Ellý spáir í 2019: Eins og elskandi faðir Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 2. janúar 2019 15:00 Ellý Ármanns er öflug spákona, með sjötta skilningarvitið opið og sér gjarnan lengra en flestir þegar hún les í tarotspilin sín. MYND/SIGTRYGGUR ARI Upp er runnið nýtt ár með óræð örlög, ástir og ævintýr. Spákonan Ellý Ármanns leit til gamans í tarotspil sín til að sjá hvað nýja árið ber í skauti sér fyrir þjóðina og nokkra nafntogaða Íslendinga. „Þetta verður mjög gott ár fyrir Ísland og Íslendinga en nýja árið hefst með mikilli og þungri snjókomu og um páskana að sama skapi,“ segir Ellý, innt eftir tíðinni framan af ári. „Náttúruhamfarir skekja landið líka á nýja árinu og eldur kraumar undir Bláfjallasvæðinu, en nákvæma tímasetningu fæ ég ekki.“Hannes ver vítið frá Lionel Messi. Ellý spáir landsliðinu slöku gengi.Vísir/GettyLandsliðin ekki farsæl Heilbrigðismál ber á góma. „Á nýja árinu gerist fátt markvert í heilbrigðismálum Íslendinga, ég sé engar stórmerkar uppgötvanir íslenskra vísindamanna til bættrar heilsu og í heilbrigðiskerfinu ríkir almenn stöðnun,“ segir Ellý. Landsliðum Íslands í knattspyrnu spáir hún slakara gengi en verið hefur undanfarin ár. „Landsliðin okkar ná ekki tilætluðum árangri. Miklar væntingar eru gerðar til landsliðsmanna- og kvenna en samstaðan er ekki nægilega sterk.“Pólitískur ferill búinn að vera Á hinu háa Alþingi mun draga til tíðinda á nýárinu. „Leiðtogar munu falla og nýir stíga fram á sjónarsviðið. Það er eins og hreinsun eigi sér stað og þegar ég spyr um stjórnarfarið sem nú ríkir á Íslandi er talað um barnaheimili eða sandkassaleik. Sú, eða sá, sem í öndvegi situr mun víkja áður en Vetur konungur gengur í garð 2019. Nýir leiðtogar sem þá taka við koma á stjórnarfari í þroskaðri mynd, eins og þeim ber að þjóna,“ segir Ellý og rýnir nánar í spilin. „Öflug stjórnmálahreyfing er í uppsiglingu. Hún á sér dýpri rætur en hefur ólík stjórnmálaleg sjónarmið.“ Í spilum Ellýjar kemur fram að Klaustursmálið eigi eftir að draga enn meiri dilk á eftir sér. „Já, þetta er allt fyrirfram ákveðið. Réttlætið sigrar. Hreinsun á sér stað. Djúpur lærdómur verður numinn. Sannleikurinn nær eyrum Íslendinga og Íslendingar efla með sér hugrekki. Breytingar munu birtast og stjórnmálaferill þeirra sem á Klaustrinu komu við sögu er búinn að vera.“Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þarf að hugsa um jafnvægið, mataræðið og heilsuna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra birtist undir sólu og sigurboga.Vísir/VilhelmÓútreiknanlegur Bjarni Ben Þegar kemur að valdamiklum Íslendingum á nýárinu kemur margt fram í spilum Ellýjar. „Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra er furðuleg blanda af íhaldssömum hefðum og nýjungagirni. Valdabröltið byrjaði strax í vöggu Bjarna, þar sem hlutverk hans var ákveðið. Hann birtist í spilunum pirraður, uppstökkur og stressaður, og sífellt í vörn en hann hefur vit á því að vera með öflugt herlið í kringum sig sem vakir og sefur yfir verkefnum hans. Þetta herlið bíður þolinmótt eftir því að setjast í sætið hans og Bjarni bæði veit það og nýtir sér það. Sérvitur er Bjarni og það er eins og sérviska hans nýtist honum árið 2019. Hann er óútreiknanlegur í ákvarðanatöku sem fyrir honum liggur í lok febrúar eða byrjun mars og kemur öllum á óvart, líka flokksfélögunum. Keppnisharka og vinnusemi Bjarna er geigvænleg en nú þarf hann að hugsa sérstaklega vel um jafnvægið, mataræðið og heilsuna. Hér er komið inn á hjartastöðina hans og það er ábending sem hann verður að taka alvarlega.