Blaðamenn handteknir og aðgerðasinnar á flótta undan stjórnvöldum í Níkaragva Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2019 12:32 Vopnaðir lögreglumenn á skrifstofu fréttamiðilsins La Confidencial sem var lokað 14. desember. AP/Alfredo Zuniga Ógnaröld er sögð ríkja í Níkaragva þar sem ríkisstjórn Daníels Ortega hefur handtekið blaðamenn og mannréttindabaráttufólk flýr í felur. Ríkisstjórnin hefur svipt níu félagasamtök lagalegri stöðu sinni og lagt hald á eigur þeirra að undanförnu.Washington Post segir að fjölmiðlum sem eru gagnrýnir á Ortega og ríkisstjórn hans hafi verið lokað og sumir ritstjórar þeirra hafa verið ákærðir fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal samsæri um að fremja hryðjuverk. Blaðamenn á vefmiðlum eru sagðir skrifa fréttir sínar á leynilegum stöðum. „Ríkisstjórnin er að reyna að loka á allt pólitískt andóf og koma á stjórn ótta og ógnar sem beinist að andstæðingum hennar,“ segir Paulo Abrão, framkvæmdastjóri mannréttindanefndar Samtaka Ameríkuríkja. Aðgerðir ríkisstjórnar Ortega eru liður í mánaðalöngum tilraunum hennar til að bæla niður mótmælaöldu sem hófst í apríl. Lögreglumenn og vopnaðar sveitir sem styðja ríkisstjórnina hafa skotið á mótmælendur. Opinberar tölur segja að 198 hafi látist í mótmælunum, þar af 21 lögreglumaður. Samtök Ameríkuríkja telja að 324 hafi fallið. Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum samtakanna komst að þeirri niðurstöðu að viðbrögð ríkisstjórnar Ortega við mótmælunum gætu talist glæpur gegn mannkyninu. Merki væri um að lögreglan hefði tekið við skipunum frá „æðstu stöðum“. Níkaragvönsk stjórnvöld svöruðu með því að vísa rannsakendunum úr landi og sökuðu þá um að ganga erinda Bandaríkjanna.Fyrrverandi félagar fengið að kenna á því Ortega var leiðtogi sandínista, marxískra uppreisnarmanna sem steyptu Anastasio Somoza Debayle einræðisherra af stóli árið 1979, og var forseti til ársins 1990. Hann náði aftur kjöri sem forseti árið 2006 og hefur setið á valdastóli síðan. Í embætti hefur Ortega aukið völd sín og er sakaður um að deila út gæðum ríkisins til fjölskyldu sinnar. Eiginkona hans Rosario Murillo er þannig varaforseti og stýrir mörgum stofnunum þess. Sumir þeirra sem Ortega hefur ráðist gegn að undanförnu eru gamlir bandamenn úr sandínistahreyfingunni. Carlos Fernando Chamorro, stjórnandi Confidencial, stærsta sjálfstæða fréttamiðils landsins, var þannig áður ritstjóri Barricada, dagblaðs sandínista. Ortega lét loka miðlinum um miðjan desember. Viku síðar var sjónvarpsstöðinni 100% Noticias lokað og tveir ritstjórar hennar fangelsaðir. Blaðamenn Confidencial hafa engu síður haldi áfram að uppfæra vefsíðuna í felum. „Allir Níkaragvamenn eiga þann möguleika á hættu að þeir búi til ákærur úr lögunum sem þeir diktuðu upp. Enginn er öruggur hér. Lögin vernda engan vegna þess að réttarríkið er ekki til staðar í Níkaragva,“ sagði Chamorro þegar skrifstofum Confidencial var lokað. Mið-Ameríka Níkaragva Tengdar fréttir Lögregla barði blaðamenn í Níkaragva Hundruð manns hafa látist í átökum í landinu síðan í apríl. 16. desember 2018 07:36 Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12 Blóðugasti dagur mótmælanna í Níkaragva Mannréttindasamtök í Níkaragva segja að 38 manns hafi fallið í mótmælum á sunnudag, flestir þeirra mótmælendur. 