Hugmynd um múrinn í fyrstu ætluð til að minna Trump á að tala um innflytjendur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2019 10:15 Loforðið um múrinn var helsta kosningarloforð Trump. Vísir/EPA Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. Er þetta haft eftir einum af fyrstu ráðgjöfum Trump í kosningabaráttunni í umfjöllun New York Times um hinn fyrirhugaða múr sem er nú miðpunktur í deilu Trump og demókrata á þingi um fjármögnun alríkisstofnanna.Í umfjöllun Times segir að þegar Trump hafi farið að kanna mögulegt forsetaframboð árið 2014 hafi ráðgjafar hans ákveðið að koma með hugmyndina um að byggja múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Allt til þess að Trump, sem ráðgjafarnir töldu óagaðan, myndi muna að að tala um innflytjendur en harðlínustefna í málefnum innflytjenda var snemma fyrir valinu sem einn af miðpunktum í kosningabaráttu Trump. „Hvernig fáum við hann til þess að tala um innflytjendur,“ segist Sam Nunberg, einn af fyrstu ráðgjöfum Trump, hafa sagt við Roger J. Stone, kollega sinn. „Við fáum hann til þess að tala um að hann ætli að byggja múr“. Og hugmyndin um múrinn fékk snemma gríðarlegar góðar viðtökur á meðal þeirra sem sóttu kosningafundi Trump og fljótlega varð múrinn að helsta stefnumáli Trump. Múrinn er þegar til staðar, víða á landamærunum.Vísir/AFPGengur ekkert að fá fjármagn Afar illa hefur þó gengið hjá Trump að tryggja sér fjármögnun til þess að byggja múrinn sem yrði gríðarlegt mannvirki, enda landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna um þrjú þúsund kílómetrar. Múrinn sem Trump hyggst láta byggja á að verða um 1.500 kílómetra langur en fyrir eru um þúsund kílómetrar af girðingum og öðrum fyrirstöðum á landamærunum. Trump hefur krafist þess að fá rúmlega fimm milljarða dollara fjárveitingu til byggingar múrs á landamærunum að Mexíkó. Demókratar, sem nú ráða ríkjum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hafa þvertekið fyrir að samþykkja slíka fjárveitingu. Því hefur ekki tekist að ná samkomulagi um fjármögnun alríkisstofnanna í Bandaríkjunum sem margar hverjar hafa verið lokaðar í nokkrar vikur, þar sem ekki er búið að ráðstafa fjármagni í rekstur þeirra. Trump hefur hótað því að halda stofnununum lokuðum í mánuði eða ár fái hann ekki sínu framgengt. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Forsetinn virðist því ekki ætla að gefa sig, allt til þess að uppfylla loforð sem í fyrstu var aðeins hugmynd sem var ætluð til þess að fá Trump til þess að muna að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. Er þetta haft eftir einum af fyrstu ráðgjöfum Trump í kosningabaráttunni í umfjöllun New York Times um hinn fyrirhugaða múr sem er nú miðpunktur í deilu Trump og demókrata á þingi um fjármögnun alríkisstofnanna.Í umfjöllun Times segir að þegar Trump hafi farið að kanna mögulegt forsetaframboð árið 2014 hafi ráðgjafar hans ákveðið að koma með hugmyndina um að byggja múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Allt til þess að Trump, sem ráðgjafarnir töldu óagaðan, myndi muna að að tala um innflytjendur en harðlínustefna í málefnum innflytjenda var snemma fyrir valinu sem einn af miðpunktum í kosningabaráttu Trump. „Hvernig fáum við hann til þess að tala um innflytjendur,“ segist Sam Nunberg, einn af fyrstu ráðgjöfum Trump, hafa sagt við Roger J. Stone, kollega sinn. „Við fáum hann til þess að tala um að hann ætli að byggja múr“. Og hugmyndin um múrinn fékk snemma gríðarlegar góðar viðtökur á meðal þeirra sem sóttu kosningafundi Trump og fljótlega varð múrinn að helsta stefnumáli Trump. Múrinn er þegar til staðar, víða á landamærunum.Vísir/AFPGengur ekkert að fá fjármagn Afar illa hefur þó gengið hjá Trump að tryggja sér fjármögnun til þess að byggja múrinn sem yrði gríðarlegt mannvirki, enda landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna um þrjú þúsund kílómetrar. Múrinn sem Trump hyggst láta byggja á að verða um 1.500 kílómetra langur en fyrir eru um þúsund kílómetrar af girðingum og öðrum fyrirstöðum á landamærunum. Trump hefur krafist þess að fá rúmlega fimm milljarða dollara fjárveitingu til byggingar múrs á landamærunum að Mexíkó. Demókratar, sem nú ráða ríkjum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hafa þvertekið fyrir að samþykkja slíka fjárveitingu. Því hefur ekki tekist að ná samkomulagi um fjármögnun alríkisstofnanna í Bandaríkjunum sem margar hverjar hafa verið lokaðar í nokkrar vikur, þar sem ekki er búið að ráðstafa fjármagni í rekstur þeirra. Trump hefur hótað því að halda stofnununum lokuðum í mánuði eða ár fái hann ekki sínu framgengt. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Forsetinn virðist því ekki ætla að gefa sig, allt til þess að uppfylla loforð sem í fyrstu var aðeins hugmynd sem var ætluð til þess að fá Trump til þess að muna að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44
Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51
Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23