“Katrín undir sól og sigurboga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra birtist í spilum Ellýjar. „Þegar ég skoða Katrínu á nýju ári kemur fram vitsmunaleg forysta. Hún ögrar andstæðingum sínum og er yfirveguð. Katrín uppsker laun erfiðis síns og greiðir sitt verð fyrir það í byrjun árs. Hún endurskoðar gömul gildi og það er eins og vitsmunaleg átök séu henni að skapi. Kreddufast siðgæði Katrínar og frjálslegar skoðanir haldast hér í hendur og hún er hvorki of framhleypin né feimin; hvorki of persónuleg né lokuð; hún er allt þetta og það er ekkert að því. Forsætisráðherrann okkar er undir sólu og sigurboga, sem segir allt sem segja þarf. Hún er sennilega mesti mannvinurinn af öllum sem ég skoða hér í spilunum en samt er hún einhver sú tilfinningaheftasta, sem eru kostir sem koma sér vel fyrir hana í pólitísku, íslensku umhverfi.“Guðni Th. Jóhannesson sinnir forsetahlutverki sínu ákaflega vel á nýju ári.EPA/Valda KalninaSjötta skilningarvit Guðna Ellý spyr spilin um forseta vorn, Guðna Th. Jóhannesson. „Það er eins og Guðni leiti til sjötta skilningarvitsins á nýja árinu. Hann treystir best á eigið innsæi og framkallar hughrif sín í gegnum þá einstöku síu sem honum var gefin. Guðni nýtir sér þá innri sjón sem hann hefur á fólk og sér þá oft það sem aðrir sjá ekki. Hann er einstaklega glöggur á mannleg málefni en öflugt innsæi hans og uppvaxtarárin hafa mótað manninn á fallegan máta þrátt fyrir erfiða reynslu oft og tíðum. Guðni sinnir forsetahlutverki sínu ákaflega vel á nýju ári og er beintengdur við almættið. Þeir sem til þekkja vita hvað ég er að tala um. Í lok ársins 2019 mun Guðni hughreysta þjóðina eins og elskandi faðir þar sem íslensk náttúra tekur völdin og það all harkalega. Guðni kann að óttast mikla hæð og snáka, en ótti hans eða óöryggi hverfur strax og hann sinnir hag þjóðarinnar. Forsetinn er framkvæmdaglaður á árinu fram undan en ég minni hann á að sinna konu sinni mun betur en hann hefur gert undanfarið ár og gefa henni meiri tíma fyrir þau tvö. Hann veit hvað ég er að tala um.“Svandís hreinsar til á nýju ári Í spilum Ellýjar er Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra lýst sem siðgæðispostula. „Kröfuharka Svandísar er rosaleg. Hún veit hvað borgar sig og hvað er tímasóun og hér er komið inn á mikla vinnu sem er hlutskipti ráðherrans á fyrri hluta nýársins. Svandís heldur vel á spöðunum og fer fram hjá reglum eða breytir þeim á einhvern hátt. Heiðarleiki Svandísar og afburðagreind kemur sér vel þegar hún slekkur elda í heilbrigðisgeiranum,“ segir Ellý og spilin sýna glöggt að Svandís hreinsar til á nýju ári. „Blekkingar og spilling eru eitur í beinum Svandísar. Hún er öguð, einbeitt og dugleg en betur má ef duga skal þar sem efinn kemur í veg fyrir að hún nái tilsettum árangri. Ráðherrann spyr sig líklega oft á dag: Geri ég þetta rétt? Kemur þetta til með að virka fyrir Íslendinga? Svarið er: Já, já, já!“Gleði ríkir innan fjölskyldu Svölu Björgvins.Óskir Svölu rætast Fræga fólkið sýnir sig líka í spilum Ellýjar. „Svölu Björgvins hungrar í ást og gott jafnvægi, og árið 2019 gefur henni það allt og meira til. Hún tekst á við krefjandi verkefni en hér kemur fram að heimurinn færir henni það sem hún óskar sér. Svala má samt ekki gleyma að hvíla sig. Þegar ég skoða nánasta umhverfi Svölu birtist hér sveit og hreint fjallaloft. Framúrstefnuleg hugsun hennar, uppfinningasemi, sterkt ímyndunarafl og samkennd með öllu fólki, svo ekki sé minnst á sjálfstraust Svölu, lífgar drauma hennar við. Langþráð ævintýri Svölu verður að veruleika í lok nóvember eða í desember. Það er einnig komið inn á að nýtt líf kvikni hér. Annað hvort Svala, eða bróðir hennar Krummi, eignast barn á árinu. Ég fæ ekki að vita hvort. En eitt er víst og það er að mikil gleði ríkir innan fjölskyldunnar. Móðir Svölu brosir hringinn og dansar af ánægju yfir því hvað vel gengur. Það eru yndislegir tímar fram undan.“Þyngdar sinnar virði í gulli Fleira frægðarfólk birtist í nýársspádómi Ellýjar. „Herra Hnetusmjör er svo vinnusamur og greindur að hann er þyngdar sinnar virði í gulli. Hann vinnur hins vegar of mikið og leikur sér lítið á nýja árinu. Hann birtist sem sterkur áhrifavaldur, sem er gott, því smæstu smáatriði sem fara kannski fram hjá öðrum sleppa ekki fram hjá Herra Hnetusmjöri. Skatturinn gæti verið með hann undir smásjá en hann er með allt á hreinu þegar kemur að bókhaldinu, en hér birtist aðvörun og hann er minntur á að allur skítur flýtur upp í þeim málum. Hann veit hvað um ræðir hér,“ segir Ellý. „Herra Hnetusmjör gerir miklar kröfur til sjálfs sín og þarf að passa sig þegar kemur að svefni og jafnvægi og hann þarf að leita í uppbyggjandi félagsskap. Sumarið verður annasamt hjá drengnum þar sem hann gerir samning við erlendan aðila, er ástfanginn og festir rætur á erlendri grundu. Hér þarf Herra Hnetusmjör að lesa smáa letrið áður en hann skrifar undir. Ekki er allt sem sýnist en tíminn vinnur með honum.“Samkvæmt spilunum er mikið framundan hjá Rúrik Gíslasyni.Rúrik verður pabbi Spil Ellýjar sýna Heimi Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dubai. „Heimir blómstrar á nýja árinu. Það er eins og allt sé eins og hann ákvað fyrir margt löngu þegar kemur að starfsframa hans. Lungu hans og taugakerfi eru viðkvæm og hann þarf að beina orku sinni betur inn á við og huga vel að andlegri hvíld því mikið hvílir á honum þarna í Dubai. Fjöldi verkefna birtist hér og hann leysir þau öll með sóma, en það eru tvær hliðar á hverju máli og því reynir nú á Heimi að finna jafnvægið. Ef svefnleysi hrjáir hann þá veit hann að verkefnin eru orðin of mörg,“ segir Ellý. Knattspyrnumaðurinn og kvennagullið Rúrik Gíslason birtist líka í spilum Ellýjar. „Rúrik skrifar undir nýjan samning þar sem sólin skín allan ársins hring. Á nýju ári birtist hann ástfanginn og móttækilegur, og konan hans er íslensk. Hér kemur fram að Rúrik þarf að leggja sig allan fram um að viðhalda sterku sjálfstæði þegar hann byrjar að spila með þessu liði í landi sólar. Andlegur styrkur hans er mikill og hann verður að passa sig að einangra sig ekki. Rúrik stefnir hátt og nær árangri svo eftir verður tekið í heimi knattspyrnunnar og tekur hér virkan þátt í baráttu fyrir málstað sem stendur hjarta hans næst. Rúrik verður pabbi í lok árs 2019 eða byrjun árs 2020. Hann þarf að leyfa sér að hvílast oftar en áður og það veit hann.“Valdimar umvafinn ást Tónlistarmaðurinn Valdimar sýnir á sér hlið sem lítt hefur sést á nýárinu. „Eins konar grátt þunglyndi hefur hrjáð hann undanfarið ár og mikil tilfinningasemi kemur fram í spilunum. Hann leitar eftir aðstoð sérfræðinga og fer í aðgerð á nýju ári. Allt breytist eftir þessa aðgerð, en hvaða aðgerð þetta er kemur ekki fram. Nýtt líf er um það bil að hefjast hjá þessum tónlistarmanni. Aðlögunarhæfni skiptir máli hér og hann er agaður og jákvæður. Valdimar eignast barn á árinu, stúlku sýnist mér, og það er eins og allt breytist hjá honum. Ástin umvefur Valdimar og hann helgar sig fjölskyldunni. Hann lagar sig að aðstæðum sem einkennast af gleði.“Dagur ákveður að draga sig í hlé, segja spilin.Fréttablaðið/Anton brinkDagur stendur á tímamótum Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, er í spilum Ellýjar. „Þegar árið 2019 er skoðað kemur fram geysileg hugarstarfssemi hjá Degi. Það er eins og hann geti ekki slökkt á huganum. Hann ákveður að draga sig í hlé. Það er eins og líkaminn hafi sagt: Hingað og ekki lengra, Dagur! Virkur hugur hans er fljótandi og hann hleypur úr einu í annað á eldingarhraða. Fæstir standa honum snúning í rökræðum, því bæði hugsar hann hratt og hefur komist í tæri við svo margt á hugarferðum sínum. Dagur hefur dreift kröftum sínum eins og óheft kvikasilfur en hér birtast kaflaskil. Dagur stendur á vegamótum. Ákvörðunartaka sem reynist honum mjög erfið því hér er hann klofinn; annars vegar er honum umhugað um borgina og hins vegar veit hann hvað tilveran er hverful og kýs þess vegna að hlúa að sér og fólkinu sínu. Hver tekur við sé ég ekki.“Gunnar Nelson í hnút Íþróttafólk stillir sér upp í spilum Ellýjar. „Sigrar, sigrar og fleiri sigrar birtast hér hjá golfkonunni Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Heimurinn opnar faðm sinn og tekur þéttingsfast utan um Ólafíu. Þrautseigja er lykillinn að velgengni hennar, viljastyrkur og skipulagshæfni,“ segir Ellý. Bardagakappinn Gunnar Nelson er næstur. „Hér sést stífla hjá Gunnari. Stíflan er í brjósti hans og þetta er tilfinningalegur hnútur. Hann sigrar hvern slaginn á fætur öðrum en innra með honum er þrá. Þrá eftir að standa nærri náttúrunni og ekki síður hjá fólkinu sínu. Hér er einnig talað um smávægileg meiðsli eða sára verki. Gunnar leitar leiða til að yfirstíga og græða þessa kvilla. Hann ver sig með réttu handtökunum og er líkamlega framúrskarandi. Hnúturinn leysist með aðstoð fagmanna og þá gerast töfrarnir og Gunnar hlýtur viðurkenningu á heimsmælikvarða. Hér birtast líka búferlaflutningar en hvert Gunnar flytur sé ég ekki.“Taugar Skúla Mogensen eru viðkvæmar og leitar hann út fyrir landsteina fyrir innra jafnvægi.Skúli skilur við WOW Viðskiptafólk kemur upp í spilum Ellýjar, fyrstur flugkóngurinn Skúli Mogensen. „Skúli skilur við WOW. Þetta er erfiður skilnaður fyrir hann. Lífsorka hans er gjörbreytt. Allt er breytt. Á nýju ári leitar Skúli í hugleiðslu og slökun. Taugar hans eru viðkvæmar þegar nýárið er skoðað og hann reynir allt hvað hann getur til að bægja frá sér áhyggjum með því að skipuleggja allt sem hann tekst á við mjög nákvæmlega og til að útiloka líkur á ruglingi og draga úr álaginu sem hann finnur fyrir. Hér brynjar hann sig og leitar út fyrir landsteinana í leit að innra jafnvægi.“ Næst kemur fram nýárið í hnotskurn fyrir Ingibjörgu Pálmadóttur fjárfesti. „Ingibjörg selur Fréttablaðið fyrir sumarbyrjun. Það er eins og örlög hennar séu fyrir margt löngu ákveðin. Hún kveður fjölmiðlana og einbeitir sér að öðrum rekstri. Henni vegnar vel, þessari konu. Heillastjarna, fimm punkta stjarna, sér um hana og hefur ávallt gert. Ingibjörg hefur sterka tilfinningu fyrir markmiðum og leiðum til að ná árangri. Hugrekki, viðkvæmni og sjálfstæði eru einkunnarorð hennar.“Tvö dýr Baltasars Ellý sér tónlistar- og leikkonuna Sölku Sól Eyfeld birtast í spilunum. „Salka Sól velur úr verkefnum þegar kemur að listinni. Hún fer með fallegasta hlutverkið á nýárinu og það er móðurhlutverkið. Hún er fótviss og virðir fyrir sér útsýnið fram undan. Allt er bjart og gott og Salka er sátt. Hugrekki hennar er meðfætt og hún sameinar móðurhlutverkið og ytri ímynd á snilldarmáta,“ segir Ellý. Annar listamaður knýr dyra í spilunum; það er leikstjórinn Baltasar Kormákur. „Hér birtast tvö dýr innra með Baltasar. Þau leita sífellt í sitthvora áttina. Dýrin eru hann. Hið eiginlega markmið hans er að velja réttu brautina og halda sig við hana. Hann hefur ekki fyrir svo löngu síðan valið erfiðari leiðina og þar með loksins fært sér í nyt geysifrjótt ímyndunarafl sitt og næmi sem hann nýtir á uppbyggilegan hátt. Baltasar kemur sífellt á óvart en hans stærsta verk eða verkefni hefst fyrir alvöru í byrjun nýársins. Hann gerir sér háar hugmyndir fyrirfram og það er eins og þær einfaldlega rætist,” útskýrir Ellý. „Hér er líka komið inn á neikvæðar tilfinningar eða einhvers konar hömlur sem Baltasar dílar við á hverjum degi en hann hefur lært að skilja þær frá þeim jákvæðu. Í byrjun júlí er eins og hann nánast drukkni í smámunasemi í leit að fullkomnun varðandi eitthvað sem hann vinnur að. Þetta birtist mér sem bardagi en Baltasar sigrar með því að tala hreint út, segja hug sinn og tilfinningar.“Ellý segir að náttúruhamfarir muni skekja landið og eldur kraumi undir Bláfjallasvæðinu.MYND/SIGTRYGGUR ARIÁst og umhyggja hjá Ellý Nýár Ellýjar sjálfrar er sömuleiðis kortlagt, í það minnsta hjá henni sjálfri. „Ég ætla að halda áfram að mála myndir fyrir íslensk heimili, kenna í Reebok Fitness-stöðvunum, elska manninn minn og börnin mín, og vera góð við alla í kringum mig.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir ársins 2018 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Upp er runnið nýtt ár með óræð örlög, ástir og ævintýr. Spákonan Ellý Ármanns leit til gamans í tarotspil sín til að sjá hvað nýja árið ber í skauti sér fyrir þjóðina og nokkra nafntogaða Íslendinga. „Þetta verður mjög gott ár fyrir Ísland og Íslendinga en nýja árið hefst með mikilli og þungri snjókomu og um páskana að sama skapi,“ segir Ellý, innt eftir tíðinni framan af ári. „Náttúruhamfarir skekja landið líka á nýja árinu og eldur kraumar undir Bláfjallasvæðinu, en nákvæma tímasetningu fæ ég ekki.“Hannes ver vítið frá Lionel Messi. Ellý spáir landsliðinu slöku gengi.Vísir/GettyLandsliðin ekki farsæl Heilbrigðismál ber á góma. „Á nýja árinu gerist fátt markvert í heilbrigðismálum Íslendinga, ég sé engar stórmerkar uppgötvanir íslenskra vísindamanna til bættrar heilsu og í heilbrigðiskerfinu ríkir almenn stöðnun,“ segir Ellý. Landsliðum Íslands í knattspyrnu spáir hún slakara gengi en verið hefur undanfarin ár. „Landsliðin okkar ná ekki tilætluðum árangri. Miklar væntingar eru gerðar til landsliðsmanna- og kvenna en samstaðan er ekki nægilega sterk.“Pólitískur ferill búinn að vera Á hinu háa Alþingi mun draga til tíðinda á nýárinu. „Leiðtogar munu falla og nýir stíga fram á sjónarsviðið. Það er eins og hreinsun eigi sér stað og þegar ég spyr um stjórnarfarið sem nú ríkir á Íslandi er talað um barnaheimili eða sandkassaleik. Sú, eða sá, sem í öndvegi situr mun víkja áður en Vetur konungur gengur í garð 2019. Nýir leiðtogar sem þá taka við koma á stjórnarfari í þroskaðri mynd, eins og þeim ber að þjóna,“ segir Ellý og rýnir nánar í spilin. „Öflug stjórnmálahreyfing er í uppsiglingu. Hún á sér dýpri rætur en hefur ólík stjórnmálaleg sjónarmið.“ Í spilum Ellýjar kemur fram að Klaustursmálið eigi eftir að draga enn meiri dilk á eftir sér. „Já, þetta er allt fyrirfram ákveðið. Réttlætið sigrar. Hreinsun á sér stað. Djúpur lærdómur verður numinn. Sannleikurinn nær eyrum Íslendinga og Íslendingar efla með sér hugrekki. Breytingar munu birtast og stjórnmálaferill þeirra sem á Klaustrinu komu við sögu er búinn að vera.“Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þarf að hugsa um jafnvægið, mataræðið og heilsuna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra birtist undir sólu og sigurboga.Vísir/VilhelmÓútreiknanlegur Bjarni Ben Þegar kemur að valdamiklum Íslendingum á nýárinu kemur margt fram í spilum Ellýjar. „Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra er furðuleg blanda af íhaldssömum hefðum og nýjungagirni. Valdabröltið byrjaði strax í vöggu Bjarna, þar sem hlutverk hans var ákveðið. Hann birtist í spilunum pirraður, uppstökkur og stressaður, og sífellt í vörn en hann hefur vit á því að vera með öflugt herlið í kringum sig sem vakir og sefur yfir verkefnum hans. Þetta herlið bíður þolinmótt eftir því að setjast í sætið hans og Bjarni bæði veit það og nýtir sér það. Sérvitur er Bjarni og það er eins og sérviska hans nýtist honum árið 2019. Hann er óútreiknanlegur í ákvarðanatöku sem fyrir honum liggur í lok febrúar eða byrjun mars og kemur öllum á óvart, líka flokksfélögunum. Keppnisharka og vinnusemi Bjarna er geigvænleg en nú þarf hann að hugsa sérstaklega vel um jafnvægið, mataræðið og heilsuna. Hér er komið inn á hjartastöðina hans og það er ábending sem hann verður að taka alvarlega.“Katrín undir sól og sigurboga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra birtist í spilum Ellýjar. „Þegar ég skoða Katrínu á nýju ári kemur fram vitsmunaleg forysta. Hún ögrar andstæðingum sínum og er yfirveguð. Katrín uppsker laun erfiðis síns og greiðir sitt verð fyrir það í byrjun árs. Hún endurskoðar gömul gildi og það er eins og vitsmunaleg átök séu henni að skapi. Kreddufast siðgæði Katrínar og frjálslegar skoðanir haldast hér í hendur og hún er hvorki of framhleypin né feimin; hvorki of persónuleg né lokuð; hún er allt þetta og það er ekkert að því. Forsætisráðherrann okkar er undir sólu og sigurboga, sem segir allt sem segja þarf. Hún er sennilega mesti mannvinurinn af öllum sem ég skoða hér í spilunum en samt er hún einhver sú tilfinningaheftasta, sem eru kostir sem koma sér vel fyrir hana í pólitísku, íslensku umhverfi.“Guðni Th. Jóhannesson sinnir forsetahlutverki sínu ákaflega vel á nýju ári.EPA/Valda KalninaSjötta skilningarvit Guðna Ellý spyr spilin um forseta vorn, Guðna Th. Jóhannesson. „Það er eins og Guðni leiti til sjötta skilningarvitsins á nýja árinu. Hann treystir best á eigið innsæi og framkallar hughrif sín í gegnum þá einstöku síu sem honum var gefin. Guðni nýtir sér þá innri sjón sem hann hefur á fólk og sér þá oft það sem aðrir sjá ekki. Hann er einstaklega glöggur á mannleg málefni en öflugt innsæi hans og uppvaxtarárin hafa mótað manninn á fallegan máta þrátt fyrir erfiða reynslu oft og tíðum. Guðni sinnir forsetahlutverki sínu ákaflega vel á nýju ári og er beintengdur við almættið. Þeir sem til þekkja vita hvað ég er að tala um. Í lok ársins 2019 mun Guðni hughreysta þjóðina eins og elskandi faðir þar sem íslensk náttúra tekur völdin og það all harkalega. Guðni kann að óttast mikla hæð og snáka, en ótti hans eða óöryggi hverfur strax og hann sinnir hag þjóðarinnar. Forsetinn er framkvæmdaglaður á árinu fram undan en ég minni hann á að sinna konu sinni mun betur en hann hefur gert undanfarið ár og gefa henni meiri tíma fyrir þau tvö. Hann veit hvað ég er að tala um.“Svandís hreinsar til á nýju ári Í spilum Ellýjar er Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra lýst sem siðgæðispostula. „Kröfuharka Svandísar er rosaleg. Hún veit hvað borgar sig og hvað er tímasóun og hér er komið inn á mikla vinnu sem er hlutskipti ráðherrans á fyrri hluta nýársins. Svandís heldur vel á spöðunum og fer fram hjá reglum eða breytir þeim á einhvern hátt. Heiðarleiki Svandísar og afburðagreind kemur sér vel þegar hún slekkur elda í heilbrigðisgeiranum,“ segir Ellý og spilin sýna glöggt að Svandís hreinsar til á nýju ári. „Blekkingar og spilling eru eitur í beinum Svandísar. Hún er öguð, einbeitt og dugleg en betur má ef duga skal þar sem efinn kemur í veg fyrir að hún nái tilsettum árangri. Ráðherrann spyr sig líklega oft á dag: Geri ég þetta rétt? Kemur þetta til með að virka fyrir Íslendinga? Svarið er: Já, já, já!“Gleði ríkir innan fjölskyldu Svölu Björgvins.Óskir Svölu rætast Fræga fólkið sýnir sig líka í spilum Ellýjar. „Svölu Björgvins hungrar í ást og gott jafnvægi, og árið 2019 gefur henni það allt og meira til. Hún tekst á við krefjandi verkefni en hér kemur fram að heimurinn færir henni það sem hún óskar sér. Svala má samt ekki gleyma að hvíla sig. Þegar ég skoða nánasta umhverfi Svölu birtist hér sveit og hreint fjallaloft. Framúrstefnuleg hugsun hennar, uppfinningasemi, sterkt ímyndunarafl og samkennd með öllu fólki, svo ekki sé minnst á sjálfstraust Svölu, lífgar drauma hennar við. Langþráð ævintýri Svölu verður að veruleika í lok nóvember eða í desember. Það er einnig komið inn á að nýtt líf kvikni hér. Annað hvort Svala, eða bróðir hennar Krummi, eignast barn á árinu. Ég fæ ekki að vita hvort. En eitt er víst og það er að mikil gleði ríkir innan fjölskyldunnar. Móðir Svölu brosir hringinn og dansar af ánægju yfir því hvað vel gengur. Það eru yndislegir tímar fram undan.“Þyngdar sinnar virði í gulli Fleira frægðarfólk birtist í nýársspádómi Ellýjar. „Herra Hnetusmjör er svo vinnusamur og greindur að hann er þyngdar sinnar virði í gulli. Hann vinnur hins vegar of mikið og leikur sér lítið á nýja árinu. Hann birtist sem sterkur áhrifavaldur, sem er gott, því smæstu smáatriði sem fara kannski fram hjá öðrum sleppa ekki fram hjá Herra Hnetusmjöri. Skatturinn gæti verið með hann undir smásjá en hann er með allt á hreinu þegar kemur að bókhaldinu, en hér birtist aðvörun og hann er minntur á að allur skítur flýtur upp í þeim málum. Hann veit hvað um ræðir hér,“ segir Ellý. „Herra Hnetusmjör gerir miklar kröfur til sjálfs sín og þarf að passa sig þegar kemur að svefni og jafnvægi og hann þarf að leita í uppbyggjandi félagsskap. Sumarið verður annasamt hjá drengnum þar sem hann gerir samning við erlendan aðila, er ástfanginn og festir rætur á erlendri grundu. Hér þarf Herra Hnetusmjör að lesa smáa letrið áður en hann skrifar undir. Ekki er allt sem sýnist en tíminn vinnur með honum.“Samkvæmt spilunum er mikið framundan hjá Rúrik Gíslasyni.Rúrik verður pabbi Spil Ellýjar sýna Heimi Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dubai. „Heimir blómstrar á nýja árinu. Það er eins og allt sé eins og hann ákvað fyrir margt löngu þegar kemur að starfsframa hans. Lungu hans og taugakerfi eru viðkvæm og hann þarf að beina orku sinni betur inn á við og huga vel að andlegri hvíld því mikið hvílir á honum þarna í Dubai. Fjöldi verkefna birtist hér og hann leysir þau öll með sóma, en það eru tvær hliðar á hverju máli og því reynir nú á Heimi að finna jafnvægið. Ef svefnleysi hrjáir hann þá veit hann að verkefnin eru orðin of mörg,“ segir Ellý. Knattspyrnumaðurinn og kvennagullið Rúrik Gíslason birtist líka í spilum Ellýjar. „Rúrik skrifar undir nýjan samning þar sem sólin skín allan ársins hring. Á nýju ári birtist hann ástfanginn og móttækilegur, og konan hans er íslensk. Hér kemur fram að Rúrik þarf að leggja sig allan fram um að viðhalda sterku sjálfstæði þegar hann byrjar að spila með þessu liði í landi sólar. Andlegur styrkur hans er mikill og hann verður að passa sig að einangra sig ekki. Rúrik stefnir hátt og nær árangri svo eftir verður tekið í heimi knattspyrnunnar og tekur hér virkan þátt í baráttu fyrir málstað sem stendur hjarta hans næst. Rúrik verður pabbi í lok árs 2019 eða byrjun árs 2020. Hann þarf að leyfa sér að hvílast oftar en áður og það veit hann.“Valdimar umvafinn ást Tónlistarmaðurinn Valdimar sýnir á sér hlið sem lítt hefur sést á nýárinu. „Eins konar grátt þunglyndi hefur hrjáð hann undanfarið ár og mikil tilfinningasemi kemur fram í spilunum. Hann leitar eftir aðstoð sérfræðinga og fer í aðgerð á nýju ári. Allt breytist eftir þessa aðgerð, en hvaða aðgerð þetta er kemur ekki fram. Nýtt líf er um það bil að hefjast hjá þessum tónlistarmanni. Aðlögunarhæfni skiptir máli hér og hann er agaður og jákvæður. Valdimar eignast barn á árinu, stúlku sýnist mér, og það er eins og allt breytist hjá honum. Ástin umvefur Valdimar og hann helgar sig fjölskyldunni. Hann lagar sig að aðstæðum sem einkennast af gleði.“Dagur ákveður að draga sig í hlé, segja spilin.Fréttablaðið/Anton brinkDagur stendur á tímamótum Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, er í spilum Ellýjar. „Þegar árið 2019 er skoðað kemur fram geysileg hugarstarfssemi hjá Degi. Það er eins og hann geti ekki slökkt á huganum. Hann ákveður að draga sig í hlé. Það er eins og líkaminn hafi sagt: Hingað og ekki lengra, Dagur! Virkur hugur hans er fljótandi og hann hleypur úr einu í annað á eldingarhraða. Fæstir standa honum snúning í rökræðum, því bæði hugsar hann hratt og hefur komist í tæri við svo margt á hugarferðum sínum. Dagur hefur dreift kröftum sínum eins og óheft kvikasilfur en hér birtast kaflaskil. Dagur stendur á vegamótum. Ákvörðunartaka sem reynist honum mjög erfið því hér er hann klofinn; annars vegar er honum umhugað um borgina og hins vegar veit hann hvað tilveran er hverful og kýs þess vegna að hlúa að sér og fólkinu sínu. Hver tekur við sé ég ekki.