Lögmaður Trump dregur í land með að ekkert samráð hafi átt sér stað Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2019 10:07 Giuliani virtist bakka með yfirlýsingar um að alls ekkert samráð hafi átt sér stað á milli Trump-framboðsins og Rússa. Nú segir hann aðeins að forsetinn hafi ekki sjálfur átt í slíku samráði. Vísir/EPA Rudy Giuliani, lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist „aldrei hafa sagt að það hefði ekki verið neitt samráð“ við Rússa í sjónvarpsviðtali í gær. Trump forseti hefur ítrekað haldið því fram að hvorki hann persónulega né framboð hans hafi unnið með útsendurum rússneskra stjórnvalda í kosningabaráttunni árið 2016. Í viðtali við Chris Cuomo, þáttastjórnanda CNN-fréttastöðvarinnar, ræddu þeir Giuliani um samskipti starfsmanna framboðsins við Rússa. Giuliani kvartaði undan því sem hann kallaði „falsfréttir“ um Rússarannsóknina svonefndu. Cuomo svaraði þá til að falsar fréttir væru að segja að enginn í framboðinu hafi átt í samskiptum við Rússa eða að ekkert hafi komið fram sem benti til samráðs á milli framboðsins og Rússa. Við þau orð Cuomo var Giuliani ekki sáttur og sakaði hann um að gera sér upp skoðanir. „Ég sagði aldrei að það hefði ekki verið neitt samráð á milli framboðsins, eða á milli fólks í framboðinu,“ fullyrti fyrrverandi borgarstjóri New York við Cuomo sem þrætti fyrir það. „Ég hef ekki gert það. Ég sagði forseti Bandaríkjanna. Það er ekki eitt einasta sönnunargagn um að forseti Bandaríkjanna hafi framið eina glæpinn sem hægt er að fremja hér, leggja á ráðin með Rússum um að hakka landsnefnd Demókrataflokksins,“ hélt Giuliani áfram. Talið er að rússneskir hakkarar hafi brotist inn í tölvupósta Demókrataflokksins og lekið þeim í gegnum Wikileaks árið 2016.Giuliani þrætti jafnframt fyrir það að Trump hefði nokkru sinni neitað því að einhver innan framboðsins hefði átt í samráði við Rússa. „Hann sagði ekki enginn, hann sagði að hann gerði það ekki,“ sagði lögmaðurinn.Það er þó ekki rétt, eins og Cuomo benti Giuliani strax á. Í síðasta mánuði tísti forsetinn meðal annars um að „Demókratar finna ekki [rjúkandi] byssu sem tengir Trump-framboðið við Rússland eftir framburð James Comey. Engin [rjúkandi] byssa…Ekkert samráð.““Democrats can't find a Smocking Gun tying the Trump campaign to Russia after James Comey's testimony. No Smocking Gun...No Collusion.” @FoxNews That's because there was NO COLLUSION. So now the Dems go to a simple private transaction, wrongly call it a campaign contribution,...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 10, 2018 Á meðal samskipta Trump-framboðsins við Rússa sem vitað er um er fundur sem Donald Trump yngri, sonur forsetans, Jared Kushner, tengdasonur hans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri hans, áttu með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í New York í júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, sem væri liður í tilraunum Rússa til að hjálpa forsetaframboði Trump. Miklar vangaveltur hafa verið uppi undanfarið um að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði Trump-framboðsins við Rússa, gæti verið á lokametrunum. Búist er við því að hann taki saman niðurstöður sínar í lokaskýrslu.Uppfært 16:25 Guiliani sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna viðtalsins á CNN. Heldur hann því fram að orð sín hafi verið mistúlkuð. „Ég kem aðeins fram fyrir hönd Trump forseta, ekki framboðs Trump. Trump forseti átti ekki í neinu samráði á neinn hátt, formi eða tagi. Á sama hátt hef ég enga vitneskju um samráðs neinnar þeirra þúsunda manna sem unnu fyrir framboðið,“ segir Giuliani í yfirlýsingunni.From Giuliani: pic.twitter.com/VUt5LYvI2T— Maggie Haberman (@maggieNYT) January 17, 2019 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Rudy Giuliani, lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist „aldrei hafa sagt að það hefði ekki verið neitt samráð“ við Rússa í sjónvarpsviðtali í gær. Trump forseti hefur ítrekað haldið því fram að hvorki hann persónulega né framboð hans hafi unnið með útsendurum rússneskra stjórnvalda í kosningabaráttunni árið 2016. Í viðtali við Chris Cuomo, þáttastjórnanda CNN-fréttastöðvarinnar, ræddu þeir Giuliani um samskipti starfsmanna framboðsins við Rússa. Giuliani kvartaði undan því sem hann kallaði „falsfréttir“ um Rússarannsóknina svonefndu. Cuomo svaraði þá til að falsar fréttir væru að segja að enginn í framboðinu hafi átt í samskiptum við Rússa eða að ekkert hafi komið fram sem benti til samráðs á milli framboðsins og Rússa. Við þau orð Cuomo var Giuliani ekki sáttur og sakaði hann um að gera sér upp skoðanir. „Ég sagði aldrei að það hefði ekki verið neitt samráð á milli framboðsins, eða á milli fólks í framboðinu,“ fullyrti fyrrverandi borgarstjóri New York við Cuomo sem þrætti fyrir það. „Ég hef ekki gert það. Ég sagði forseti Bandaríkjanna. Það er ekki eitt einasta sönnunargagn um að forseti Bandaríkjanna hafi framið eina glæpinn sem hægt er að fremja hér, leggja á ráðin með Rússum um að hakka landsnefnd Demókrataflokksins,“ hélt Giuliani áfram. Talið er að rússneskir hakkarar hafi brotist inn í tölvupósta Demókrataflokksins og lekið þeim í gegnum Wikileaks árið 2016.Giuliani þrætti jafnframt fyrir það að Trump hefði nokkru sinni neitað því að einhver innan framboðsins hefði átt í samráði við Rússa. „Hann sagði ekki enginn, hann sagði að hann gerði það ekki,“ sagði lögmaðurinn.Það er þó ekki rétt, eins og Cuomo benti Giuliani strax á. Í síðasta mánuði tísti forsetinn meðal annars um að „Demókratar finna ekki [rjúkandi] byssu sem tengir Trump-framboðið við Rússland eftir framburð James Comey. Engin [rjúkandi] byssa…Ekkert samráð.““Democrats can't find a Smocking Gun tying the Trump campaign to Russia after James Comey's testimony. No Smocking Gun...No Collusion.” @FoxNews That's because there was NO COLLUSION. So now the Dems go to a simple private transaction, wrongly call it a campaign contribution,...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 10, 2018 Á meðal samskipta Trump-framboðsins við Rússa sem vitað er um er fundur sem Donald Trump yngri, sonur forsetans, Jared Kushner, tengdasonur hans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri hans, áttu með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í New York í júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, sem væri liður í tilraunum Rússa til að hjálpa forsetaframboði Trump. Miklar vangaveltur hafa verið uppi undanfarið um að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði Trump-framboðsins við Rússa, gæti verið á lokametrunum. Búist er við því að hann taki saman niðurstöður sínar í lokaskýrslu.Uppfært 16:25 Guiliani sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna viðtalsins á CNN. Heldur hann því fram að orð sín hafi verið mistúlkuð. „Ég kem aðeins fram fyrir hönd Trump forseta, ekki framboðs Trump. Trump forseti átti ekki í neinu samráði á neinn hátt, formi eða tagi. Á sama hátt hef ég enga vitneskju um samráðs neinnar þeirra þúsunda manna sem unnu fyrir framboðið,“ segir Giuliani í yfirlýsingunni.From Giuliani: pic.twitter.com/VUt5LYvI2T— Maggie Haberman (@maggieNYT) January 17, 2019
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49