10. júlí 2018 16:44 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Ógnaröld er sögð ríkja í Níkaragva þar sem ríkisstjórn Daníels Ortega hefur handtekið blaðamenn og mannréttindabaráttufólk flýr í felur. Ríkisstjórnin hefur svipt níu félagasamtök lagalegri stöðu sinni og lagt hald á eigur þeirra að undanförnu.Washington Post segir að fjölmiðlum sem eru gagnrýnir á Ortega og ríkisstjórn hans hafi verið lokað og sumir ritstjórar þeirra hafa verið ákærðir fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal samsæri um að fremja hryðjuverk. Blaðamenn á vefmiðlum eru sagðir skrifa fréttir sínar á leynilegum stöðum. „Ríkisstjórnin er að reyna að loka á allt pólitískt andóf og koma á stjórn ótta og ógnar sem beinist að andstæðingum hennar,“ segir Paulo Abrão, framkvæmdastjóri mannréttindanefndar Samtaka Ameríkuríkja. Aðgerðir ríkisstjórnar Ortega eru liður í mánaðalöngum tilraunum hennar til að bæla niður mótmælaöldu sem hófst í apríl. Lögreglumenn og vopnaðar sveitir sem styðja ríkisstjórnina hafa skotið á mótmælendur. Opinberar tölur segja að 198 hafi látist í mótmælunum, þar af 21 lögreglumaður. Samtök Ameríkuríkja telja að 324 hafi fallið. Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum samtakanna komst að þeirri niðurstöðu að viðbrögð ríkisstjórnar Ortega við mótmælunum gætu talist glæpur gegn mannkyninu. Merki væri um að lögreglan hefði tekið við skipunum frá „æðstu stöðum“. Níkaragvönsk stjórnvöld svöruðu með því að vísa rannsakendunum úr landi og sökuðu þá um að ganga erinda Bandaríkjanna.Fyrrverandi félagar fengið að kenna á því Ortega var leiðtogi sandínista, marxískra uppreisnarmanna sem steyptu Anastasio Somoza Debayle einræðisherra af stóli árið 1979, og var forseti til ársins 1990. Hann náði aftur kjöri sem forseti árið 2006 og hefur setið á valdastóli síðan. Í embætti hefur Ortega aukið völd sín og er sakaður um að deila út gæðum ríkisins til fjölskyldu sinnar. Eiginkona hans Rosario Murillo er þannig varaforseti og stýrir mörgum stofnunum þess. Sumir þeirra sem Ortega hefur ráðist gegn að undanförnu eru gamlir bandamenn úr sandínistahreyfingunni. Carlos Fernando Chamorro, stjórnandi Confidencial, stærsta sjálfstæða fréttamiðils landsins, var þannig áður ritstjóri Barricada, dagblaðs sandínista. Ortega lét loka miðlinum um miðjan desember. Viku síðar var sjónvarpsstöðinni 100% Noticias lokað og tveir ritstjórar hennar fangelsaðir. Blaðamenn Confidencial hafa engu síður haldi áfram að uppfæra vefsíðuna í felum. „Allir Níkaragvamenn eiga þann möguleika á hættu að þeir búi til ákærur úr lögunum sem þeir diktuðu upp. Enginn er öruggur hér. Lögin vernda engan vegna þess að réttarríkið er ekki til staðar í Níkaragva,“ sagði Chamorro þegar skrifstofum Confidencial var lokað.
Mið-Ameríka Níkaragva Tengdar fréttir Lögregla barði blaðamenn í Níkaragva Hundruð manns hafa látist í átökum í landinu síðan í apríl. 16. desember 2018 07:36 Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12 Blóðugasti dagur mótmælanna í Níkaragva Mannréttindasamtök í Níkaragva segja að 38 manns hafi fallið í mótmælum á sunnudag, flestir þeirra mótmælendur. 10. júlí 2018 16:44 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Lögregla barði blaðamenn í Níkaragva Hundruð manns hafa látist í átökum í landinu síðan í apríl. 16. desember 2018 07:36
Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12
Blóðugasti dagur mótmælanna í Níkaragva Mannréttindasamtök í Níkaragva segja að 38 manns hafi fallið í mótmælum á sunnudag, flestir þeirra mótmælendur. 10. júlí 2018 16:44