“Gunnar Nelson í hnút Íþróttafólk stillir sér upp í spilum Ellýjar. „Sigrar, sigrar og fleiri sigrar birtast hér hjá golfkonunni Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Heimurinn opnar faðm sinn og tekur þéttingsfast utan um Ólafíu. Þrautseigja er lykillinn að velgengni hennar, viljastyrkur og skipulagshæfni,“ segir Ellý. Bardagakappinn Gunnar Nelson er næstur. „Hér sést stífla hjá Gunnari. Stíflan er í brjósti hans og þetta er tilfinningalegur hnútur. Hann sigrar hvern slaginn á fætur öðrum en innra með honum er þrá. Þrá eftir að standa nærri náttúrunni og ekki síður hjá fólkinu sínu. Hér er einnig talað um smávægileg meiðsli eða sára verki. Gunnar leitar leiða til að yfirstíga og græða þessa kvilla. Hann ver sig með réttu handtökunum og er líkamlega framúrskarandi. Hnúturinn leysist með aðstoð fagmanna og þá gerast töfrarnir og Gunnar hlýtur viðurkenningu á heimsmælikvarða. Hér birtast líka búferlaflutningar en hvert Gunnar flytur sé ég ekki.“Taugar Skúla Mogensen eru viðkvæmar og leitar hann út fyrir landsteina fyrir innra jafnvægi.Skúli skilur við WOW Viðskiptafólk kemur upp í spilum Ellýjar, fyrstur flugkóngurinn Skúli Mogensen. „Skúli skilur við WOW. Þetta er erfiður skilnaður fyrir hann. Lífsorka hans er gjörbreytt. Allt er breytt. Á nýju ári leitar Skúli í hugleiðslu og slökun. Taugar hans eru viðkvæmar þegar nýárið er skoðað og hann reynir allt hvað hann getur til að bægja frá sér áhyggjum með því að skipuleggja allt sem hann tekst á við mjög nákvæmlega og til að útiloka líkur á ruglingi og draga úr álaginu sem hann finnur fyrir. Hér brynjar hann sig og leitar út fyrir landsteinana í leit að innra jafnvægi.“ Næst kemur fram nýárið í hnotskurn fyrir Ingibjörgu Pálmadóttur fjárfesti. „Ingibjörg selur Fréttablaðið fyrir sumarbyrjun. Það er eins og örlög hennar séu fyrir margt löngu ákveðin. Hún kveður fjölmiðlana og einbeitir sér að öðrum rekstri. Henni vegnar vel, þessari konu. Heillastjarna, fimm punkta stjarna, sér um hana og hefur ávallt gert. Ingibjörg hefur sterka tilfinningu fyrir markmiðum og leiðum til að ná árangri. Hugrekki, viðkvæmni og sjálfstæði eru einkunnarorð hennar.“Tvö dýr Baltasars Ellý sér tónlistar- og leikkonuna Sölku Sól Eyfeld birtast í spilunum. „Salka Sól velur úr verkefnum þegar kemur að listinni. Hún fer með fallegasta hlutverkið á nýárinu og það er móðurhlutverkið. Hún er fótviss og virðir fyrir sér útsýnið fram undan. Allt er bjart og gott og Salka er sátt. Hugrekki hennar er meðfætt og hún sameinar móðurhlutverkið og ytri ímynd á snilldarmáta,“ segir Ellý. Annar listamaður knýr dyra í spilunum; það er leikstjórinn Baltasar Kormákur. „Hér birtast tvö dýr innra með Baltasar. Þau leita sífellt í sitthvora áttina. Dýrin eru hann. Hið eiginlega markmið hans er að velja réttu brautina og halda sig við hana. Hann hefur ekki fyrir svo löngu síðan valið erfiðari leiðina og þar með loksins fært sér í nyt geysifrjótt ímyndunarafl sitt og næmi sem hann nýtir á uppbyggilegan hátt. Baltasar kemur sífellt á óvart en hans stærsta verk eða verkefni hefst fyrir alvöru í byrjun nýársins. Hann gerir sér háar hugmyndir fyrirfram og það er eins og þær einfaldlega rætist,” útskýrir Ellý. „Hér er líka komið inn á neikvæðar tilfinningar eða einhvers konar hömlur sem Baltasar dílar við á hverjum degi en hann hefur lært að skilja þær frá þeim jákvæðu. Í byrjun júlí er eins og hann nánast drukkni í smámunasemi í leit að fullkomnun varðandi eitthvað sem hann vinnur að. Þetta birtist mér sem bardagi en Baltasar sigrar með því að tala hreint út, segja hug sinn og tilfinningar.“Ellý segir að náttúruhamfarir muni skekja landið og eldur kraumi undir Bláfjallasvæðinu.MYND/SIGTRYGGUR ARIÁst og umhyggja hjá Ellý Nýár Ellýjar sjálfrar er sömuleiðis kortlagt, í það minnsta hjá henni sjálfri. „Ég ætla að halda áfram að mála myndir fyrir íslensk heimili, kenna í Reebok Fitness-stöðvunum, elska manninn minn og börnin mín, og vera góð við alla í kringum mig.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir ársins 2018 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira