Eins og Vísir gerði góð skil á dögunum þá er allt klárt fyrir úrslitakeppnina en allir fjórir leikir úrslitakeppninnar um helgina verða í beinni.
Tímabilið er búið að vera bráðskemmtilegt og mörg frábær tilþrif hafa litið dagsins ljós. Nú hefur NFL-deildin tekið saman öll helstu tilþrif vetrarins.
Það sem er á toppnum er mögnuð sókn Miami Dolphins gegn New England Patriots en það er ljóst að sjón er sögu ríkari.
Öll tilþrifin tíu má sjá hér að neðan.
The TOP 10 PLAYS of 2018! pic.twitter.com/gg9ig0f2yW
— NFL (@NFL) January 3, 2019