Þolinmæði þeirra í Verkalýðsfélagi Grindavíkur á þrotum Jakob Bjarnar skrifar 3. janúar 2019 15:35 Hörður Guðbrandsson er afar ósáttur við ganginn í samningamálum og nú stefnir í að þetta 12 hundruð manna félag sé að ganga til liðs við hina nýju verkalýðsforystu. Þolinmæði þeirra í Verkalýðsfélagi Grindavíkur á þrotum. Þetta segir formaður þar, Hörður Guðbrandsson, í samtali við Vísi. Ef ekki dregur til tíðinda á næstu dögum gengur félagið úr Starfsgreinasambandinu og til liðs við Eflingu og Verkalýðsfélag Akraness. Samningar eru lausir, það urðu þeir strax í upphafi árs en um er að ræða 12 hundruð manna félag.Frá atvinnurekendum komið minna en ekkert Að sögn Harðar eru þeir í félaginu afar ósáttir við það sem frá samtökum atvinnurekenda komið. Sem sé reyndar lítið og jafnvel minna en ekki neitt. „Ekkert nema vonlaus tillaga um breytingu á vinnutíma. Það er enginn grunnur til að ræða það innan minna vébanda, algjör höfnun á því. Að dagvinna geti hafist klukkan 6 á morgnanna og verið til 7 á daginn. Þetta þýðir í raun að öll yfirvinna myndi detta út. Ekki nein yfirvinna greidd. Því var alfarið hafnað og kröftuglega af mér. Þeir létu það fylgja að það yrði ekkert rætt fyrr en þetta hefði verið rætt og afgreitt, en því var alfarið hafnað af flestum félögunum. Síðan hefur ekkert gerst sem ég veit af,“ segir Hörður.Vilhjálmur Birgisson, Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru formenn félaganna þriggja sem nú eru í samfloti í kjaraviðræðunum. Nú stefnir í að Verkalýðsfélag Grindavíkur sláist í þann hóp.En, er verkalýðsforinginn þá óánægður með frammistöðu Starfsgreinasambandsins, sem fer með samningsumboðið fyrir hönd félagsins? „Jahh, við vorum eitt af þessum sjö félögum sjö félögum sem vildu vísa þessu til sáttasemjara, 11 vildu það ekki. Þetta var fyrir jólin. Sem hafði þær afleiðingar að Efling og Verkalýðsfélag Akraness fóru út. Ef ekkert breytist förum við sömu leið. Við erum með ályktun um það. Skýrist í næstu viku hvort við förum sömu leið. Mikil óþolinmæði með að það fari eitthvað að gerast í þessu. Hjá mínu fólki; í stjórn og trúnaðarmannaráði er þetta var einróma skoðun.“Til liðs við Eflingu og Verkalýðsfélag Skagans Hörður segir að ef svo fer að Verkalýðsfélag Grindavíkur dragi sig út úr Starfsgreinasambandinu muni það fara fram á að vera með Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness í hópi. „Það er bara það sem liggur fyrir, þangað stefnir,“ segir Hörður og ljóst að það þarf í hans huga eitthvað mikið til að koma svo þeir verði áfram í Starfsgreinasambandinu. Hörður vill ekki taka af allan vafa um hvað verði í þeim efnum en það eru engin teikn á lofti um annað að þangað sigli þetta 12 hundruð manna félag; til liðs við hina nýju verkalýðsforystu sem svo hefur verið nefnd. Og munar um minna. Á hádeginu á morgun verður fundur hjá Starfsgreinasambandinu og þá munu þessi mál væntanlega skýrast í kjölfarið. Grindavík Kjaramál Tengdar fréttir Framsýn íhugar að skilja sig frá Starfsgreinasambandinu Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. 28. desember 2018 22:19 Ferlið hjá sáttasemjara hafið Formaður Eflingar segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri SA leggur áherslu á að samhliða haldi samningaviðræður við aðra aðila áfram. 