Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2019 12:05 Bercow stýrir þingfundum með tiilþrifum. Vísir/EPA Evrópskir fjölmiðlar hafa dásamað vasklega framgöngu Johns Bercow, forseta breska þingsins, í umræðum um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu undanfarna daga. Eitt evrópsku dagblaðanna lýsir Bercow sem einu uppsprettu raðar og reglu í breskum stjórnmálum um þessar mundir. Mikið hefur gengið á í breska þinginu undanfarna daga. Fimm daga umræðu þingmanna um útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra lauk á þriðjudag með því að yfirgnæfandi meirihluti hafnaði honum. Vantrauststillaga á May var svo felld í gærkvöldi. Allra augu hafa því verið á þinginu síðustu daga. Evrópskir fjölmiðlar virðast hafa skemmt sér við að fylgjast með Bercow sem stýrir þingfundum í neðri deild þingsins af festu, að sögn The Guardian. Þeir hafa fjallað um tilþrifamikil köll þingforsetans eftir þögn og röð og reglu í þingsal. „Enginn á Bretlandseyjum getur hrópað „hljóð, hljóð“ eins fallega og John Bercow,“ segir hollenska dagblaðið De Volkskrant. Það fullyrðir jafnframt að „eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum kemur út um munn Johns Bercow þessa stormasömu daga“. Aðrir miðlar hafa tekið saman myndbönd af Bercow í ham og birt á samfélagsmiðlum. Þeirra á meðal er þýski fréttaskýringarþátturinn Tagesschau sem birti myndband með titlinum „Hljóð! Hljóð! Hljóð!“ og sýnir Bercow hvetja þingmenn til stillingar, oft með leikrænum tilþrifum. Franska útvarpsstöðin Radio France Internationale tilnefndi Bercow sem „Evrópubúa vikunnar“. Þingforseti í neðri deild breska þingsins sér um að stýra fundum og veitir þingmönnum orðið. Hann ber einnig ábyrgð á því að halda uppi röð og reglu í umræðum og getur refsað þingmönnum fyrir að brjóta gegn þingsköpum. Þannig húðskammaði Bercow Boris Johnson, þáverandi utanríkisráðherra, fyrir karlrembu eftir að Johnson vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar í þingræðu. Bercow hefur verið þingforseti frá árinu 2009 og eru sagður njóta þess að baða sig í sviðsljósinu. Hann var áður félagi í Íhaldsflokknum en þingforsetar eru hlutlausir gagnvart stjórnmálaflokkunum og segja sig frá þeim áður en þeir taka við embættinu.Order! Order! Order! pic.twitter.com/WjvKZWGTPu— tagesschau (@tagesschau) January 16, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Forseti breska þingsins húðskammaði Boris Johnson fyrir karlrembu John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins húðskammaði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, eftir að sá síðarnefndi vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar. 27. mars 2018 20:27 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Evrópskir fjölmiðlar hafa dásamað vasklega framgöngu Johns Bercow, forseta breska þingsins, í umræðum um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu undanfarna daga. Eitt evrópsku dagblaðanna lýsir Bercow sem einu uppsprettu raðar og reglu í breskum stjórnmálum um þessar mundir. Mikið hefur gengið á í breska þinginu undanfarna daga. Fimm daga umræðu þingmanna um útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra lauk á þriðjudag með því að yfirgnæfandi meirihluti hafnaði honum. Vantrauststillaga á May var svo felld í gærkvöldi. Allra augu hafa því verið á þinginu síðustu daga. Evrópskir fjölmiðlar virðast hafa skemmt sér við að fylgjast með Bercow sem stýrir þingfundum í neðri deild þingsins af festu, að sögn The Guardian. Þeir hafa fjallað um tilþrifamikil köll þingforsetans eftir þögn og röð og reglu í þingsal. „Enginn á Bretlandseyjum getur hrópað „hljóð, hljóð“ eins fallega og John Bercow,“ segir hollenska dagblaðið De Volkskrant. Það fullyrðir jafnframt að „eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum kemur út um munn Johns Bercow þessa stormasömu daga“. Aðrir miðlar hafa tekið saman myndbönd af Bercow í ham og birt á samfélagsmiðlum. Þeirra á meðal er þýski fréttaskýringarþátturinn Tagesschau sem birti myndband með titlinum „Hljóð! Hljóð! Hljóð!“ og sýnir Bercow hvetja þingmenn til stillingar, oft með leikrænum tilþrifum. Franska útvarpsstöðin Radio France Internationale tilnefndi Bercow sem „Evrópubúa vikunnar“. Þingforseti í neðri deild breska þingsins sér um að stýra fundum og veitir þingmönnum orðið. Hann ber einnig ábyrgð á því að halda uppi röð og reglu í umræðum og getur refsað þingmönnum fyrir að brjóta gegn þingsköpum. Þannig húðskammaði Bercow Boris Johnson, þáverandi utanríkisráðherra, fyrir karlrembu eftir að Johnson vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar í þingræðu. Bercow hefur verið þingforseti frá árinu 2009 og eru sagður njóta þess að baða sig í sviðsljósinu. Hann var áður félagi í Íhaldsflokknum en þingforsetar eru hlutlausir gagnvart stjórnmálaflokkunum og segja sig frá þeim áður en þeir taka við embættinu.Order! Order! Order! pic.twitter.com/WjvKZWGTPu— tagesschau (@tagesschau) January 16, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Forseti breska þingsins húðskammaði Boris Johnson fyrir karlrembu John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins húðskammaði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, eftir að sá síðarnefndi vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar. 27. mars 2018 20:27 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Forseti breska þingsins húðskammaði Boris Johnson fyrir karlrembu John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins húðskammaði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, eftir að sá síðarnefndi vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar. 27. mars 2018 20:27