Setja á bakvakt í stað næturviðveru sjúkraflutningamanna í Rangárþingi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. janúar 2019 20:30 Sjúkraflutningum á Suðurlandi hefur fjölgað um rúm fimm prósent á einu ári en samt sem áður stendur til að fækka sjúkraflutningamönnum um næstu mánaðamót. Þingmaður segir sjúkraflutninga í Rangárþingi að fullu fjármagnaða í fjárlögum þetta árið. Sjúkraflutningum á Suðurlandi fjölgaði um tæplega tvö hundruð á árinu 2018 frá árinu áður. En aukningin nemur rúmum 5%. Starfsstöðvar sjúkraflutningamanna eru fimm sem reknar eru frá Heilbrigðisstofnuninni Selfossi. Starfssvæðið er víðfeðmasta svæði landsins eða um 30.000 ferkílómetrar frá Hellisheiði í vestri og austur að Höfn í Hornafirði. Innan þess svæðis eru vinsælustu ferðamannastaðir landsins og á svæðinu er stærsta sumarhúsabyggð landsins. Starfssvæði sjúkraflutninga á SuðurlandiVísir/Stöð 2Á árinu 2018 fóru sjúkraflutningamenn í tæplega 4100 sjúkraflutninga, þar af 1714 forgangsútköll, þar sem lífi fólks var ógnað. Eins og fréttastofan greindi frá skömmu fyrir áramót stendur til að fækka sjúkraflutningamönnum á svæðinu þrátt fyrir aukið álag og alvarlegri útköll. Á síðustu fimm árum hefur fjöldi sjúkraflutninga á svæðinu vaxið um 40% og á síðustu tveimur árum hefur kostnaðurinn aukist um á bilinu 120-150 milljónir. Aukning í sjúkraflutningum á SelfossiVísir/Stöð 2Breytingin verður hvað helst í Rangárþingi þar sem sólarhringsvakt hefur verið síðastliðið eitt og hálft ár vegna fjölgunar sjúkraflutninga „Breytingin er fólgin í því að 1. febrúar að þá ætlum við á nóttunni, frá klukkan sjö á kvöldin til klukkan sjö á morgnanna setja inn bakvaktir í stað staðbundinna vakta í Rangárþingi,“ sagði Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands í viðtali sem tekið var við hana 30. desember síðastliðinn.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar SuðurlandsVísir/Stöð 2Forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands fullyrðir að með þessum niðurskurði komi þjónustan ekki til með að skerðast en til þess að geta verið á bakvakt þurfa sjúkraflutningamenn að vera búsettir nærri starfstöð. Sjúkraflutningamenn í Rangárþingi hafa þurft að aðstoða samstarfsmenn sína allt austur til Kirkjubæjarklausturs vegna alvarlegra slysa og kollegar þeirra reiða sig á viðbragð starfstöðvarinnar sem er í miðju umdæminu. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum fyrir áramótin en í pistli sínum sagði hann; „Sjúkraflutningar í Rangárþingi fengu fulla fjármögnun á fjárlögum 2018 og fá áfram til að vera með sólarhringsvakt á Hvolsvelli vegna aukinna verkefna. Því eru þessar ráðstafanir hjá HSU alveg óskiljanlegar.“ Heilbrigðismál Rangárþing eystra Sjúkraflutningar Skaftárhreppur Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Sjúkraflutningum á Suðurlandi hefur fjölgað um rúm fimm prósent á einu ári en samt sem áður stendur til að fækka sjúkraflutningamönnum um næstu mánaðamót. Þingmaður segir sjúkraflutninga í Rangárþingi að fullu fjármagnaða í fjárlögum þetta árið. Sjúkraflutningum á Suðurlandi fjölgaði um tæplega tvö hundruð á árinu 2018 frá árinu áður. En aukningin nemur rúmum 5%. Starfsstöðvar sjúkraflutningamanna eru fimm sem reknar eru frá Heilbrigðisstofnuninni Selfossi. Starfssvæðið er víðfeðmasta svæði landsins eða um 30.000 ferkílómetrar frá Hellisheiði í vestri og austur að Höfn í Hornafirði. Innan þess svæðis eru vinsælustu ferðamannastaðir landsins og á svæðinu er stærsta sumarhúsabyggð landsins. Starfssvæði sjúkraflutninga á SuðurlandiVísir/Stöð 2Á árinu 2018 fóru sjúkraflutningamenn í tæplega 4100 sjúkraflutninga, þar af 1714 forgangsútköll, þar sem lífi fólks var ógnað. Eins og fréttastofan greindi frá skömmu fyrir áramót stendur til að fækka sjúkraflutningamönnum á svæðinu þrátt fyrir aukið álag og alvarlegri útköll. Á síðustu fimm árum hefur fjöldi sjúkraflutninga á svæðinu vaxið um 40% og á síðustu tveimur árum hefur kostnaðurinn aukist um á bilinu 120-150 milljónir. Aukning í sjúkraflutningum á SelfossiVísir/Stöð 2Breytingin verður hvað helst í Rangárþingi þar sem sólarhringsvakt hefur verið síðastliðið eitt og hálft ár vegna fjölgunar sjúkraflutninga „Breytingin er fólgin í því að 1. febrúar að þá ætlum við á nóttunni, frá klukkan sjö á kvöldin til klukkan sjö á morgnanna setja inn bakvaktir í stað staðbundinna vakta í Rangárþingi,“ sagði Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands í viðtali sem tekið var við hana 30. desember síðastliðinn.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar SuðurlandsVísir/Stöð 2Forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands fullyrðir að með þessum niðurskurði komi þjónustan ekki til með að skerðast en til þess að geta verið á bakvakt þurfa sjúkraflutningamenn að vera búsettir nærri starfstöð. Sjúkraflutningamenn í Rangárþingi hafa þurft að aðstoða samstarfsmenn sína allt austur til Kirkjubæjarklausturs vegna alvarlegra slysa og kollegar þeirra reiða sig á viðbragð starfstöðvarinnar sem er í miðju umdæminu. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum fyrir áramótin en í pistli sínum sagði hann; „Sjúkraflutningar í Rangárþingi fengu fulla fjármögnun á fjárlögum 2018 og fá áfram til að vera með sólarhringsvakt á Hvolsvelli vegna aukinna verkefna. Því eru þessar ráðstafanir hjá HSU alveg óskiljanlegar.“
Heilbrigðismál Rangárþing eystra Sjúkraflutningar Skaftárhreppur Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08
Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06