Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2019 12:40 Whelan var handtekinn í Moskvu fyrir viku. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Bretlands varaði rússnesk stjórnvöld við því að nota einstaklinga sem peð í milliríkjadeilum í kjölfar þess að maður með tvöfalt ríkisfang var handtekinn í Moskvu á föstudag og sakaður um njósnir. Paul Whelan er með bandarískt og breskt ríkisfang. Öryggissveit Rússlands (FSB) tók hann höndum á föstudag og hóf rannsókn á honum vegna meintra njósna hans. Hún hefur ekki greint frekar frá hvað Whelan á að hafa gert af sér. „Við höfum miklar áhyggjur af Paul Whelan, við höfum boðið fram aðstoð ræðismanns,“ sagði Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, um mál Whelan í dag, að því er segir í frétt Reuters. Fjölskylda Whelan segir að hann hafi verið í Rússlandi fyrir brúðkaup og sé blásaklaus af njósnum. Vangaveltur hafa verið um að ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hafi látið handtaka hann til að knýja á um skipti á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem hefur játað njósnir í Bandaríkjunum. Hunt sagði það til gagngerrar skoðunar hvort að breskir borgarar þyrftu að hafa áhyggjur af öryggi sínu í Bretlandi. Ráðuneyti hans endurskoði reglulega ráðleggingar sínar um ferðalög erlendis. „Ef við sjáum ástæðu til að breyta þeim þá gerum við það,“ sagði Hunt. Samskipti Bretlands og Rússlands hafa verið stirð síðustu mánuði og ár, ekki síst eftir að eitrað var fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í mars í fyrra. Breska ríkisstjórnin sakar stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að tilræðinu en því hafna þau algerlega. Bandaríkin Bretland Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Utanríkisráðherra Bretlands varaði rússnesk stjórnvöld við því að nota einstaklinga sem peð í milliríkjadeilum í kjölfar þess að maður með tvöfalt ríkisfang var handtekinn í Moskvu á föstudag og sakaður um njósnir. Paul Whelan er með bandarískt og breskt ríkisfang. Öryggissveit Rússlands (FSB) tók hann höndum á föstudag og hóf rannsókn á honum vegna meintra njósna hans. Hún hefur ekki greint frekar frá hvað Whelan á að hafa gert af sér. „Við höfum miklar áhyggjur af Paul Whelan, við höfum boðið fram aðstoð ræðismanns,“ sagði Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, um mál Whelan í dag, að því er segir í frétt Reuters. Fjölskylda Whelan segir að hann hafi verið í Rússlandi fyrir brúðkaup og sé blásaklaus af njósnum. Vangaveltur hafa verið um að ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hafi látið handtaka hann til að knýja á um skipti á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem hefur játað njósnir í Bandaríkjunum. Hunt sagði það til gagngerrar skoðunar hvort að breskir borgarar þyrftu að hafa áhyggjur af öryggi sínu í Bretlandi. Ráðuneyti hans endurskoði reglulega ráðleggingar sínar um ferðalög erlendis. „Ef við sjáum ástæðu til að breyta þeim þá gerum við það,“ sagði Hunt. Samskipti Bretlands og Rússlands hafa verið stirð síðustu mánuði og ár, ekki síst eftir að eitrað var fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í mars í fyrra. Breska ríkisstjórnin sakar stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að tilræðinu en því hafna þau algerlega.
Bandaríkin Bretland Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45
Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30
Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07
Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23