Íslenskt sprotafyrirtæki tryggði 110 milljóna fjármögnun til lyfjaþróunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2019 13:50 Tveir af aðstandendum Epiendo, Friðrik Rúnar Garðarsson og Finnur Friðrik Einarsson. epiendo EpiEndo, sprotafyrirtæki í frumlyfjaþróun, lauk í gær 110 milljón króna fjármögnun. Fjármögnunin mun gera fyrirtækinu kleift að ljúka for-klínískum rannsóknum á lyfi gegn langvinnri lungateppu (e. Chronic Obstructive Pulmonary Disease (COPD)). Vonir standa til að lyfið verði komið á markað eftir um 6 til 8 ár, að loknum ítarlegum prófunum. Fram kemur í tilkynningu frá EpiEndo að um 70 milljón manns kljáist við sjúkdóminn í heiminum í dag en að engin lækning sé enn til við sjúkdómnum. Lyfið sem EpiEndo er með í þróun mun tilheyra nýjum flokki lyfja sem skilgreind verða sem „þekjueflandi“ (e. barriolides). Til útskýringar segir fyrirtækið að fyrsta lyf EpiEndo sé „azithromycin-afleiða“ sem drepur ekki sýkla. „Rannsóknir hafa sýnt að langtímanotkun azithromycin fækkar innlögnum COPD sjúklinga um 30% til 50% en fjölgar á sama tíma tilfellum fjölónæmra baktería og því hefur ekki verið hægt að nota azithromycin til að meðhöndla COPD sjúklinga. Okkar rannsóknir gefa sterkar vísbendingar um að efnin okkar hafi betri virkni en azithromycin.“ EpiEndo er sprotafyrirtæki í frumlyfjaþróun sem var stofnað í janúar 2014 af Friðriki Rúnari Garðarssyni. Hann er meðal annars sagður hafa byggt hugmynd sína á þekjueflandi lyfjum á rannsóknum sem unnar voru í Háskóla Íslands í kringum 2006. EpiEndo hafði fyrir fyrrnefnda fjármögnun aflað sér tæpra 300 milljón króna í hlutafé frá stofnun. Þá hefur fyrirtækið jafnframt hlotið styrki úr sjóðum Rannís. Verðmætasta eign EpiEndo er fyrsta einkaleyfi þess, sem birt var í nóvember árið 2016 og gildir hið minnsta í 20 ár frá útgáfudegi. EpiEndo stefnir á að ljúka for-klínískum þróunum, þ.e. tilraunum á rannsóknarstofu og dýrum, í mars 2019. Megnið af rannsóknum fyrirtækisins hafa hingað til verið unnar í Lífvísindasetri Háskóla Íslands, auk þess sem dýrarannsóknir EpiEndo. hafa verið unnar í ArticLas í Reykjavík Nánari upplýsingar, auk fréttatilkynningarinnar á ensku, má nálgast á vefsíðu EpiEndo. Lyf Nýsköpun Tækni Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Sjá meira
EpiEndo, sprotafyrirtæki í frumlyfjaþróun, lauk í gær 110 milljón króna fjármögnun. Fjármögnunin mun gera fyrirtækinu kleift að ljúka for-klínískum rannsóknum á lyfi gegn langvinnri lungateppu (e. Chronic Obstructive Pulmonary Disease (COPD)). Vonir standa til að lyfið verði komið á markað eftir um 6 til 8 ár, að loknum ítarlegum prófunum. Fram kemur í tilkynningu frá EpiEndo að um 70 milljón manns kljáist við sjúkdóminn í heiminum í dag en að engin lækning sé enn til við sjúkdómnum. Lyfið sem EpiEndo er með í þróun mun tilheyra nýjum flokki lyfja sem skilgreind verða sem „þekjueflandi“ (e. barriolides). Til útskýringar segir fyrirtækið að fyrsta lyf EpiEndo sé „azithromycin-afleiða“ sem drepur ekki sýkla. „Rannsóknir hafa sýnt að langtímanotkun azithromycin fækkar innlögnum COPD sjúklinga um 30% til 50% en fjölgar á sama tíma tilfellum fjölónæmra baktería og því hefur ekki verið hægt að nota azithromycin til að meðhöndla COPD sjúklinga. Okkar rannsóknir gefa sterkar vísbendingar um að efnin okkar hafi betri virkni en azithromycin.“ EpiEndo er sprotafyrirtæki í frumlyfjaþróun sem var stofnað í janúar 2014 af Friðriki Rúnari Garðarssyni. Hann er meðal annars sagður hafa byggt hugmynd sína á þekjueflandi lyfjum á rannsóknum sem unnar voru í Háskóla Íslands í kringum 2006. EpiEndo hafði fyrir fyrrnefnda fjármögnun aflað sér tæpra 300 milljón króna í hlutafé frá stofnun. Þá hefur fyrirtækið jafnframt hlotið styrki úr sjóðum Rannís. Verðmætasta eign EpiEndo er fyrsta einkaleyfi þess, sem birt var í nóvember árið 2016 og gildir hið minnsta í 20 ár frá útgáfudegi. EpiEndo stefnir á að ljúka for-klínískum þróunum, þ.e. tilraunum á rannsóknarstofu og dýrum, í mars 2019. Megnið af rannsóknum fyrirtækisins hafa hingað til verið unnar í Lífvísindasetri Háskóla Íslands, auk þess sem dýrarannsóknir EpiEndo. hafa verið unnar í ArticLas í Reykjavík Nánari upplýsingar, auk fréttatilkynningarinnar á ensku, má nálgast á vefsíðu EpiEndo.
Lyf Nýsköpun Tækni Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Sjá meira