29. desember 2018 07:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Þolinmæði þeirra í Verkalýðsfélagi Grindavíkur á þrotum. Þetta segir formaður þar, Hörður Guðbrandsson, í samtali við Vísi. Ef ekki dregur til tíðinda á næstu dögum gengur félagið úr Starfsgreinasambandinu og til liðs við Eflingu og Verkalýðsfélag Akraness. Samningar eru lausir, það urðu þeir strax í upphafi árs en um er að ræða 12 hundruð manna félag.Frá atvinnurekendum komið minna en ekkert Að sögn Harðar eru þeir í félaginu afar ósáttir við það sem frá samtökum atvinnurekenda komið. Sem sé reyndar lítið og jafnvel minna en ekki neitt. „Ekkert nema vonlaus tillaga um breytingu á vinnutíma. Það er enginn grunnur til að ræða það innan minna vébanda, algjör höfnun á því. Að dagvinna geti hafist klukkan 6 á morgnanna og verið til 7 á daginn. Þetta þýðir í raun að öll yfirvinna myndi detta út. Ekki nein yfirvinna greidd. Því var alfarið hafnað og kröftuglega af mér. Þeir létu það fylgja að það yrði ekkert rætt fyrr en þetta hefði verið rætt og afgreitt, en því var alfarið hafnað af flestum félögunum. Síðan hefur ekkert gerst sem ég veit af,“ segir Hörður.Vilhjálmur Birgisson, Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru formenn félaganna þriggja sem nú eru í samfloti í kjaraviðræðunum. Nú stefnir í að Verkalýðsfélag Grindavíkur sláist í þann hóp.En, er verkalýðsforinginn þá óánægður með frammistöðu Starfsgreinasambandsins, sem fer með samningsumboðið fyrir hönd félagsins? „Jahh, við vorum eitt af þessum sjö félögum sjö félögum sem vildu vísa þessu til sáttasemjara, 11 vildu það ekki. Þetta var fyrir jólin. Sem hafði þær afleiðingar að Efling og Verkalýðsfélag Akraness fóru út. Ef ekkert breytist förum við sömu leið. Við erum með ályktun um það. Skýrist í næstu viku hvort við förum sömu leið. Mikil óþolinmæði með að það fari eitthvað að gerast í þessu. Hjá mínu fólki; í stjórn og trúnaðarmannaráði er þetta var einróma skoðun.“Til liðs við Eflingu og Verkalýðsfélag Skagans Hörður segir að ef svo fer að Verkalýðsfélag Grindavíkur dragi sig út úr Starfsgreinasambandinu muni það fara fram á að vera með Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness í hópi. „Það er bara það sem liggur fyrir, þangað stefnir,“ segir Hörður og ljóst að það þarf í hans huga eitthvað mikið til að koma svo þeir verði áfram í Starfsgreinasambandinu. Hörður vill ekki taka af allan vafa um hvað verði í þeim efnum en það eru engin teikn á lofti um annað að þangað sigli þetta 12 hundruð manna félag; til liðs við hina nýju verkalýðsforystu sem svo hefur verið nefnd. Og munar um minna. Á hádeginu á morgun verður fundur hjá Starfsgreinasambandinu og þá munu þessi mál væntanlega skýrast í kjölfarið.
Grindavík Kjaramál Tengdar fréttir Framsýn íhugar að skilja sig frá Starfsgreinasambandinu Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. 28. desember 2018 22:19 Ferlið hjá sáttasemjara hafið Formaður Eflingar segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri SA leggur áherslu á að samhliða haldi samningaviðræður við aðra aðila áfram. 29. desember 2018 07:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Framsýn íhugar að skilja sig frá Starfsgreinasambandinu Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. 28. desember 2018 22:19
Ferlið hjá sáttasemjara hafið Formaður Eflingar segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri SA leggur áherslu á að samhliða haldi samningaviðræður við aðra aðila áfram. 29. desember 2018 07:00