Rannsókn á brunanum á Selfossi svo gott sem lokið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2019 08:30 Tveir létust í brunanum að Kirkjuvegi þann 31. október. Maðurinn sem grunaður er um að hafa valdið bruna við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október með þeim afleiðingum að karl og kona létust hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. janúar. Rannsókn málsins er á lokametrunum. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald þann 27. desember en maðurinn hefur verið í haldi lögreglu frá því að hann var handtekinn á vettvangi. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms síðastliðinn fimmtudag. Í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi svo gott sem lokið rannsókn málsins, aðeins sé eftir frágangur rannsóknargagna en að því loknu verði málið sent til héraðssaksóknara sem taki ákvörðun um hvort maðurinn verði ákærður eða ekki. Í greinargerð lögreglu sem tíunduð er í úrskurði Landsréttar segir að maðurinn sé undir sterkum rökstuddum grun um að hafa valdið eldsvoðanum. Niðurstöður tæknideildar vegna brunans séu á þá leið að eldsupptök hafi verið íkveikja af mannavöldum. Kona, sem nýtur réttarstöðu sakbornings og var handtekinn á sama tíma og maðurinn vegna málsins sagðist við yfirheyrslur hjá lögreglu hafa orðið vitni að því þegar maðurinn kveikti í pizzakössum í fangi sér sem og gardínu við sófa í stofunni. Við yfirheyrslur hjá lögreglunni sagðist maðurinn muna eftir því að hafa kveikt eld með kveikjara í pappa í stofu hússins. Við seinni yfirheyrslur neitaði maðurinn hins vegar að tjá sig. Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Gæsluvarðhald yfir manninum framlengt um fjórar vikur Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni, sem grunaður er um að hafa valdið mannskæðum eldsvoða að Kirkjuvegi á Selfossi í lok október, um fjórar vikur. 29. nóvember 2018 16:05 Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa valdið bruna við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október með þeim afleiðingum að karl og kona létust hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. janúar. Rannsókn málsins er á lokametrunum. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald þann 27. desember en maðurinn hefur verið í haldi lögreglu frá því að hann var handtekinn á vettvangi. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms síðastliðinn fimmtudag. Í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi svo gott sem lokið rannsókn málsins, aðeins sé eftir frágangur rannsóknargagna en að því loknu verði málið sent til héraðssaksóknara sem taki ákvörðun um hvort maðurinn verði ákærður eða ekki. Í greinargerð lögreglu sem tíunduð er í úrskurði Landsréttar segir að maðurinn sé undir sterkum rökstuddum grun um að hafa valdið eldsvoðanum. Niðurstöður tæknideildar vegna brunans séu á þá leið að eldsupptök hafi verið íkveikja af mannavöldum. Kona, sem nýtur réttarstöðu sakbornings og var handtekinn á sama tíma og maðurinn vegna málsins sagðist við yfirheyrslur hjá lögreglu hafa orðið vitni að því þegar maðurinn kveikti í pizzakössum í fangi sér sem og gardínu við sófa í stofunni. Við yfirheyrslur hjá lögreglunni sagðist maðurinn muna eftir því að hafa kveikt eld með kveikjara í pappa í stofu hússins. Við seinni yfirheyrslur neitaði maðurinn hins vegar að tjá sig.
Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Gæsluvarðhald yfir manninum framlengt um fjórar vikur Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni, sem grunaður er um að hafa valdið mannskæðum eldsvoða að Kirkjuvegi á Selfossi í lok október, um fjórar vikur. 29. nóvember 2018 16:05 Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29
Gæsluvarðhald yfir manninum framlengt um fjórar vikur Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni, sem grunaður er um að hafa valdið mannskæðum eldsvoða að Kirkjuvegi á Selfossi í lok október, um fjórar vikur. 29. nóvember 2018 16:05
Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01