á þennan dag þrátt fyrir að hann hafi litla merkingu. Þrettándahátíð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða hefst kl. 18.00 við Melaskóla, í Grafarvogi verður árleg þrettándagleði Grafarvogsbúa haldin við Gufunesbæ klukkan 18 og í Grafarholti verður þrettándaganga frá Guðríðarkirkju og brenna í Leirdal klukkan 18:30.
Jól Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira