Meirihluti flokkssystkina Corbyn ósammála honum um Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2019 10:25 Corbyn var gagnrýndur á sínum tíma fyrir að tala ekki kröftuglega fyrir áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu. Getty/Leon Neal Nærri því þrír af hverjum fjórum félögum í breska Verkamannaflokknum vill að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgönguna úr Evrópusambandinu. Þeir eru þannig ósammála Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, sem vill að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2016 verði endanleg. Alls voru 1.034 félagar í Verkamannaflokknum spurðir út í afstöðu sína í skoðanakönnun Yougov. Af þeim sögðust 83% hafa greitt atkvæði með því að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu á sínum tíma. Töldu 89% þeirra að rangt væri að ganga úr sambandinu. Rúmlega 1.600 kjósendur voru einnig spurðir og sögðust 73% telja það mistök að segja skilið við ESB, að því er kemur fram í frétt Financial Times. Corbyn hefur ekki tekið undir kröfur sumra félaga sinna um að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Hann vill að Bretland verði í varanlegu tollabandalagi við ESB eftir útgönguna. Könnunin bendir til þess að 72% flokksmanna vilji að Corbyn styðji aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Færi slík atkvæðagreiðsla fram myndu 88% flokksmanna greiða atkvæði með áframhaldandi veru í ESB og 71% kjósenda flokksins. Þrátt fyrir þess gjá á milli stefnu Corbyn og afstöðu flokksmanna hans nýtur hann enn stuðnings sem formaður. Þannig telja 65% félaga í Verkamannaflokknum hann standa sig vel þrátt fyrir að innan við fjórðungur almennings sé á sama máli. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53 Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Nærri því þrír af hverjum fjórum félögum í breska Verkamannaflokknum vill að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgönguna úr Evrópusambandinu. Þeir eru þannig ósammála Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, sem vill að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2016 verði endanleg. Alls voru 1.034 félagar í Verkamannaflokknum spurðir út í afstöðu sína í skoðanakönnun Yougov. Af þeim sögðust 83% hafa greitt atkvæði með því að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu á sínum tíma. Töldu 89% þeirra að rangt væri að ganga úr sambandinu. Rúmlega 1.600 kjósendur voru einnig spurðir og sögðust 73% telja það mistök að segja skilið við ESB, að því er kemur fram í frétt Financial Times. Corbyn hefur ekki tekið undir kröfur sumra félaga sinna um að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Hann vill að Bretland verði í varanlegu tollabandalagi við ESB eftir útgönguna. Könnunin bendir til þess að 72% flokksmanna vilji að Corbyn styðji aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Færi slík atkvæðagreiðsla fram myndu 88% flokksmanna greiða atkvæði með áframhaldandi veru í ESB og 71% kjósenda flokksins. Þrátt fyrir þess gjá á milli stefnu Corbyn og afstöðu flokksmanna hans nýtur hann enn stuðnings sem formaður. Þannig telja 65% félaga í Verkamannaflokknum hann standa sig vel þrátt fyrir að innan við fjórðungur almennings sé á sama máli.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53 Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53
Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22
Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15