Raunverulegan kaupmátt, takk Þorsteinn Víglundsson skrifar 16. janúar 2019 07:00 Íslensk stjórnvöld gætu aukið kaupmátt lægstu launa um allt að þriðjung og það áður en til launahækkana kæmi. Þau hafa öll nauðsynleg tæki í höndum sér og skortir aðeins viljann. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu miklu máli 33% aukning kaupmáttar myndi skipta fyrir það fólk sem lægstar hefur tekjurnar og á erfitt með að ná endum saman. Slíkar breytingar væru svo sannarlega verðugt framlag til lausnar á erfiðum kjaradeilum sem eru í uppsiglingu.Skattleysismörk í 250 þúsund Viðreisn vill leggja til róttæka uppstokkun á núverandi skattkerfi. Hækka mætti skattleysismörk í allt að 250 þúsund krónur á mánuði með því að taka upp útgreiðanlegan persónuafslátt sem eykst með vaxandi tekjum upp að 100 þúsund krónur á mánuði en skerðist síðan hlutfallslega með hækkandi tekjum eftir það. Samhliða þessu yrði skattprósenta lægra skattþreps lækkuð í 25% en skattprósenta hátekjuþrepsins héldist svipuð og nú er. Tekjumörk skattþrepanna væru samhliða lækkuð nokkuð. Þessar breytingar myndu auka jöfnunarhlutverk skattkerfisins og tryggja að skattbyrði einstaklinga með minna en 800 þúsund krónur á mánuði myndi lækka. Ávinningur tekjulægstu hópanna yrði langsamlega mestur. Þessar hugmyndir byggja á skattatillögum sem settar voru fram af samráðsvettvangi um aukna hagsæld en hafa verið útfærðar nánar með það að markmiði að skila hærri skattleysismörkum en þar var gert ráð fyrir. Gróft áætlað mætti ætla að þessar breytingar myndu leiða til 10-15 milljarða skattalækkunar til einstaklinga.xxxxMatarkarfan gæti lækkað um þriðjung Fjögurra manna fjölskylda hér á landi greiðir um 67 þúsund krónum meira á mánuði fyrir matarkörfuna en nágrannar okkar gera. Þar af greiðum við um 57 þúsund krónum meira á mánuði fyrir þær matvörur sem njóta mestrar verndar, þ.e. innlendar landbúnaðarafurðir. Það er þó ekki svo að nágrannar okkar styðji ekki við bændur. Þvert á móti nýtur landbúnaður í þessum löndum mikils stuðnings. Þar hefur þess hins vegar einnig verið gætt að neytendur njóti góðs af. Sú vernd og stuðningur sem hér hefur tíðkast beinist hins vegar fyrst og fremst að því að standa vörð um einokunarstöðu innlendra afurðastöðva. Við höfum reynslu af umbótum hér á landi sem hafa skilað neytendum miklum ávinningi. Stuðningskerfi garðyrkjubænda var þannig breytt fyrir um 15 árum síðan, tollvernd afnumin en beingreiðslur auknar á móti. Verðhækkanir á grænmeti hafa upp frá því verið mun minni en t.d. á mjólkurafurðum eða kjöti, einmitt vegna aukinnar samkeppni erlendis frá. Á sama tíma hefur orðið mikil vöruþróun á sviði innlendrar grænmetisframleiðslu og umtalsverð aukning á heildarframleiðslu. Það er því vel hægt að breyta landbúnaðarkerfinu þannig að bæði bændur og neytendur hafi ávinning af. Það vantar einfaldlega vilja stjórnvalda til þess.Og svo blessuð krónan Loks er það kostnaðurinn af krónunni. Við borgum miklu hærri vexti en nágrannalönd okkar. Vaxtakostnaður af 20 milljón króna húsnæðisláni er liðlega 70 þúsund krónum meiri á mánuði hér á landi en hjá nágrönnum okkar. Ástæðan er kostnaðarsamur og óstöðugur gjaldmiðill sem og skortur á samkeppni á fjármálamarkaði. Fákeppnina má m.a. rekja til þess að erlendir bankar hafa lítinn sem engan áhuga á að starfa á svo litlu gjaldmiðilssvæði. Enn og aftur skortir hins vegar vilja hjá stjórnvöldum til að breyta þessu. Þegar allt þetta er dregið saman, endurskoðun skattkerfisins, afnám tollverndar á matvælum og lækkun vaxta með stöðugra gengi, gæti fjögurra manna fjölskylda með 700 þúsund krónur í mánaðarlaun aukið ráðstöfunartekjur sínar um nærri 180 þúsund krónur á mánuði. Það munar um minna. Lausnir þessar eru heldur ekki til skamms tíma heldur framtíðarlausn fyrir landsmenn, það er það sem Viðreisn vill. Vilji er allt sem þarf en því miður skortir þann vilja hjá stjórnvöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld gætu aukið kaupmátt lægstu launa um allt að þriðjung og það áður en til launahækkana kæmi. Þau hafa öll nauðsynleg tæki í höndum sér og skortir aðeins viljann. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu miklu máli 33% aukning kaupmáttar myndi skipta fyrir það fólk sem lægstar hefur tekjurnar og á erfitt með að ná endum saman. Slíkar breytingar væru svo sannarlega verðugt framlag til lausnar á erfiðum kjaradeilum sem eru í uppsiglingu.Skattleysismörk í 250 þúsund Viðreisn vill leggja til róttæka uppstokkun á núverandi skattkerfi. Hækka mætti skattleysismörk í allt að 250 þúsund krónur á mánuði með því að taka upp útgreiðanlegan persónuafslátt sem eykst með vaxandi tekjum upp að 100 þúsund krónur á mánuði en skerðist síðan hlutfallslega með hækkandi tekjum eftir það. Samhliða þessu yrði skattprósenta lægra skattþreps lækkuð í 25% en skattprósenta hátekjuþrepsins héldist svipuð og nú er. Tekjumörk skattþrepanna væru samhliða lækkuð nokkuð. Þessar breytingar myndu auka jöfnunarhlutverk skattkerfisins og tryggja að skattbyrði einstaklinga með minna en 800 þúsund krónur á mánuði myndi lækka. Ávinningur tekjulægstu hópanna yrði langsamlega mestur. Þessar hugmyndir byggja á skattatillögum sem settar voru fram af samráðsvettvangi um aukna hagsæld en hafa verið útfærðar nánar með það að markmiði að skila hærri skattleysismörkum en þar var gert ráð fyrir. Gróft áætlað mætti ætla að þessar breytingar myndu leiða til 10-15 milljarða skattalækkunar til einstaklinga.xxxxMatarkarfan gæti lækkað um þriðjung Fjögurra manna fjölskylda hér á landi greiðir um 67 þúsund krónum meira á mánuði fyrir matarkörfuna en nágrannar okkar gera. Þar af greiðum við um 57 þúsund krónum meira á mánuði fyrir þær matvörur sem njóta mestrar verndar, þ.e. innlendar landbúnaðarafurðir. Það er þó ekki svo að nágrannar okkar styðji ekki við bændur. Þvert á móti nýtur landbúnaður í þessum löndum mikils stuðnings. Þar hefur þess hins vegar einnig verið gætt að neytendur njóti góðs af. Sú vernd og stuðningur sem hér hefur tíðkast beinist hins vegar fyrst og fremst að því að standa vörð um einokunarstöðu innlendra afurðastöðva. Við höfum reynslu af umbótum hér á landi sem hafa skilað neytendum miklum ávinningi. Stuðningskerfi garðyrkjubænda var þannig breytt fyrir um 15 árum síðan, tollvernd afnumin en beingreiðslur auknar á móti. Verðhækkanir á grænmeti hafa upp frá því verið mun minni en t.d. á mjólkurafurðum eða kjöti, einmitt vegna aukinnar samkeppni erlendis frá. Á sama tíma hefur orðið mikil vöruþróun á sviði innlendrar grænmetisframleiðslu og umtalsverð aukning á heildarframleiðslu. Það er því vel hægt að breyta landbúnaðarkerfinu þannig að bæði bændur og neytendur hafi ávinning af. Það vantar einfaldlega vilja stjórnvalda til þess.Og svo blessuð krónan Loks er það kostnaðurinn af krónunni. Við borgum miklu hærri vexti en nágrannalönd okkar. Vaxtakostnaður af 20 milljón króna húsnæðisláni er liðlega 70 þúsund krónum meiri á mánuði hér á landi en hjá nágrönnum okkar. Ástæðan er kostnaðarsamur og óstöðugur gjaldmiðill sem og skortur á samkeppni á fjármálamarkaði. Fákeppnina má m.a. rekja til þess að erlendir bankar hafa lítinn sem engan áhuga á að starfa á svo litlu gjaldmiðilssvæði. Enn og aftur skortir hins vegar vilja hjá stjórnvöldum til að breyta þessu. Þegar allt þetta er dregið saman, endurskoðun skattkerfisins, afnám tollverndar á matvælum og lækkun vaxta með stöðugra gengi, gæti fjögurra manna fjölskylda með 700 þúsund krónur í mánaðarlaun aukið ráðstöfunartekjur sínar um nærri 180 þúsund krónur á mánuði. Það munar um minna. Lausnir þessar eru heldur ekki til skamms tíma heldur framtíðarlausn fyrir landsmenn, það er það sem Viðreisn vill. Vilji er allt sem þarf en því miður skortir þann vilja hjá stjórnvöldum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar